Dallas Cowboys í Hard Knocks þáttunum og sá fyrsti sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 13:00 Dallas Cowboys er mjög áhugavert lið í vetur og margir eru því spenntir fyrir því að fá að vera fluga á vegg á undirbúningstímabili liðsins. AP/John McCoy Það styttist í nýtt NFL tímabil í ameríska fótboltanum og árlegur forsmekkur af þeirri veislu eru hinir vinsælu Hard Knocks þættir sem fjalla aðdraganda tímabilsins hjá einu ákveðnu félagi. Stöð 2 Sport heldur áfram að sýna frá þessum þáttum í sömu viku og þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum. Í Hard Knocks þáttaröðinni fá myndavélarnar og hljóðnemarnir að vera eins og fluga á vegg á undirbúningstímabili hjá einu tilteknu félagi. Hard Knocks þátturinn fær að þessu sinni að vera á bak við tjöldin hjá Dallas Cowboys í ár og eru margir spenntir fyrir því að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá einu allra vinsælasta liði Bandaríkjanna. The wait is over! #HardKnocks is back and better than ever TONIGHT! pic.twitter.com/ake2VWKGJz— NFL Films (@NFLFilms) August 10, 2021 Fáir eigendur eru litríkari eða afskiptasamari en einmitt Jerry Jones hjá Dallas Cowboys. Á hans tíma hefur félagið orðið það verðmætasta í Bandaríkjunum. Cowboys liðið vann þrjár meistaratitla fljótlega eftir að hann eignaðist félagið en hefur nú ekki orðið NFL-meistari síðan 1995 eða í 26 ár. Pressan hefur aukist á hverju ári síðasta áratuginn en Jones er duglegur að koma með umdeildar yfirlýsingar og sækist mikið í sviðsljósið. Það er líka mikill áhugi á Cowboys liðinu sem er kallað „America’s Team“ eða „Uppáhaldslið Ameríku“. Það eru margar stjörnur í Dallas liðinu sem fá örugglega að láta ljós sitt skína í þáttunum. Leikstjórnandinn Dak Prescott er að koma til baka eftir slæm meiðsli á miðju síðasta tímabili, hlauparinn Ezekiel Elliott þarf að sýna meira en í fyrra og varnarmaðurinn Jaylon Smith er engin smásmíði. Þá eru ótaldir útherjar eins og Amari Cooper og CeeDee Lamb. .@EzekielElliott s first day of camp got off to a rough start. @DallasCowboys | #HardKnocksNow pic.twitter.com/mkQtoRlJuq— NFL Films (@NFLFilms) August 2, 2021 Þættirnir taka oft fyrir ákveðna leikmenn og þar fá áhorfendur að kynnast lífi þeirra betur. Einhverjir nýliðar í liðinu verða örugglega í þeim hópi. Í fyrsta þættinum er sjónarhornið á fyrrnefndan Dak Prescott og endurkomu hans eftir slæm ökklameiðsli. Þetta er sextánda árið þar sem Hard Knocks þátturinn er sýndur en í fyrra var fylgst með bæði Los Angeles Chargers og Los Angeles Rams. Oakland Raiders var árið 2019 og Cleveland Browns árið 2018. Dallas hefur verið tvisvar áður í þáttunum en það var á upphafsárum hans eða 2002 (2. þáttaröð) og 2008 (4. þáttaröð). Fyrsti þátturinn af Hard Knocks 2021 verður sýndur klukkan 20.40 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Stöð 2 Sport heldur áfram að sýna frá þessum þáttum í sömu viku og þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum. Í Hard Knocks þáttaröðinni fá myndavélarnar og hljóðnemarnir að vera eins og fluga á vegg á undirbúningstímabili hjá einu tilteknu félagi. Hard Knocks þátturinn fær að þessu sinni að vera á bak við tjöldin hjá Dallas Cowboys í ár og eru margir spenntir fyrir því að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá einu allra vinsælasta liði Bandaríkjanna. The wait is over! #HardKnocks is back and better than ever TONIGHT! pic.twitter.com/ake2VWKGJz— NFL Films (@NFLFilms) August 10, 2021 Fáir eigendur eru litríkari eða afskiptasamari en einmitt Jerry Jones hjá Dallas Cowboys. Á hans tíma hefur félagið orðið það verðmætasta í Bandaríkjunum. Cowboys liðið vann þrjár meistaratitla fljótlega eftir að hann eignaðist félagið en hefur nú ekki orðið NFL-meistari síðan 1995 eða í 26 ár. Pressan hefur aukist á hverju ári síðasta áratuginn en Jones er duglegur að koma með umdeildar yfirlýsingar og sækist mikið í sviðsljósið. Það er líka mikill áhugi á Cowboys liðinu sem er kallað „America’s Team“ eða „Uppáhaldslið Ameríku“. Það eru margar stjörnur í Dallas liðinu sem fá örugglega að láta ljós sitt skína í þáttunum. Leikstjórnandinn Dak Prescott er að koma til baka eftir slæm meiðsli á miðju síðasta tímabili, hlauparinn Ezekiel Elliott þarf að sýna meira en í fyrra og varnarmaðurinn Jaylon Smith er engin smásmíði. Þá eru ótaldir útherjar eins og Amari Cooper og CeeDee Lamb. .@EzekielElliott s first day of camp got off to a rough start. @DallasCowboys | #HardKnocksNow pic.twitter.com/mkQtoRlJuq— NFL Films (@NFLFilms) August 2, 2021 Þættirnir taka oft fyrir ákveðna leikmenn og þar fá áhorfendur að kynnast lífi þeirra betur. Einhverjir nýliðar í liðinu verða örugglega í þeim hópi. Í fyrsta þættinum er sjónarhornið á fyrrnefndan Dak Prescott og endurkomu hans eftir slæm ökklameiðsli. Þetta er sextánda árið þar sem Hard Knocks þátturinn er sýndur en í fyrra var fylgst með bæði Los Angeles Chargers og Los Angeles Rams. Oakland Raiders var árið 2019 og Cleveland Browns árið 2018. Dallas hefur verið tvisvar áður í þáttunum en það var á upphafsárum hans eða 2002 (2. þáttaröð) og 2008 (4. þáttaröð). Fyrsti þátturinn af Hard Knocks 2021 verður sýndur klukkan 20.40 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira