Stór áfangi í loftslagsaðgerðum Christoph Gebald skrifar 13. ágúst 2021 10:00 Það er okkur ánægja að tilkynna að þann 8. september næstkomandi tökum við í notkun á Hellisheiði fyrstu heildstæðu föngunar- og förgunarstöðina sem byggð hefur verið á heimsvísu, þar sem koldíoxíð úr andrúmslofti verður fangað og því fargað í stórum stíl. Með þessari lofthreinsistöð, sem ber nafnið Orca, er föngun og förgun koldíoxíðs úr andrúmslofti tekin á næsta stig með því að samnýta loftsugutækni Climeworks og förgunartækni Carbfix til að breyta CO₂ í stein neðanjarðar. Á undanförnum árum hefur verið mikil og hröð nýsköpun á sviði loftslagsaðgerða og hafa ýmis áhugaverð tilraunaverkefni verið í þróun. Nú erum við tilbúin fyrir næsta áfanga sem felur í sér að stórauka og efla þessa starfsemi. Við byrjuðum á að fanga nokkur milligröm en á síðustu 3-4 árum höfum við náð að 80-falda koldíoxíðsföngun okkar á hverju ári. Orca mun fanga 4.000 tonn af CO₂ á ári og verður þar með, í gegnum beina loftföngun og förgun, stærsta loftslags-bætandi stöð sem byggð hefur verið á heimsvísu. Stefnt er að því að fyrir lok þessa áratugar verði hægt að fanga fleiri milljónir tonna CO₂ úr andrúmslofti og er Orca meginforsenda þess að það verður hægt. Með hinni framsæknu tækni Climeworks og í samstarfi við íslensku samstarfsaðilana okkar, Carbfix og Orku náttúrunnar, er fundin ein áhrifaríkasta leiðin til að stöðva loftslagsbreytingar. Saman getum við virkilega skipt sköpum. Svissneskt-íslenskt samstarf Að snúa loftslagsbreytingum við er sannarlega verkefni sem skiptir alla heimsbyggðina máli. Carbfix hefur sýnt fram á að yfir 95% þess CO₂ sem fangað er og dælt ofan í jörðina með þeirra tækni, breytist í stein á innan við tveimur árum. Þau 5% sem eftir standa steingerast stuttu síðar. Carbfix, líkt og Climeworks, byggir á sterkum vísindalegum grunni og getur mælt og greint það CO₂ sem dælt er niður, en það er lykilforsenda þess að hægt sé að sannreyna að koldíoxíðinu hafi verið fargað varanlega og á öruggan hátt. Samstarf okkar og Carbfix nær aftur til 2017 þegar við þróuðum tilraunstöð í loftföngun og -förgun, Arctic Fox, í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Samnýting framúrskarandi tæknilausna bæði Climeworks og Carbfix hefur reynst afar árangursrík. Jarðhitagarður ON hefur skapað fullkomnar aðstæður fyrir vöxt og þróun þessarar nýsköpunar, en ON hefur lagt til hita og rafmagn, með lítil kolefnisspor, sem þarf til að starfrækja Climeworks stöðina. Allar loftslagsaðgerðir eru lífsnauðynlegar Til að ná markmiðum í loftslagsmálum þurfum við ekki einungis að draga stórkostlega úr útblæstri; við þurfum líka að fjarlægja koldíoxíð úr lofti á virkan hátt. Bein loftföngun og förgun er ein þeirra lausna sem mestar vonir eru bundnar við til að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmslofti. Tækni Climeworks er einstök því hún byggir á einingum og er sveigjanleg, krefst lítils landsvæðis og ógnar því ekki matvæla- eða vatnsöryggi. Lausnin er varanleg og hægt er að sannreyna förgunina með einföldum hætti. Samvinnu okkar er ætlað að snúa loftslagsbreytingum við og mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Við erum stolt af Orcu því hún er stórt skref í þessa átt og hið fyrsta af mörgum! Höfundur er annar tveggja stofnenda og framkvæmdastjóra Climeworks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er okkur ánægja að tilkynna að þann 8. september næstkomandi tökum við í notkun á Hellisheiði fyrstu heildstæðu föngunar- og förgunarstöðina sem byggð hefur verið á heimsvísu, þar sem koldíoxíð úr andrúmslofti verður fangað og því fargað í stórum stíl. Með þessari lofthreinsistöð, sem ber nafnið Orca, er föngun og förgun koldíoxíðs úr andrúmslofti tekin á næsta stig með því að samnýta loftsugutækni Climeworks og förgunartækni Carbfix til að breyta CO₂ í stein neðanjarðar. Á undanförnum árum hefur verið mikil og hröð nýsköpun á sviði loftslagsaðgerða og hafa ýmis áhugaverð tilraunaverkefni verið í þróun. Nú erum við tilbúin fyrir næsta áfanga sem felur í sér að stórauka og efla þessa starfsemi. Við byrjuðum á að fanga nokkur milligröm en á síðustu 3-4 árum höfum við náð að 80-falda koldíoxíðsföngun okkar á hverju ári. Orca mun fanga 4.000 tonn af CO₂ á ári og verður þar með, í gegnum beina loftföngun og förgun, stærsta loftslags-bætandi stöð sem byggð hefur verið á heimsvísu. Stefnt er að því að fyrir lok þessa áratugar verði hægt að fanga fleiri milljónir tonna CO₂ úr andrúmslofti og er Orca meginforsenda þess að það verður hægt. Með hinni framsæknu tækni Climeworks og í samstarfi við íslensku samstarfsaðilana okkar, Carbfix og Orku náttúrunnar, er fundin ein áhrifaríkasta leiðin til að stöðva loftslagsbreytingar. Saman getum við virkilega skipt sköpum. Svissneskt-íslenskt samstarf Að snúa loftslagsbreytingum við er sannarlega verkefni sem skiptir alla heimsbyggðina máli. Carbfix hefur sýnt fram á að yfir 95% þess CO₂ sem fangað er og dælt ofan í jörðina með þeirra tækni, breytist í stein á innan við tveimur árum. Þau 5% sem eftir standa steingerast stuttu síðar. Carbfix, líkt og Climeworks, byggir á sterkum vísindalegum grunni og getur mælt og greint það CO₂ sem dælt er niður, en það er lykilforsenda þess að hægt sé að sannreyna að koldíoxíðinu hafi verið fargað varanlega og á öruggan hátt. Samstarf okkar og Carbfix nær aftur til 2017 þegar við þróuðum tilraunstöð í loftföngun og -förgun, Arctic Fox, í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Samnýting framúrskarandi tæknilausna bæði Climeworks og Carbfix hefur reynst afar árangursrík. Jarðhitagarður ON hefur skapað fullkomnar aðstæður fyrir vöxt og þróun þessarar nýsköpunar, en ON hefur lagt til hita og rafmagn, með lítil kolefnisspor, sem þarf til að starfrækja Climeworks stöðina. Allar loftslagsaðgerðir eru lífsnauðynlegar Til að ná markmiðum í loftslagsmálum þurfum við ekki einungis að draga stórkostlega úr útblæstri; við þurfum líka að fjarlægja koldíoxíð úr lofti á virkan hátt. Bein loftföngun og förgun er ein þeirra lausna sem mestar vonir eru bundnar við til að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmslofti. Tækni Climeworks er einstök því hún byggir á einingum og er sveigjanleg, krefst lítils landsvæðis og ógnar því ekki matvæla- eða vatnsöryggi. Lausnin er varanleg og hægt er að sannreyna förgunina með einföldum hætti. Samvinnu okkar er ætlað að snúa loftslagsbreytingum við og mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Við erum stolt af Orcu því hún er stórt skref í þessa átt og hið fyrsta af mörgum! Höfundur er annar tveggja stofnenda og framkvæmdastjóra Climeworks.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun