Tilkynnt var í dag að maðurinn heiti David S. og hann hafi verið handtekinn í íbúð sinni Potsdam í gær. Þá var gerð leit á heimili hans og starfstöð í sendiráðinu. Saksóknarar segja að hinn 57 ára gamli maður sé grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa í minnsta frá því í nóvember í fyrra.
Maðurinn er sagður hafa útvegað rússneskum útsendara minnst einu sinni skjöl úr sendiráðinu í skiptum fyrir peninga. Hann var handtekinn í kjölfar sameiginlegrar rannsóknar þýskra og breskra yfirvalda, samkvæmt frétt Guardian.
Samkvæmt heimildum Sky News hafði maðurinn verið undir eftirliti öryggisstofnanna Bretlands um nokkuð skeið. David S. er ekki erindreki og nýtur ekki friðhelgi. Þá liggur ekki fyrir hvert starf hans var og hvort hann hafði aðgang að leynilegum upplýsingum.
Maðurinn verður færður fyrir dómara í Þýskalandi en utanríkisráðuneyti landsins segir málið litið mjög alvarlegum augum. Njósnir gegn vinveittum ríkjum Þýskalands, á þýskri grundu, séu ólíðandi.