Segir ósamræmi í stefnu ríkisstjórnar og menntamálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 22:03 Þorbjörg Sigríður situr á þingi fyrir Viðreisn og á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í allsherjar- og menntmálanefnd þingsins, er gagnrýnin á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna óljósra skilaboða um hvernig skólahaldi verður háttað í haust. „Það eru fimm dagar síðan menntamálaráðherra kom fyrir allsherjar-og menntamálanefnd að minni ósk. Tilefnið var þögn ríkisstjórnarinnar um skipulag skólastarfs, fyrst og fremst hvernig ætti að haga því vegna sóttvarnaráðstafana. Mér fannst þess vegna miklu skipta að menntamálaráðherra gerði grein fyrir því hvernig áætlun stjórnvalda liti út þegar aðeins voru um þrjár vikur í að skólarnir í landinu áttu að byrja; hvert planið var til að tryggja skólavist barna, starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks,“ skrifar Þorbjörg Sigríður á Facebook-síðu sinni. Hún segir Lilju hafa á fundinum tjáð sig um að engar takmarkanir yrðu og skólahald með eðlilegum hætti. Í samtali við fréttastofu þann 3. ágúst sagði Lilja að stefnt væri að því að hægt væri að hefja takmarkalaust skólahald í haust. Nú er hins vegar útlit fyrir að svo verði ekki. Aðgerðir innanlands hafa verið framlengdar um tvær vikur og gilda því nú til 27. ágúst en áður en það var ákveðið giltu þær til 13. ágúst. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar kom fram að gert væri ráð fyrir að skólastarf yrði háð sömu takmörkunum og samfélagið allt, ef frá er talin grímuskylda, þar sem yngri nemendur munu ekki þurfa að bera grímu. Þannig myndu 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra nándarregla gilda í skólum. Þorbjörg Sigríður segir Lilju í engu hafa svarað spurningum um hvernig hægt væri að ráðast í takmarkalaust skólahald í haust og bætir því við að fulltrúar Kennarasambands Íslands hafi einnig setið fundinn og fengið þau skilaboð að ráðgert væri að skólahald færi fram án takmarkana. „Staðan þá var hin sama í samfélaginu og hún er núna fimm dögum síðar. Stefna ríkisstjórnarinnar er hins vegar önnur. Þessi vinnubrögð eru öllum vond og með nokkrum ólíkindum - og það eru óheilbrigð skilaboð til skólabarna að undirbúningur sé ekki meiri en þetta,“ segir Þorbjörg Sigríður. Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Það eru fimm dagar síðan menntamálaráðherra kom fyrir allsherjar-og menntamálanefnd að minni ósk. Tilefnið var þögn ríkisstjórnarinnar um skipulag skólastarfs, fyrst og fremst hvernig ætti að haga því vegna sóttvarnaráðstafana. Mér fannst þess vegna miklu skipta að menntamálaráðherra gerði grein fyrir því hvernig áætlun stjórnvalda liti út þegar aðeins voru um þrjár vikur í að skólarnir í landinu áttu að byrja; hvert planið var til að tryggja skólavist barna, starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks,“ skrifar Þorbjörg Sigríður á Facebook-síðu sinni. Hún segir Lilju hafa á fundinum tjáð sig um að engar takmarkanir yrðu og skólahald með eðlilegum hætti. Í samtali við fréttastofu þann 3. ágúst sagði Lilja að stefnt væri að því að hægt væri að hefja takmarkalaust skólahald í haust. Nú er hins vegar útlit fyrir að svo verði ekki. Aðgerðir innanlands hafa verið framlengdar um tvær vikur og gilda því nú til 27. ágúst en áður en það var ákveðið giltu þær til 13. ágúst. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar kom fram að gert væri ráð fyrir að skólastarf yrði háð sömu takmörkunum og samfélagið allt, ef frá er talin grímuskylda, þar sem yngri nemendur munu ekki þurfa að bera grímu. Þannig myndu 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra nándarregla gilda í skólum. Þorbjörg Sigríður segir Lilju í engu hafa svarað spurningum um hvernig hægt væri að ráðast í takmarkalaust skólahald í haust og bætir því við að fulltrúar Kennarasambands Íslands hafi einnig setið fundinn og fengið þau skilaboð að ráðgert væri að skólahald færi fram án takmarkana. „Staðan þá var hin sama í samfélaginu og hún er núna fimm dögum síðar. Stefna ríkisstjórnarinnar er hins vegar önnur. Þessi vinnubrögð eru öllum vond og með nokkrum ólíkindum - og það eru óheilbrigð skilaboð til skólabarna að undirbúningur sé ekki meiri en þetta,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01