Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti rétt í þessu að eigandi bakpokans væri kominn í leitirnar. Eigandinn er erlendur ferðamaður sem skildi bakpokann eftir við ána og fékk sér langan göngutúr.
Lögreglan fékk sporhund frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar til að fara um svæðið þar sem bakpokinn fannst, auk þess sem straumvatnsbjörgunarflokkur frá björgunarsveitinni Árborg var kallaður út til að skoða svæði neðan við Ölfusárbrú.
Að sögn lögreglu lágu ekki fyrir frekari upplýsingar um að nokkur hafi fallið í ána, eingöngu hafi verið um varúðarráðstöfun að ræða.