Heilbrigðiskerfið er ekki aðeins í Reykjavík Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 6. ágúst 2021 11:30 Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða? Fjöldi á biðlistum eftir algengum aðgerðum hefur margfaldast frá því í október 2017 til dagsins í dag. Samningar hafa verið í uppnámi við fjölmargar stéttir innan heilbrigðiskerfisins sem hefur leitt af sér óvissu og óöryggi allra þeirra sem reiða sig á þessa sömu þjónustu. Það bætist við biðlistana. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum er einnig haldið í óvissu, allt í nafni kerfisins, þess marxíska. Þúsundir kvenna bíða milli vonar og ótta um örlög sín vegna klúðurs í meðferð leghálsskimunarsýna. Allir sérfræðingar hafa bent á hversu hættulegt það er að halda áfram á sömu braut. Nú hefur verið ákveðið að Landspítali taki við greiningum þessara sýna en sú tilhögun verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi um næstu áramót. Nú þarf að semja við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að taka að sér (aftur) greiningu sýna til þess að eyða þessari óvissu sem svo sannarlega er enn uppi. Munum að Krabbameinsfélag Íslands hefur starfsemi um allt land og veita félögin framúrskarandi aðstoð og þjónustu. Skýrsla um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, sem Alþingi óskaði eftir kom fram á endanum en mikilvægir þættir voru skildir eftir, nægir að nefna aðkomu og mikilvægar ábendingar Persónuverndar. Það varð til þess að Læknafélag Íslands ákvað að ráðast í eigin rannsókn á framkvæmdinni. Undanfarna daga hafa læknar og starfsfólk á Landspítalans sagt að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Ályktanir hafa verið sendar út vegna þessa. Aðstæður á geðsviði Landspítala eru engum bjóðandi, hvorki starfsfólki né þeim sem þangað leita. Það sama má segja um geðheilbrigðismálin í allri sinni heild, bæði þeir sem þurfa á þjónustunni að halda og þeir sem starfa innan hennar hafa bent á það lengi. Biðlisti eftir viðtölum við heilsugæslulækna er talinn í vikum, jafnvel mánuðum. Sjúkraþjálfarar og sálfræðingar fá ekki raunverulega að starfa nema þá að ráða sig á stærri stofur eða stofnanir. Endurhæfing fjölda manns er í uppnámi. Þúsundir Íslendinga líða óþarfaþjáningar á hverjum degi vegna þessa ástands, þar með talið starfsfólk sem er ætlað að hlaupa hraðar á styttri tíma vinnuvikunnar. Enn þarf fólk að ferðast um langan veg til að sækja sér nauðsynlega þjónustu, oftast er þjónustan aðeins veitt á Landspítala. Ríkið skammtar svo hverjum og einum hversu oft á ári. Ekki er að sjá að koma eigi til móts við þá sem þurfa um þennan langa veg, þvert á móti. Það er stórundarlegt að ekki sé hugað að því að Sjúkrahúsið á Akureyri verði jafnsett Sjúkrahúsinu í Reykjavík. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna í boði Sjálfstæðisflokksins. En svar ríkisstjórnarinnar er að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu til að friða fólkið úti á landi, svo hægt sé að segja að verið sé að veita öllum sömu þjónustu. Þannig er íbúum þessa lands mismunað. Og til að toppa allt saman þá boðaði heilbrigðisráðherra svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fyrir nokkrum mánuðum. Það er engin ástæða fyrir því að viðhalda þessu ástandi þegar við höfum kost á að grípa til aðgerða og bæta það. Semja þarf til lengri tíma nú þegar við alla þá sem hafa hingað til veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Það kom skýrt fram í könnun BSRB frá því í maí í ár að um helmingur Íslendinga vill frekar að heilbrigðiskerfið samanstandi að blönduðu kerfi, valmöguleikar þurfa því að vera fyrir hendi. Lykilatriðið er að allir hafi jafnan aðgang að gæðaþjónustu og að þeir sem veita þjónustuna geti vitað að hverju þeir ganga. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða? Fjöldi á biðlistum eftir algengum aðgerðum hefur margfaldast frá því í október 2017 til dagsins í dag. Samningar hafa verið í uppnámi við fjölmargar stéttir innan heilbrigðiskerfisins sem hefur leitt af sér óvissu og óöryggi allra þeirra sem reiða sig á þessa sömu þjónustu. Það bætist við biðlistana. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum er einnig haldið í óvissu, allt í nafni kerfisins, þess marxíska. Þúsundir kvenna bíða milli vonar og ótta um örlög sín vegna klúðurs í meðferð leghálsskimunarsýna. Allir sérfræðingar hafa bent á hversu hættulegt það er að halda áfram á sömu braut. Nú hefur verið ákveðið að Landspítali taki við greiningum þessara sýna en sú tilhögun verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi um næstu áramót. Nú þarf að semja við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að taka að sér (aftur) greiningu sýna til þess að eyða þessari óvissu sem svo sannarlega er enn uppi. Munum að Krabbameinsfélag Íslands hefur starfsemi um allt land og veita félögin framúrskarandi aðstoð og þjónustu. Skýrsla um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, sem Alþingi óskaði eftir kom fram á endanum en mikilvægir þættir voru skildir eftir, nægir að nefna aðkomu og mikilvægar ábendingar Persónuverndar. Það varð til þess að Læknafélag Íslands ákvað að ráðast í eigin rannsókn á framkvæmdinni. Undanfarna daga hafa læknar og starfsfólk á Landspítalans sagt að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Ályktanir hafa verið sendar út vegna þessa. Aðstæður á geðsviði Landspítala eru engum bjóðandi, hvorki starfsfólki né þeim sem þangað leita. Það sama má segja um geðheilbrigðismálin í allri sinni heild, bæði þeir sem þurfa á þjónustunni að halda og þeir sem starfa innan hennar hafa bent á það lengi. Biðlisti eftir viðtölum við heilsugæslulækna er talinn í vikum, jafnvel mánuðum. Sjúkraþjálfarar og sálfræðingar fá ekki raunverulega að starfa nema þá að ráða sig á stærri stofur eða stofnanir. Endurhæfing fjölda manns er í uppnámi. Þúsundir Íslendinga líða óþarfaþjáningar á hverjum degi vegna þessa ástands, þar með talið starfsfólk sem er ætlað að hlaupa hraðar á styttri tíma vinnuvikunnar. Enn þarf fólk að ferðast um langan veg til að sækja sér nauðsynlega þjónustu, oftast er þjónustan aðeins veitt á Landspítala. Ríkið skammtar svo hverjum og einum hversu oft á ári. Ekki er að sjá að koma eigi til móts við þá sem þurfa um þennan langa veg, þvert á móti. Það er stórundarlegt að ekki sé hugað að því að Sjúkrahúsið á Akureyri verði jafnsett Sjúkrahúsinu í Reykjavík. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna í boði Sjálfstæðisflokksins. En svar ríkisstjórnarinnar er að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu til að friða fólkið úti á landi, svo hægt sé að segja að verið sé að veita öllum sömu þjónustu. Þannig er íbúum þessa lands mismunað. Og til að toppa allt saman þá boðaði heilbrigðisráðherra svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fyrir nokkrum mánuðum. Það er engin ástæða fyrir því að viðhalda þessu ástandi þegar við höfum kost á að grípa til aðgerða og bæta það. Semja þarf til lengri tíma nú þegar við alla þá sem hafa hingað til veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Það kom skýrt fram í könnun BSRB frá því í maí í ár að um helmingur Íslendinga vill frekar að heilbrigðiskerfið samanstandi að blönduðu kerfi, valmöguleikar þurfa því að vera fyrir hendi. Lykilatriðið er að allir hafi jafnan aðgang að gæðaþjónustu og að þeir sem veita þjónustuna geti vitað að hverju þeir ganga. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar