Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum varð slysið í Troia í nágrenni Lissabon þar sem Ballack á hús.
Emilio er næstelsti sonur Ballacks og fyrrverandi eiginkonu hans, Simone Lambe.
Ballack lagði skóna á hilluna 2012 eftir farsælan feril. Hann varð þýskur meistari með Kaiserslautern og Bayern München og Englands- og bikarmeistari með Chelsea.
Ballack, sem er 44 ára, lék 98 landsleiki fyrir Þýskaland og skorað 44 mörk.