Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 19:01 Stefnt er að því að hefja hefðbundið skólastarf án takmarkana á öllum skólastigum í haust. Vísir/Egill Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. „Kennarar eru núna að fara aftur í bólusetningu og við fylgjumst mjög náið með stöðunni. Það er ekkert sem bendir til að takmarkanir verði á skólahaldi í haust,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þetta eigi við um öll skólastig og það sé ekki forsenda að unglingar hafi verið bólusettir. En miðað við stöðuna almennt núna og hversu margir eru að greinast utan sóttkvíar, er þá ekki líklegt að skólastarf raskist verulega? „Við verðum að taka á því þegar að því kemur,“ segir Lilja. Allsherjar og menntamálanefnd Alþingis hefur að beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, boðað menntamálaráðherra á sinn fund til þess að fara yfir stöðuna. Hún fagnar því að stefnt sé að eðlilegu skólastarfi en segir ýmsu ósvarað um hvort svo geti orðið. „Ég trúi ekki öðru en að það hafi verið unnið að því markvisst í menntamálaráðuneytinu í sumar að undirbúa hvernig eigi að ná því markmiði. Núna heyrir maður til dæmis talað um að æskilegt sé að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára og forsætisráðherra talar um að núna eigi að meta kosti og galla þess. Það er auðvitað ansi seint,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/ArnarHalldórs Formaður Kennarasambands Íslands vonar að þetta gangi upp. „Það er alveg orðið tímabært að setja skólana í forgang og miða aðgerðir að því að nám geti farið fram með sem eðlilegustum hætti,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður. Skynjaru einhverjar áhyggjur hjá kennurum yfir þessu? „Jú, það eru fullt af áhyggjum en ég skynja líka mjög sterka löngun til þess að geta haldið úti venjulegu skólastarfi.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
„Kennarar eru núna að fara aftur í bólusetningu og við fylgjumst mjög náið með stöðunni. Það er ekkert sem bendir til að takmarkanir verði á skólahaldi í haust,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þetta eigi við um öll skólastig og það sé ekki forsenda að unglingar hafi verið bólusettir. En miðað við stöðuna almennt núna og hversu margir eru að greinast utan sóttkvíar, er þá ekki líklegt að skólastarf raskist verulega? „Við verðum að taka á því þegar að því kemur,“ segir Lilja. Allsherjar og menntamálanefnd Alþingis hefur að beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, boðað menntamálaráðherra á sinn fund til þess að fara yfir stöðuna. Hún fagnar því að stefnt sé að eðlilegu skólastarfi en segir ýmsu ósvarað um hvort svo geti orðið. „Ég trúi ekki öðru en að það hafi verið unnið að því markvisst í menntamálaráðuneytinu í sumar að undirbúa hvernig eigi að ná því markmiði. Núna heyrir maður til dæmis talað um að æskilegt sé að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára og forsætisráðherra talar um að núna eigi að meta kosti og galla þess. Það er auðvitað ansi seint,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/ArnarHalldórs Formaður Kennarasambands Íslands vonar að þetta gangi upp. „Það er alveg orðið tímabært að setja skólana í forgang og miða aðgerðir að því að nám geti farið fram með sem eðlilegustum hætti,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður. Skynjaru einhverjar áhyggjur hjá kennurum yfir þessu? „Jú, það eru fullt af áhyggjum en ég skynja líka mjög sterka löngun til þess að geta haldið úti venjulegu skólastarfi.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira