Anníe Mist sagði frá símtali við Katrínu Tönju sem breytti svo miklu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 11:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir faðmar hér Anníe Mist Þórisdóttir eftir að sú síðarnefnda hafði tryggt sér bronsið. Skjámynd/Youtube Anníe Mist Þórisdóttir missti ömmu sína á meðan heimsleikunum í CrossFit stóð og hún naut stuðnings löndu sinnar og vinkonu Katrínu Tönju Davíðsdóttir þá sem og í aðdraganda heimsleikanna Anníe Mist endaði sjö sætum á undan Katrínu Tönju á heimsleikunum í CrossFit í ár en aðeins mánuði fyrir heimsleikana var útlitið ekki svo bjart hjá þriðji hraustu CrossFit konu heims í ár. Katrín Tanja undirbjó sig hinum megin við Atlantshafið og hún og Anníe Mist æfðu ekkert saman. Þær þekkjast gríðarlega vel og Katrín Tanja spilaði á endanum mikilvægt hlutverk í undirbúningi Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Eftir síðustu greinina mátti sjá innilegt faðmlag hjá Anníe og Katrínu eftir að Anníe hafði tryggt sér bronsið. Anníe var spurð út í það hversu miklu máli það skipti hana að hafa svona góða vinkonu og samlanda á gólfinu með sér. Anníe sagði þá frá mikilvægu símtali við Katrínu Tönju þegar stutt var í heimsleikana og æfingarnar voru ekki að ganga nógu vel heima á Íslandi. „Það er svo mikilvægt að hafa hana hér og ekki síst á þessu ári. Mánuði fyrir leikana þá sendi ég henni skilboð og spurði hvort að það væri einhver möguleiki fyrir okkur að tala saman af því ég ætti erfitt,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu út á gólfi eftir lokagreinina. „Eftir símtalið þá sendi hún mér nokkrar æfingar sem hún var að gera sem og tímana þannig að ég gæti séð að ég væri yfir höfuð samkeppnishæf. Þannig gat ég farið að trúa á mig aftur,“ sagði Anníe. „Þetta var sérstaklega erfið helgi af því að amma mín dó á föstudaginn. Katrín hefur gengið í gegnum það sama og keppt. Það skipti öllu máli að hafa hana hér,“ sagði Anníe. „Fyrirgefið mér að ég sé að gráta því ég er rosalega ánægð,“ sagði Anníe síðan í lok viðtalsins í útsendingu CrossFit samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá viðtali við Anníe Mist út á gólfi eftir keppnina. CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Anníe Mist endaði sjö sætum á undan Katrínu Tönju á heimsleikunum í CrossFit í ár en aðeins mánuði fyrir heimsleikana var útlitið ekki svo bjart hjá þriðji hraustu CrossFit konu heims í ár. Katrín Tanja undirbjó sig hinum megin við Atlantshafið og hún og Anníe Mist æfðu ekkert saman. Þær þekkjast gríðarlega vel og Katrín Tanja spilaði á endanum mikilvægt hlutverk í undirbúningi Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Eftir síðustu greinina mátti sjá innilegt faðmlag hjá Anníe og Katrínu eftir að Anníe hafði tryggt sér bronsið. Anníe var spurð út í það hversu miklu máli það skipti hana að hafa svona góða vinkonu og samlanda á gólfinu með sér. Anníe sagði þá frá mikilvægu símtali við Katrínu Tönju þegar stutt var í heimsleikana og æfingarnar voru ekki að ganga nógu vel heima á Íslandi. „Það er svo mikilvægt að hafa hana hér og ekki síst á þessu ári. Mánuði fyrir leikana þá sendi ég henni skilboð og spurði hvort að það væri einhver möguleiki fyrir okkur að tala saman af því ég ætti erfitt,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu út á gólfi eftir lokagreinina. „Eftir símtalið þá sendi hún mér nokkrar æfingar sem hún var að gera sem og tímana þannig að ég gæti séð að ég væri yfir höfuð samkeppnishæf. Þannig gat ég farið að trúa á mig aftur,“ sagði Anníe. „Þetta var sérstaklega erfið helgi af því að amma mín dó á föstudaginn. Katrín hefur gengið í gegnum það sama og keppt. Það skipti öllu máli að hafa hana hér,“ sagði Anníe. „Fyrirgefið mér að ég sé að gráta því ég er rosalega ánægð,“ sagði Anníe síðan í lok viðtalsins í útsendingu CrossFit samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá viðtali við Anníe Mist út á gólfi eftir keppnina.
CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira