Anníe Mist sagði frá símtali við Katrínu Tönju sem breytti svo miklu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 11:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir faðmar hér Anníe Mist Þórisdóttir eftir að sú síðarnefnda hafði tryggt sér bronsið. Skjámynd/Youtube Anníe Mist Þórisdóttir missti ömmu sína á meðan heimsleikunum í CrossFit stóð og hún naut stuðnings löndu sinnar og vinkonu Katrínu Tönju Davíðsdóttir þá sem og í aðdraganda heimsleikanna Anníe Mist endaði sjö sætum á undan Katrínu Tönju á heimsleikunum í CrossFit í ár en aðeins mánuði fyrir heimsleikana var útlitið ekki svo bjart hjá þriðji hraustu CrossFit konu heims í ár. Katrín Tanja undirbjó sig hinum megin við Atlantshafið og hún og Anníe Mist æfðu ekkert saman. Þær þekkjast gríðarlega vel og Katrín Tanja spilaði á endanum mikilvægt hlutverk í undirbúningi Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Eftir síðustu greinina mátti sjá innilegt faðmlag hjá Anníe og Katrínu eftir að Anníe hafði tryggt sér bronsið. Anníe var spurð út í það hversu miklu máli það skipti hana að hafa svona góða vinkonu og samlanda á gólfinu með sér. Anníe sagði þá frá mikilvægu símtali við Katrínu Tönju þegar stutt var í heimsleikana og æfingarnar voru ekki að ganga nógu vel heima á Íslandi. „Það er svo mikilvægt að hafa hana hér og ekki síst á þessu ári. Mánuði fyrir leikana þá sendi ég henni skilboð og spurði hvort að það væri einhver möguleiki fyrir okkur að tala saman af því ég ætti erfitt,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu út á gólfi eftir lokagreinina. „Eftir símtalið þá sendi hún mér nokkrar æfingar sem hún var að gera sem og tímana þannig að ég gæti séð að ég væri yfir höfuð samkeppnishæf. Þannig gat ég farið að trúa á mig aftur,“ sagði Anníe. „Þetta var sérstaklega erfið helgi af því að amma mín dó á föstudaginn. Katrín hefur gengið í gegnum það sama og keppt. Það skipti öllu máli að hafa hana hér,“ sagði Anníe. „Fyrirgefið mér að ég sé að gráta því ég er rosalega ánægð,“ sagði Anníe síðan í lok viðtalsins í útsendingu CrossFit samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá viðtali við Anníe Mist út á gólfi eftir keppnina. CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira
Anníe Mist endaði sjö sætum á undan Katrínu Tönju á heimsleikunum í CrossFit í ár en aðeins mánuði fyrir heimsleikana var útlitið ekki svo bjart hjá þriðji hraustu CrossFit konu heims í ár. Katrín Tanja undirbjó sig hinum megin við Atlantshafið og hún og Anníe Mist æfðu ekkert saman. Þær þekkjast gríðarlega vel og Katrín Tanja spilaði á endanum mikilvægt hlutverk í undirbúningi Anníe. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Eftir síðustu greinina mátti sjá innilegt faðmlag hjá Anníe og Katrínu eftir að Anníe hafði tryggt sér bronsið. Anníe var spurð út í það hversu miklu máli það skipti hana að hafa svona góða vinkonu og samlanda á gólfinu með sér. Anníe sagði þá frá mikilvægu símtali við Katrínu Tönju þegar stutt var í heimsleikana og æfingarnar voru ekki að ganga nógu vel heima á Íslandi. „Það er svo mikilvægt að hafa hana hér og ekki síst á þessu ári. Mánuði fyrir leikana þá sendi ég henni skilboð og spurði hvort að það væri einhver möguleiki fyrir okkur að tala saman af því ég ætti erfitt,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu út á gólfi eftir lokagreinina. „Eftir símtalið þá sendi hún mér nokkrar æfingar sem hún var að gera sem og tímana þannig að ég gæti séð að ég væri yfir höfuð samkeppnishæf. Þannig gat ég farið að trúa á mig aftur,“ sagði Anníe. „Þetta var sérstaklega erfið helgi af því að amma mín dó á föstudaginn. Katrín hefur gengið í gegnum það sama og keppt. Það skipti öllu máli að hafa hana hér,“ sagði Anníe. „Fyrirgefið mér að ég sé að gráta því ég er rosalega ánægð,“ sagði Anníe síðan í lok viðtalsins í útsendingu CrossFit samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá viðtali við Anníe Mist út á gólfi eftir keppnina.
CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira