Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2021 15:00 Hvítu tjöldin voru sett upp í ár og hér stendur Svava Kristín fyrir framan eitt þeirra. Tjöldin eru aftur á móti ekki í Herjólfsdal heldur úti í garði hjá Eyjamönnum. Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. „Við reynum að gera það besta úr stöðunni. Við höfum gaman í litlum hópum í nær öllum görðum eyjunnar,“ segir Svava Kristín Gretarsdóttir, íþróttafréttamaður fréttastofu og Eyjamær en hún er að sjálfsögðu stödd í sínum heimabæ yfir verslunarmannahelgina og fréttastofa heyrði í henni hljóðið í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mjög margir settu upp hvítu tjöldin í görðunum sínum. Við höldum Þjóðhátíð þrátt fyrir að vera ekki í Herjólfsdal. Það var setningarkaffi í gær og Þjóðhátíðin formlega sett. Það mátti heyra í flugeldum og svo eru auðvitað lundaveislur, kjötsúpa og annað. Við höldum í allar hefðir.“ Meiri hræðsla í fyrra Annað árið í röð er Þjóðhátíð ekki haldin í Herjólfsdal vegna samkomutakmarkanna. Svava Kristín segir þó meiri stemningu ríkja nú en í fyrra. „Í fyrra var meiri hræðsla. Við vissum ekki alveg hvað við værum að glíma við og bjuggumst bara við að fá okkar Þjóðhátíð á næsta ári. En núna erum við að missa Þjóðhátíð aftur og reynum bara að gera það besta úr þessu. En við fylgjum öllum reglum að sjálfsögðu. Það tekur enginn garður tvö hundruð manns þannig að þetta eru 50-60 manna hópar að skemmta sér saman.“ Svava viðurkennir þó að auðvitað ríki sorg hjá Eyjamönnum enda vilji þeir helst halda Þjóðhátíð í dalnum þar sem allir geta verið saman. Ljúfir endurfundir eru þó huggun harmi gegn. Eyjamenn hafa verið að koma „heim“ síðustu daga auk fjölmargra gesta. „Og það er bara geggjað. Við fögnum því að fá sem flesta og ég vona að það komi enn fleiri í dag og njóti þess að vera í Eyjum. Það er svo mikið líf og geggjað veður og stemning alls staðar!“ Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira
„Við reynum að gera það besta úr stöðunni. Við höfum gaman í litlum hópum í nær öllum görðum eyjunnar,“ segir Svava Kristín Gretarsdóttir, íþróttafréttamaður fréttastofu og Eyjamær en hún er að sjálfsögðu stödd í sínum heimabæ yfir verslunarmannahelgina og fréttastofa heyrði í henni hljóðið í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mjög margir settu upp hvítu tjöldin í görðunum sínum. Við höldum Þjóðhátíð þrátt fyrir að vera ekki í Herjólfsdal. Það var setningarkaffi í gær og Þjóðhátíðin formlega sett. Það mátti heyra í flugeldum og svo eru auðvitað lundaveislur, kjötsúpa og annað. Við höldum í allar hefðir.“ Meiri hræðsla í fyrra Annað árið í röð er Þjóðhátíð ekki haldin í Herjólfsdal vegna samkomutakmarkanna. Svava Kristín segir þó meiri stemningu ríkja nú en í fyrra. „Í fyrra var meiri hræðsla. Við vissum ekki alveg hvað við værum að glíma við og bjuggumst bara við að fá okkar Þjóðhátíð á næsta ári. En núna erum við að missa Þjóðhátíð aftur og reynum bara að gera það besta úr þessu. En við fylgjum öllum reglum að sjálfsögðu. Það tekur enginn garður tvö hundruð manns þannig að þetta eru 50-60 manna hópar að skemmta sér saman.“ Svava viðurkennir þó að auðvitað ríki sorg hjá Eyjamönnum enda vilji þeir helst halda Þjóðhátíð í dalnum þar sem allir geta verið saman. Ljúfir endurfundir eru þó huggun harmi gegn. Eyjamenn hafa verið að koma „heim“ síðustu daga auk fjölmargra gesta. „Og það er bara geggjað. Við fögnum því að fá sem flesta og ég vona að það komi enn fleiri í dag og njóti þess að vera í Eyjum. Það er svo mikið líf og geggjað veður og stemning alls staðar!“
Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira