Sofa í bílnum með Covid-19 Snorri Másson skrifar 30. júlí 2021 18:41 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Stöð 2/Egill Dæmi eru um að Covid-sjúklingar hafi neyðst til þess að sofa í bílum sínum undanfarna daga vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Farsóttarhús í Reykjavík eru yfirfull. Langstærsta farsóttarhótel sem íslenska ríkið er með í notkun er fullt af óbólusettum ferðamönnum í sóttkví. Rauði krossinn vill fá þá á venjuleg hótel, svo að hægt sé að koma fólki í einangrun í viðunandi aðstæðum. Farsóttarhúsin hafa þurft að vísa Covid-sjúkum Íslendingum frá sem eiga bókstaflega í engin önnur hús að venda. „Ég veit um tvö dæmi þess að fólk þurfti að sofa út í bíl í nótt,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna. Skýtur það skökku við? „Það gerir það óneitanlega, en þetta er mál sem við þurfum að leysa.“ Fosshótel í Reykjavík er stærsta farsóttarhúsið hér á landi. Vísir/Egill Það gæti orðið bót í máli fyrir farsóttarhúsin að sóttvarnalæknir hefur stytt einangrunartíma hraustra Covid-sjúklinga úr tveimur vikum niður í 10 daga, að því gefnu að þeir hafi verið einkennalausir í þrjá daga. Það breytir því þó ekki að farsóttarhúsin þurfa pláss. Þegar eru 250 í einangrun í farsóttarhúsi eftir innanlandssmit og 40 í sóttkví vegna slíkrar útsetningar. Á móti eru 170 herbergi tekin undir, sem eru þar óbólusettir í sóttkví eftir komuna til landsins. „Ef að þeir gætu verið annars staðar væri málið leyst,“ segir Gylfi. Álagið á sjúkrahúsinu er enn nokkuð, meðal annars vegna sumarleyfa. Enn meira er það á smitrakningarteyminu þessa stundina eftir að fréttir bárust af styttri einangrunartíma: Fólk vill vita hvort það er sloppið úr einangruninni. Í gær greindust að minnsta kosti 112 með veiruna og fyrirséð er að smitum fjölgar enn á næstu dögum. Krabbameinsdeild Landspítalans slapp með skrekkinn í dag þegar í ljós kom að jákvæð niðurstaða sjúklings úr Covid-sýnatöku reyndist fölsk, og sjúklingurinn veirufrír. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. 28. júlí 2021 11:50 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Langstærsta farsóttarhótel sem íslenska ríkið er með í notkun er fullt af óbólusettum ferðamönnum í sóttkví. Rauði krossinn vill fá þá á venjuleg hótel, svo að hægt sé að koma fólki í einangrun í viðunandi aðstæðum. Farsóttarhúsin hafa þurft að vísa Covid-sjúkum Íslendingum frá sem eiga bókstaflega í engin önnur hús að venda. „Ég veit um tvö dæmi þess að fólk þurfti að sofa út í bíl í nótt,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna. Skýtur það skökku við? „Það gerir það óneitanlega, en þetta er mál sem við þurfum að leysa.“ Fosshótel í Reykjavík er stærsta farsóttarhúsið hér á landi. Vísir/Egill Það gæti orðið bót í máli fyrir farsóttarhúsin að sóttvarnalæknir hefur stytt einangrunartíma hraustra Covid-sjúklinga úr tveimur vikum niður í 10 daga, að því gefnu að þeir hafi verið einkennalausir í þrjá daga. Það breytir því þó ekki að farsóttarhúsin þurfa pláss. Þegar eru 250 í einangrun í farsóttarhúsi eftir innanlandssmit og 40 í sóttkví vegna slíkrar útsetningar. Á móti eru 170 herbergi tekin undir, sem eru þar óbólusettir í sóttkví eftir komuna til landsins. „Ef að þeir gætu verið annars staðar væri málið leyst,“ segir Gylfi. Álagið á sjúkrahúsinu er enn nokkuð, meðal annars vegna sumarleyfa. Enn meira er það á smitrakningarteyminu þessa stundina eftir að fréttir bárust af styttri einangrunartíma: Fólk vill vita hvort það er sloppið úr einangruninni. Í gær greindust að minnsta kosti 112 með veiruna og fyrirséð er að smitum fjölgar enn á næstu dögum. Krabbameinsdeild Landspítalans slapp með skrekkinn í dag þegar í ljós kom að jákvæð niðurstaða sjúklings úr Covid-sýnatöku reyndist fölsk, og sjúklingurinn veirufrír.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. 28. júlí 2021 11:50 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20
„Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. 28. júlí 2021 11:50
Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04