Sest í helgan stein eftir áttundu Ólympíuleikana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 20:58 Hér má annar svegar sjá Chusovitinu að lokinni keppni í Tókýó í vikunni og hins vegar á Friðarleikunum í Seattle í Bandaríkjunum árið 1990, þegar hún keppti fyrir Sovétríkin. Vísir/Getty Fimleikakonan Oksana Chusovitina er sest í helgan stein eftir nær fjögurra áratuga feril. Chusovitina keppti á sínum áttundu og síðustu Ólympíuleikum, í Tókýó í Japan, en hún hefur keppt á hverjum einustu leikum frá árinu 1992 þegar leikarnir fóru fram í Barcelona. Það eru ekki margir fimleikamenn sem geta stært sig af svo löngum ferli, enda er íþróttin þekkt fyrir hve ungir keppendur eru. Flestir tala um að sé fimleikafólk komið yfir miðjan þrítugsaldur sé það í raun orðið háaldrað í íþróttinni. En ekki Chusovitina, sem er í dag 46 ára gömul. Chusovitina er elsta fimleikakonan sem keppt hefur á Ólympíuleikunum. Elsta fimleikakona allra tíma, sem keppt hefur á Ólympíuleikunum. Það hlýtur að teljast afrek. Nær fjögurra áratuga ferill að lokum kominn Chusovitina fæddist þann 19. júní árið 1975 í borginni Bukhara í Úsbekistan. Hún fór að æfa fimleika árið 1982, þá sjö ára gömul, og sigraði sitt fyrsta stórmót árið 1988, þá þrettán ára. Á þeim tíma var Úsbekistan hluti af Sovétríkjunum og lék hún lykilhlutverk í landsliði Sovétríkjanna. Á meðan hún keppti fyrir Sovétríkin sópaði hún til sín verðlaunum og keppti fyrir Sameinaða liðið (e. Unified team) á Ólympíuleikunum 1992. Liðið var íþróttalið ríkjanna sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum sem árið 1992 voru fallin. Oksana Chusovitina 1992 Olympics floor. This is Oksana Chusovitina 8th Olympics!! No words to describe how impressive that is. Forever an icon. Wishing Oksana the best of luck! I m so excited to watch. pic.twitter.com/bif8O8ZTna— Alexandra Raisman (@Aly_Raisman) July 24, 2021 Hélt áfram að keppa til að tryggja syninum læknisþjónustu Eftir það sneri hún aftur til Úsbekistan og keppti fyrir ríkið til ársins 2005. Á þeim tólf árum sem hún keppti fyrir liðið steig hún meira en sjötíu sinnum á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum. Árið 2002 flutti Chusovitina til Þýskalands með eiginmanni sínum Bakhodir Kurbanov, samlanda sínum og Ólympíufara í glímu, og syni þeirra Alisher. Alisher hafði stuttu áður greinst með hvítblæði, aðeins þriggja ára gamall, og flutti fjölskyldan til Þýskalands til að drengurinn gæti fengið almennilega læknisþjónustu. Hér má sjá Chusovitinu knúsa þjálfarann sinn að lokinni keppni í Tókýó þann 25. júlí síðtastliðinn.Getty/Laurence Griffiths Til þess að tryggja drengnum læknismeðferð hélt Chusovitina áfram að keppa en hún gat ekki keppt fyrir Þýska landsliðið fyrr en árið 2006 þegar hún hafði loks fengið ríkisborgararétt. Á meðan keppti hún fyrir Úsbekistan á stórmótum, þar á meðal á Ólympíuleikunum 1996, 2000 og 2004. Hún keppti svo fyrir Þýska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og á leikunum í Lundúnum árið 2012 en sneri aftur til heimalandsliðsins árið 2013. Hún keppti þá fyrir Úsbekistan á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og nú í Tókýó árið 2021. Lófatak og tár Chusovitina er eins og við má búast goðsagnakennd fimleikakona, enda hefur hún tryggt sér ákveðna sérstöðu í greininni. Fimm erfiðar æfingar eru nefndar eftir henni og er hún sú fimleikakona sem bestu íþróttamenn í greininni vilja ná mynd af sér með á stórmótum. 46 years old and in Eighth and final Olympic games.Oksana Chusovitina bows out a legend and surrounded by a new generation of legends.#Tokyo2020 #Olympics #ArtisticGymnastics pic.twitter.com/sw35fkiQC9— #OlympicsEternal (@OlympicsEternal) July 25, 2021 Hún lauk glæstum ferli sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó, á sunnudaginn, með því að keppa í stökki og tók hún eina og hálfa skrúfu af hestinum. Að lokinni æfingunni stóðu allir í salnum upp fyrir henni og klöppuðu. Stundin var tilfinningaþrungin og mátti sjá tár á hvarmi hjá íþróttastjörnunni. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Fréttaskýringar Sovétríkin Þýskaland Úsbekistan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Sjá meira
Það eru ekki margir fimleikamenn sem geta stært sig af svo löngum ferli, enda er íþróttin þekkt fyrir hve ungir keppendur eru. Flestir tala um að sé fimleikafólk komið yfir miðjan þrítugsaldur sé það í raun orðið háaldrað í íþróttinni. En ekki Chusovitina, sem er í dag 46 ára gömul. Chusovitina er elsta fimleikakonan sem keppt hefur á Ólympíuleikunum. Elsta fimleikakona allra tíma, sem keppt hefur á Ólympíuleikunum. Það hlýtur að teljast afrek. Nær fjögurra áratuga ferill að lokum kominn Chusovitina fæddist þann 19. júní árið 1975 í borginni Bukhara í Úsbekistan. Hún fór að æfa fimleika árið 1982, þá sjö ára gömul, og sigraði sitt fyrsta stórmót árið 1988, þá þrettán ára. Á þeim tíma var Úsbekistan hluti af Sovétríkjunum og lék hún lykilhlutverk í landsliði Sovétríkjanna. Á meðan hún keppti fyrir Sovétríkin sópaði hún til sín verðlaunum og keppti fyrir Sameinaða liðið (e. Unified team) á Ólympíuleikunum 1992. Liðið var íþróttalið ríkjanna sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum sem árið 1992 voru fallin. Oksana Chusovitina 1992 Olympics floor. This is Oksana Chusovitina 8th Olympics!! No words to describe how impressive that is. Forever an icon. Wishing Oksana the best of luck! I m so excited to watch. pic.twitter.com/bif8O8ZTna— Alexandra Raisman (@Aly_Raisman) July 24, 2021 Hélt áfram að keppa til að tryggja syninum læknisþjónustu Eftir það sneri hún aftur til Úsbekistan og keppti fyrir ríkið til ársins 2005. Á þeim tólf árum sem hún keppti fyrir liðið steig hún meira en sjötíu sinnum á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum. Árið 2002 flutti Chusovitina til Þýskalands með eiginmanni sínum Bakhodir Kurbanov, samlanda sínum og Ólympíufara í glímu, og syni þeirra Alisher. Alisher hafði stuttu áður greinst með hvítblæði, aðeins þriggja ára gamall, og flutti fjölskyldan til Þýskalands til að drengurinn gæti fengið almennilega læknisþjónustu. Hér má sjá Chusovitinu knúsa þjálfarann sinn að lokinni keppni í Tókýó þann 25. júlí síðtastliðinn.Getty/Laurence Griffiths Til þess að tryggja drengnum læknismeðferð hélt Chusovitina áfram að keppa en hún gat ekki keppt fyrir Þýska landsliðið fyrr en árið 2006 þegar hún hafði loks fengið ríkisborgararétt. Á meðan keppti hún fyrir Úsbekistan á stórmótum, þar á meðal á Ólympíuleikunum 1996, 2000 og 2004. Hún keppti svo fyrir Þýska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og á leikunum í Lundúnum árið 2012 en sneri aftur til heimalandsliðsins árið 2013. Hún keppti þá fyrir Úsbekistan á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og nú í Tókýó árið 2021. Lófatak og tár Chusovitina er eins og við má búast goðsagnakennd fimleikakona, enda hefur hún tryggt sér ákveðna sérstöðu í greininni. Fimm erfiðar æfingar eru nefndar eftir henni og er hún sú fimleikakona sem bestu íþróttamenn í greininni vilja ná mynd af sér með á stórmótum. 46 years old and in Eighth and final Olympic games.Oksana Chusovitina bows out a legend and surrounded by a new generation of legends.#Tokyo2020 #Olympics #ArtisticGymnastics pic.twitter.com/sw35fkiQC9— #OlympicsEternal (@OlympicsEternal) July 25, 2021 Hún lauk glæstum ferli sínum á Ólympíuleikunum í Tókýó, á sunnudaginn, með því að keppa í stökki og tók hún eina og hálfa skrúfu af hestinum. Að lokinni æfingunni stóðu allir í salnum upp fyrir henni og klöppuðu. Stundin var tilfinningaþrungin og mátti sjá tár á hvarmi hjá íþróttastjörnunni.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fimleikar Fréttaskýringar Sovétríkin Þýskaland Úsbekistan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Sjá meira