Phelps styður Biles: Í lagi að vera ekki í lagi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 11:30 Simone Biles og stöllur hennar í bandaríska liðinu urðu að sætta sig við silfur í liðakeppninni í gær. getty/Mustafa Yalcin Sigursælasti keppandi í sögu Ólympíuleikanna, Michael Phelps, styður ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles um að draga sig úr keppni í úrslitum fjölþrautarinnar á leikunum í Tókýó. Biles dró sig úr leik eftir eina grein í liðakeppninni í gær vegna andlegs álags. Hún hefur nú ákveðið að draga sig úr keppni í fjölþrautinni sem fer fram á morgun. Ekki er útilokað að hún keppi í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Phelps, sem vann 23 Ólympíugull í sundi á sínum tíma, segist skilja ákvörðun Biles. „Ólympíuleikarnir eru yfirþyrmandi. Það eru miklar tilfinningar í spilunum og þetta kramdi hjartað í mér. En ef þú horfir á þetta, margir hafa rætt um andlega heilsu undanfarna átján mánuði,“ sagði Phelps. Fyrir nokkrum árum greindi Phelps frá glímu sinni við þunglyndi og að hann hafi íhugað sjálfsmorð eftir Ólympíuleikana 2012. „Við erum mennsk, ekki satt? Enginn er fullkominn og það er í lagi að vera ekki í lagi. Það er í lagi að fara upp og niður og vera í andlegum rússíbana. Það mikilvægasta er samt að við þurfum öll að biðja um hjálp þegar við göngum í gegnum svona erfiðleika. Það var mjög krefjandi fyrir mig. Mér reyndist erfitt að biðja um hjálp. Eins og Simone sagði fannst mér ég vera með heiminn á herðunum. Þetta er erfið staða,“ sagði Phelps. Michael Phelps vann 28 verðlaun á Ólympíuleikum, þar af 23 gull.getty/Adam Pretty „Við þurfum einhvern sem við getum treyst. Einhvern sem getur leyft okkur að vera við sjálf og hlustað. Leyft okkur að vera varnarlaus. Einhver sem ætlar ekki að reyna að laga okkur. Við berum þungar byrðar sem er krefjandi, sérstaklega þegar kastljósið beinist að okkur og væntingarnar eru miklar.“ Phelps vonast til að skrefið sem Biles hjálpi öðru íþróttafólki og opni umræðuna um andlega heilsu enn frekar. „Vonandi er þetta tækifæri fyrir okkur að stökkva um borð og opna þetta enn meira. Þetta er svo miklu stærra en okkur grunar. Þegar ég hóf þessa vegferð fyrir fimm árum vissi ég að þetta væri stórt og krefjandi. Fimm árum síðar er þetta enn stærra en mig óraði fyrir. Svo þetta tekur langan tíma, útheimtir mikla vinnu og fólk er tilbúið að hjálpa. Ef við hugum ekki að bæði andlegri og líkamlegri heilsu hvernig eigum við að vera hundrað prósent?“ sagði Phelps. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Sjá meira
Biles dró sig úr leik eftir eina grein í liðakeppninni í gær vegna andlegs álags. Hún hefur nú ákveðið að draga sig úr keppni í fjölþrautinni sem fer fram á morgun. Ekki er útilokað að hún keppi í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Phelps, sem vann 23 Ólympíugull í sundi á sínum tíma, segist skilja ákvörðun Biles. „Ólympíuleikarnir eru yfirþyrmandi. Það eru miklar tilfinningar í spilunum og þetta kramdi hjartað í mér. En ef þú horfir á þetta, margir hafa rætt um andlega heilsu undanfarna átján mánuði,“ sagði Phelps. Fyrir nokkrum árum greindi Phelps frá glímu sinni við þunglyndi og að hann hafi íhugað sjálfsmorð eftir Ólympíuleikana 2012. „Við erum mennsk, ekki satt? Enginn er fullkominn og það er í lagi að vera ekki í lagi. Það er í lagi að fara upp og niður og vera í andlegum rússíbana. Það mikilvægasta er samt að við þurfum öll að biðja um hjálp þegar við göngum í gegnum svona erfiðleika. Það var mjög krefjandi fyrir mig. Mér reyndist erfitt að biðja um hjálp. Eins og Simone sagði fannst mér ég vera með heiminn á herðunum. Þetta er erfið staða,“ sagði Phelps. Michael Phelps vann 28 verðlaun á Ólympíuleikum, þar af 23 gull.getty/Adam Pretty „Við þurfum einhvern sem við getum treyst. Einhvern sem getur leyft okkur að vera við sjálf og hlustað. Leyft okkur að vera varnarlaus. Einhver sem ætlar ekki að reyna að laga okkur. Við berum þungar byrðar sem er krefjandi, sérstaklega þegar kastljósið beinist að okkur og væntingarnar eru miklar.“ Phelps vonast til að skrefið sem Biles hjálpi öðru íþróttafólki og opni umræðuna um andlega heilsu enn frekar. „Vonandi er þetta tækifæri fyrir okkur að stökkva um borð og opna þetta enn meira. Þetta er svo miklu stærra en okkur grunar. Þegar ég hóf þessa vegferð fyrir fimm árum vissi ég að þetta væri stórt og krefjandi. Fimm árum síðar er þetta enn stærra en mig óraði fyrir. Svo þetta tekur langan tíma, útheimtir mikla vinnu og fólk er tilbúið að hjálpa. Ef við hugum ekki að bæði andlegri og líkamlegri heilsu hvernig eigum við að vera hundrað prósent?“ sagði Phelps.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Sjá meira