Aly Raisman stolt af Simone Biles: Það þurfti hugrekki til að hætta keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 09:31 Simone Biles fylgist með liðsfélögum sínum keppa í gær en hún breytti sér í klappstýru í liðakeppninni eftir að hafa hætt í miðri keppni. AP/Ashley Landis Það hafa miklu fleiri hrósað fimleikakonunni Simone Biles en hafa gagnrýnt hana eftir óvænta atburði gærdagsins. Stóra málið á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær var það þegar ein stærsta íþróttastjarna heims, fimleikakonan Simone Biles, hætti í miðri keppni eftir aðeins eitt mislukkað stökk í liðakeppninni. Biles sagðist hafa hætt keppni til að passa upp á andlega heilsu sína. Biles hefur fengið mikinn stuðning á samfélagsmiðlum og hún fékk líka stuðning frá fyrrum liðsfélaga sínum í bandaríska fimleikalandsliðsins, Aly Raisman. Three-time Olympic gold medalist Aly Raisman says she is proud of her former teammate Simone Biles after she withdrew from Tuesday's gymnastics team final. https://t.co/08UylZg1Ro— USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 28, 2021 Biles og Aly Raisman unnu Ólympíugull saman í liðakeppninni á leikunum í Ríó 2016 en bandaríska liðið náði aðeins í silfur í gær án þátttöku hinnar mögnuðu Biles. „Það var svo mikil pressa á henni. Ég hef aldrei séð aðra eins pressu á fimleikamanni eða jafnvel á íþróttamanni á Ólympíuleikum. Ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta var fyrir hana,“ sagði Aly Raisman í viðtali við ESPN. „Ég er mjög stolt af Simone og hennar ótrúlega hugrekki að stíga fram og segja: Ég ætla ekki að gera þetta í dag,“ sagði Raisman. I just want to remind people that Simone Biles is human, says @Aly_Raisman. Even the best athletes in the world, they have good days and bad days, and I commend her for her bravery and speaking up and doing what s right for the team. pic.twitter.com/lBpAPMOTq0— Christiane Amanpour (@camanpour) July 27, 2021 Raisman var fyrirliði fimleikasveita Bandaríkjanna sem unnu gullverðlaun í liðakeppni í London 2012 og í Ríó 2016. „Hún er ennþá mögnuð fimleikakona. Ég held að hún sé að sýna okkur öllum að það sé virkilega mikilvægt fyrir alla að setja andlega heilsu okkar í forgang,“ sagði Raisman. Simone Biles vildi fyrst ekki gefa það upp í gær hvort hún ætli eða ætli ekki að keppa í fjölþrautinni eða í keppninni á einstökum áhöldum. Það kom síðan í ljós í morgun að hún hefur líka dregið sig úr keppni í fjölþrautinni og hefur væntanlega lokið keppni á þessum Ólympíuleikum. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Stóra málið á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær var það þegar ein stærsta íþróttastjarna heims, fimleikakonan Simone Biles, hætti í miðri keppni eftir aðeins eitt mislukkað stökk í liðakeppninni. Biles sagðist hafa hætt keppni til að passa upp á andlega heilsu sína. Biles hefur fengið mikinn stuðning á samfélagsmiðlum og hún fékk líka stuðning frá fyrrum liðsfélaga sínum í bandaríska fimleikalandsliðsins, Aly Raisman. Three-time Olympic gold medalist Aly Raisman says she is proud of her former teammate Simone Biles after she withdrew from Tuesday's gymnastics team final. https://t.co/08UylZg1Ro— USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 28, 2021 Biles og Aly Raisman unnu Ólympíugull saman í liðakeppninni á leikunum í Ríó 2016 en bandaríska liðið náði aðeins í silfur í gær án þátttöku hinnar mögnuðu Biles. „Það var svo mikil pressa á henni. Ég hef aldrei séð aðra eins pressu á fimleikamanni eða jafnvel á íþróttamanni á Ólympíuleikum. Ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta var fyrir hana,“ sagði Aly Raisman í viðtali við ESPN. „Ég er mjög stolt af Simone og hennar ótrúlega hugrekki að stíga fram og segja: Ég ætla ekki að gera þetta í dag,“ sagði Raisman. I just want to remind people that Simone Biles is human, says @Aly_Raisman. Even the best athletes in the world, they have good days and bad days, and I commend her for her bravery and speaking up and doing what s right for the team. pic.twitter.com/lBpAPMOTq0— Christiane Amanpour (@camanpour) July 27, 2021 Raisman var fyrirliði fimleikasveita Bandaríkjanna sem unnu gullverðlaun í liðakeppni í London 2012 og í Ríó 2016. „Hún er ennþá mögnuð fimleikakona. Ég held að hún sé að sýna okkur öllum að það sé virkilega mikilvægt fyrir alla að setja andlega heilsu okkar í forgang,“ sagði Raisman. Simone Biles vildi fyrst ekki gefa það upp í gær hvort hún ætli eða ætli ekki að keppa í fjölþrautinni eða í keppninni á einstökum áhöldum. Það kom síðan í ljós í morgun að hún hefur líka dregið sig úr keppni í fjölþrautinni og hefur væntanlega lokið keppni á þessum Ólympíuleikum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira