Blöskraði hegðun ökumanna við Múlagöng Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júlí 2021 15:01 Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru um 3.400 metrar að lengd og er að finna milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Wikipedia Commons Slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð biðlar til ökumanna að virða það þegar lokunarslá lokar fyrir umferð um Múlagöngin á milli Eyjafjarðar og Ólafsfjarðar. Í opnu bréfi til ökumanna sem Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð, segist hann hafa orðið vitni að því þegar minnst þrír bílar óku framhjá slá sem lokaði göngunum síðdegis síðastliðinn laugardag. Í bréfinu, sem birt er á vefnum Héðinsfjörður.is, lýsir Vilhelm því hvernig aðkoman var að göngunum Ólafsfjarðarmegin rétt fyrir klukkan fjögur á laugardaginn. „Rautt ljós blikkaði við gangnamunnan og lokunarslá var fyrir hægri akrein. Á upplýsingaskilti við slána stóð: LOKAÐ. SLYS – MENGUN,“ skrifar Vilhelm. Nokkur biðröð var við göngin og segir Vilhelm að útlit hafi verið fyrir að ökumenn hafi þurft að bíða í nokkra stund. Starfs síns vegna grennslaðist hann fyrir um ástæður lokunarinnar og kom í ljós að skömmu áður hafði sjúkrabíll farið í neyðarflutning um göngin, og gleymst hafi að opna þau aftur. Lokunarbúnaðinum er stýrt með rafrænum hætti. Hafði hann samband við lögreglu sem lét opna göngin á nýjan leik. „Þá kemur að því sem mér þótti merkilegast. Á meðan ég beið við gangnamunnan, þá tóku sig þrír bílar úr röðinni og var þeim ekið framhjá lokunarbúnaði og rakleitt í göngin. Eins og flestir vita eru Múlagöng einbreið og ekki hægt um vik að snúa þar við, spurði ég því sjálfan mig: Hvaða erindi á fólk svo brýnt að það sé reiðubúið að fórna sér og sínum með því að aka inn í einbreið göng sem eru merkt lokuð vegna slyss?“ skrifar Vilhelm. Getur gert björgunaraðilum erfitt um vik Í samtali við Vísi segir Vilhelm að sér hafi einfaldlega blöskrað að sjá þessa hegðun ökumanna, enda séu göngin þröng og erfitt að snúa við. Því hafi hann viljað vekja athygli ökumanna á að ástæða væri fyrir því að mikilvægt væri að virða merkingar þar sem fram komið að jargöngunum sé lokað „Að maður tali ekki um ef upp kæmi eldur, þar sem göngin eru klædd að hluta með klæðningu úr plasti sem myndar mjög eitraðan reyk við bruna. Þá er eftir að nefna hversu erfitt yrði fyrir björgunaraðila, slökkvilið og fleiri, að komast að slysstaðnum ef miklum fjölda bíla hefur verið ekið inn þrátt fyrir augljósa lokun. Vil ég því eindregið hvetja alla þá sem leið eiga um jarðgöng, sérstaklega þau einbreiðu, að virða skilyrðislaust merkingar um lokun.“ Pistil Vilhelms má lesa hér. Samgöngur Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Slökkvilið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Í opnu bréfi til ökumanna sem Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð, segist hann hafa orðið vitni að því þegar minnst þrír bílar óku framhjá slá sem lokaði göngunum síðdegis síðastliðinn laugardag. Í bréfinu, sem birt er á vefnum Héðinsfjörður.is, lýsir Vilhelm því hvernig aðkoman var að göngunum Ólafsfjarðarmegin rétt fyrir klukkan fjögur á laugardaginn. „Rautt ljós blikkaði við gangnamunnan og lokunarslá var fyrir hægri akrein. Á upplýsingaskilti við slána stóð: LOKAÐ. SLYS – MENGUN,“ skrifar Vilhelm. Nokkur biðröð var við göngin og segir Vilhelm að útlit hafi verið fyrir að ökumenn hafi þurft að bíða í nokkra stund. Starfs síns vegna grennslaðist hann fyrir um ástæður lokunarinnar og kom í ljós að skömmu áður hafði sjúkrabíll farið í neyðarflutning um göngin, og gleymst hafi að opna þau aftur. Lokunarbúnaðinum er stýrt með rafrænum hætti. Hafði hann samband við lögreglu sem lét opna göngin á nýjan leik. „Þá kemur að því sem mér þótti merkilegast. Á meðan ég beið við gangnamunnan, þá tóku sig þrír bílar úr röðinni og var þeim ekið framhjá lokunarbúnaði og rakleitt í göngin. Eins og flestir vita eru Múlagöng einbreið og ekki hægt um vik að snúa þar við, spurði ég því sjálfan mig: Hvaða erindi á fólk svo brýnt að það sé reiðubúið að fórna sér og sínum með því að aka inn í einbreið göng sem eru merkt lokuð vegna slyss?“ skrifar Vilhelm. Getur gert björgunaraðilum erfitt um vik Í samtali við Vísi segir Vilhelm að sér hafi einfaldlega blöskrað að sjá þessa hegðun ökumanna, enda séu göngin þröng og erfitt að snúa við. Því hafi hann viljað vekja athygli ökumanna á að ástæða væri fyrir því að mikilvægt væri að virða merkingar þar sem fram komið að jargöngunum sé lokað „Að maður tali ekki um ef upp kæmi eldur, þar sem göngin eru klædd að hluta með klæðningu úr plasti sem myndar mjög eitraðan reyk við bruna. Þá er eftir að nefna hversu erfitt yrði fyrir björgunaraðila, slökkvilið og fleiri, að komast að slysstaðnum ef miklum fjölda bíla hefur verið ekið inn þrátt fyrir augljósa lokun. Vil ég því eindregið hvetja alla þá sem leið eiga um jarðgöng, sérstaklega þau einbreiðu, að virða skilyrðislaust merkingar um lokun.“ Pistil Vilhelms má lesa hér.
Samgöngur Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Slökkvilið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira