Blöskraði hegðun ökumanna við Múlagöng Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júlí 2021 15:01 Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru um 3.400 metrar að lengd og er að finna milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Wikipedia Commons Slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð biðlar til ökumanna að virða það þegar lokunarslá lokar fyrir umferð um Múlagöngin á milli Eyjafjarðar og Ólafsfjarðar. Í opnu bréfi til ökumanna sem Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð, segist hann hafa orðið vitni að því þegar minnst þrír bílar óku framhjá slá sem lokaði göngunum síðdegis síðastliðinn laugardag. Í bréfinu, sem birt er á vefnum Héðinsfjörður.is, lýsir Vilhelm því hvernig aðkoman var að göngunum Ólafsfjarðarmegin rétt fyrir klukkan fjögur á laugardaginn. „Rautt ljós blikkaði við gangnamunnan og lokunarslá var fyrir hægri akrein. Á upplýsingaskilti við slána stóð: LOKAÐ. SLYS – MENGUN,“ skrifar Vilhelm. Nokkur biðröð var við göngin og segir Vilhelm að útlit hafi verið fyrir að ökumenn hafi þurft að bíða í nokkra stund. Starfs síns vegna grennslaðist hann fyrir um ástæður lokunarinnar og kom í ljós að skömmu áður hafði sjúkrabíll farið í neyðarflutning um göngin, og gleymst hafi að opna þau aftur. Lokunarbúnaðinum er stýrt með rafrænum hætti. Hafði hann samband við lögreglu sem lét opna göngin á nýjan leik. „Þá kemur að því sem mér þótti merkilegast. Á meðan ég beið við gangnamunnan, þá tóku sig þrír bílar úr röðinni og var þeim ekið framhjá lokunarbúnaði og rakleitt í göngin. Eins og flestir vita eru Múlagöng einbreið og ekki hægt um vik að snúa þar við, spurði ég því sjálfan mig: Hvaða erindi á fólk svo brýnt að það sé reiðubúið að fórna sér og sínum með því að aka inn í einbreið göng sem eru merkt lokuð vegna slyss?“ skrifar Vilhelm. Getur gert björgunaraðilum erfitt um vik Í samtali við Vísi segir Vilhelm að sér hafi einfaldlega blöskrað að sjá þessa hegðun ökumanna, enda séu göngin þröng og erfitt að snúa við. Því hafi hann viljað vekja athygli ökumanna á að ástæða væri fyrir því að mikilvægt væri að virða merkingar þar sem fram komið að jargöngunum sé lokað „Að maður tali ekki um ef upp kæmi eldur, þar sem göngin eru klædd að hluta með klæðningu úr plasti sem myndar mjög eitraðan reyk við bruna. Þá er eftir að nefna hversu erfitt yrði fyrir björgunaraðila, slökkvilið og fleiri, að komast að slysstaðnum ef miklum fjölda bíla hefur verið ekið inn þrátt fyrir augljósa lokun. Vil ég því eindregið hvetja alla þá sem leið eiga um jarðgöng, sérstaklega þau einbreiðu, að virða skilyrðislaust merkingar um lokun.“ Pistil Vilhelms má lesa hér. Samgöngur Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Slökkvilið Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Í opnu bréfi til ökumanna sem Vilhelm Hallgrímsson, slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð, segist hann hafa orðið vitni að því þegar minnst þrír bílar óku framhjá slá sem lokaði göngunum síðdegis síðastliðinn laugardag. Í bréfinu, sem birt er á vefnum Héðinsfjörður.is, lýsir Vilhelm því hvernig aðkoman var að göngunum Ólafsfjarðarmegin rétt fyrir klukkan fjögur á laugardaginn. „Rautt ljós blikkaði við gangnamunnan og lokunarslá var fyrir hægri akrein. Á upplýsingaskilti við slána stóð: LOKAÐ. SLYS – MENGUN,“ skrifar Vilhelm. Nokkur biðröð var við göngin og segir Vilhelm að útlit hafi verið fyrir að ökumenn hafi þurft að bíða í nokkra stund. Starfs síns vegna grennslaðist hann fyrir um ástæður lokunarinnar og kom í ljós að skömmu áður hafði sjúkrabíll farið í neyðarflutning um göngin, og gleymst hafi að opna þau aftur. Lokunarbúnaðinum er stýrt með rafrænum hætti. Hafði hann samband við lögreglu sem lét opna göngin á nýjan leik. „Þá kemur að því sem mér þótti merkilegast. Á meðan ég beið við gangnamunnan, þá tóku sig þrír bílar úr röðinni og var þeim ekið framhjá lokunarbúnaði og rakleitt í göngin. Eins og flestir vita eru Múlagöng einbreið og ekki hægt um vik að snúa þar við, spurði ég því sjálfan mig: Hvaða erindi á fólk svo brýnt að það sé reiðubúið að fórna sér og sínum með því að aka inn í einbreið göng sem eru merkt lokuð vegna slyss?“ skrifar Vilhelm. Getur gert björgunaraðilum erfitt um vik Í samtali við Vísi segir Vilhelm að sér hafi einfaldlega blöskrað að sjá þessa hegðun ökumanna, enda séu göngin þröng og erfitt að snúa við. Því hafi hann viljað vekja athygli ökumanna á að ástæða væri fyrir því að mikilvægt væri að virða merkingar þar sem fram komið að jargöngunum sé lokað „Að maður tali ekki um ef upp kæmi eldur, þar sem göngin eru klædd að hluta með klæðningu úr plasti sem myndar mjög eitraðan reyk við bruna. Þá er eftir að nefna hversu erfitt yrði fyrir björgunaraðila, slökkvilið og fleiri, að komast að slysstaðnum ef miklum fjölda bíla hefur verið ekið inn þrátt fyrir augljósa lokun. Vil ég því eindregið hvetja alla þá sem leið eiga um jarðgöng, sérstaklega þau einbreiðu, að virða skilyrðislaust merkingar um lokun.“ Pistil Vilhelms má lesa hér.
Samgöngur Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Slökkvilið Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira