Miðflokkurinn vill gera sig kvenlegri Jakob Bjarnar skrifar 26. júlí 2021 15:48 Þingflokkur Miðflokksins. Langan tíma hefur tekið að púsla saman listum fyrir komandi Alþingiskosningar en þar er lagt upp með að þingflokksherbergið minni ekki um of á hrútakofa. Annað kvöld ræðst hvort Karl Gauti Hjaltason verður oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. En fyrir liggur að Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson og Þorsteinn Sæmundsson verða ekki með í komandi baráttu og eru að hætta á þinginu. vísir/vilhelm Unnið er að því að laga ásýnd Miðflokksins í átt að auknu jafnræði kynjanna. Annað kvöld mun liggja fyrir hvort Karl Gauti Hjaltason leiði listann í Suðvesturkjördæmi. Miðflokkurinn er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn með níu þingmenn. Það varð hann eftir að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengu í þingflokkinn eftir að hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klausturmálsins sem skók samfélagið mánuðum saman. Fyrir liggur að Ólafur Ísleifsson mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann sá hvað til síns friðar heyrði og gaf það út að hann myndi ekki gefa kost á sér „til að leysa pattstöðu“. Annað kvöld munu svo örlög Karls Gauta ráðast en þá verður ákvörðun uppstillinganefndar kynnt hvað varðar listann í Kraganum. Karl Gauti sóttist eftir því að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en þar var hann á lista Flokks fólksins síðast. Hins vegar fékk hann ekki haggað Birgi Þórarinssyni sem mun leiða lista Miðflokksins þar en Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Mjólkursamsölunnar situr í öðru sæti. Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson mæta á sinn fyrsta þingflokksfund með Miðflokknum síðla í febrúar 2019. Þeir höfðu áður verið óháðir og þar áður þingmenn Flokks fólksins.vísir/vilhelm Karl Gauti gaf einnig kost á sér sem oddviti í Kraganum, hvar hann býr en í samtali við Vísi segir hann að það hafi tekið langan tíma að púsla saman listum, eða um átta vikur. Og tímabært að þetta fari að liggja fyrir, skammt sé í kosningar og fyrirsjáanlegt að kosningabaráttan verði snörp. En nú sé ekki tímabært að gefa út miklar yfirlýsingar, ekki fyrr en fyrir liggur hvernig listarnir verða. Þau sem hafa einnig gefið sig fram til að leiða þann lista, í Suðvesturkjördæmi, eru Guðmundur Víglundsson atvinnurekandi og Una María Óskarsdóttir varaþingmaður fyrir Gunnar Braga. Kvenvæðing Miðflokksins Miðflokkurinn fór á kjörtímabilinu úr því að vera sjö manna þingflokkur í níu eftir Klausturmálin alræmdu. Fyrir voru kynjahlutföllin 6/1 körlum í vil, þegar þeir Ólafur og Karl Gauti bættust í hópinn voru karlarnir orðnir átta gegn einni konu. Og hefur flokknum verið legið á hálsi að vera kallalegur, svo óformlegt orðalag sé viðhaft. Samkvæmt heimildum Vísis úr herbúðum Miðflokksins er verið að svara kalli tímans, kröfu flokksmanna þess efnis að hlutur kvenna verði aukinn. Og þær fyrirætlanir liggja fyrir að verulegu leyti. Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir lögmaður er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjóla Hrund Björnsdóttur framkvæmdastjóri flokksins ýtti nauðugum viljugum Þorsteini Sæmundssyni alþingismanni út í kuldann í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sjálfur foringinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun sitja í efsta sæti lista í Norðausturkjördæmi og í öðru sæti Anna Kolbrún Árnadóttir, eina konan í þingflokknum, eins og áður var en þar fékk flokkurinn tvo þingmenn eftir síðustu kosningar. Og í Norðvesturkjördæmi eru svo þeir Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson þingmenn í tveimur efstu sætum. Fyrirsjáanlegar verulegar breytingar á þingmannaliðinu Fyrirsjáanlegar eru talsverðar breytingar á þingliði Miðflokksins. Þingmenn flokksins eru: Anna Kolbrún Árnadóttir Bergþór Ólason Birgir Þórarinsson Gunnar Bragi Sveinsson Karl Gauti Hjaltason Ólafur Ísleifsson Sigmundur Davíðsson Sigurður Páll Jónsson Þorsteinn Sæmundsson Fyrir liggur að Gunnar Bragi, Ólafur og Þorsteinn eru að hætta á þingi. Karl Gauti segir mikla eftirsjá af þeim þremur en þar fari öflugir þingmenn. Eins og sjá má á þessum lista Miðflokksins í Reykjavík norður hefur verið lög veruleg áhersla á að kalla konur á lista. En Miðflokkurinn átti reyndar engan þingmann í því kjördæmi eftir síðustu Alþingiskosningar.Miðflokkurinn Og ekki er víst að þessar tilfæringar á listum, sem miða að því að laga þessa ásýnd flokksins, dugi til að lagfæra kynjahallann í þingmannaliðinu. Flokkurinn á tvo Reykjavíkurþingmenn, annan fengu þeir í gegnum Ingu Sæland og Flokk fólksins, annar er Ólafur Ísleifsson. Hinn er Þorsteinn Sæmundsson. Tveir eru þingmenn Suðurkjördæmis, annar eða Karl Gauti er frá Flokki fólksins en hinn Birgir. Bergþór situr fyrir Norðvesturkjördæmi sem og Sigurður Páll. Gunnar Bragi situr fyrir Suðvesturkjördæmi. Ef Karl Gauti fyllir það skarð mun ekki mikið breytast hvað varðar kynjasamsetningu þingmannahópsins. Ef niðurstaðan verður nákvæmlega eins og fyrir fjórum árum kæmi Fjóla kæmi þá inn fyrir Þorstein en óvarlegt er að gera ráð fyrir því að fylgi þeirra fyrrum Flokks fólksins-manna flytjist til Miðflokksins. Og reyndar, ef horft er til nýjustu könnunar sem fyrir liggur um fylgi flokkanna er ekki það kynjahlutfall þingmannahópsins sem er helsta áhyggjuefni Miðflokksmanna. Samkvæmt henni fær Miðflokkurinn aðeins þrjá þingmenn sem yrðu, ef sú könnun gengur eftir, þeir Sigmundur Davíð, Bergþór og Birgir. Það þýðir að kynjahlutfallið færi úr 1/9 eða 11 prósentum í núll. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Átökin komu Fjólu í opna skjöldu „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. 24. júlí 2021 20:32 Ráðherrar riða til falls Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndu falla út af Alþingi ef gengið yrði til kosninga í dag, ef marka má skoðanakönnun sem MMR framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þau leiða í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir sig og formaður Framsóknarflokksins segir ljóst að flokkurinn þurfi að sækja fram í Reykjavík. 23. júlí 2021 21:31 Birgir og Erna leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi með 93 prósentum greiddra atkvæða. Birgir Þórarinsson, þingmaður mun leiða listann í kjördæminu en Erna Bjarnadóttir, sem farið hefur fyrir Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, situr í öðru sæti á listanum. 22. júlí 2021 08:09 Ólafur segist leysa pattstöðu með því að bjóða sig ekki fram Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Ólafur Ísleifsson alþingismaður býður sig ekki fram á listanum, að eigin sögn svo leysa megi pattstöðu sem upp var komin. 19. júlí 2021 22:20 Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16. júlí 2021 06:50 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Miðflokkurinn er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn með níu þingmenn. Það varð hann eftir að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengu í þingflokkinn eftir að hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klausturmálsins sem skók samfélagið mánuðum saman. Fyrir liggur að Ólafur Ísleifsson mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann sá hvað til síns friðar heyrði og gaf það út að hann myndi ekki gefa kost á sér „til að leysa pattstöðu“. Annað kvöld munu svo örlög Karls Gauta ráðast en þá verður ákvörðun uppstillinganefndar kynnt hvað varðar listann í Kraganum. Karl Gauti sóttist eftir því að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en þar var hann á lista Flokks fólksins síðast. Hins vegar fékk hann ekki haggað Birgi Þórarinssyni sem mun leiða lista Miðflokksins þar en Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Mjólkursamsölunnar situr í öðru sæti. Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson mæta á sinn fyrsta þingflokksfund með Miðflokknum síðla í febrúar 2019. Þeir höfðu áður verið óháðir og þar áður þingmenn Flokks fólksins.vísir/vilhelm Karl Gauti gaf einnig kost á sér sem oddviti í Kraganum, hvar hann býr en í samtali við Vísi segir hann að það hafi tekið langan tíma að púsla saman listum, eða um átta vikur. Og tímabært að þetta fari að liggja fyrir, skammt sé í kosningar og fyrirsjáanlegt að kosningabaráttan verði snörp. En nú sé ekki tímabært að gefa út miklar yfirlýsingar, ekki fyrr en fyrir liggur hvernig listarnir verða. Þau sem hafa einnig gefið sig fram til að leiða þann lista, í Suðvesturkjördæmi, eru Guðmundur Víglundsson atvinnurekandi og Una María Óskarsdóttir varaþingmaður fyrir Gunnar Braga. Kvenvæðing Miðflokksins Miðflokkurinn fór á kjörtímabilinu úr því að vera sjö manna þingflokkur í níu eftir Klausturmálin alræmdu. Fyrir voru kynjahlutföllin 6/1 körlum í vil, þegar þeir Ólafur og Karl Gauti bættust í hópinn voru karlarnir orðnir átta gegn einni konu. Og hefur flokknum verið legið á hálsi að vera kallalegur, svo óformlegt orðalag sé viðhaft. Samkvæmt heimildum Vísis úr herbúðum Miðflokksins er verið að svara kalli tímans, kröfu flokksmanna þess efnis að hlutur kvenna verði aukinn. Og þær fyrirætlanir liggja fyrir að verulegu leyti. Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir lögmaður er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjóla Hrund Björnsdóttur framkvæmdastjóri flokksins ýtti nauðugum viljugum Þorsteini Sæmundssyni alþingismanni út í kuldann í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sjálfur foringinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun sitja í efsta sæti lista í Norðausturkjördæmi og í öðru sæti Anna Kolbrún Árnadóttir, eina konan í þingflokknum, eins og áður var en þar fékk flokkurinn tvo þingmenn eftir síðustu kosningar. Og í Norðvesturkjördæmi eru svo þeir Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson þingmenn í tveimur efstu sætum. Fyrirsjáanlegar verulegar breytingar á þingmannaliðinu Fyrirsjáanlegar eru talsverðar breytingar á þingliði Miðflokksins. Þingmenn flokksins eru: Anna Kolbrún Árnadóttir Bergþór Ólason Birgir Þórarinsson Gunnar Bragi Sveinsson Karl Gauti Hjaltason Ólafur Ísleifsson Sigmundur Davíðsson Sigurður Páll Jónsson Þorsteinn Sæmundsson Fyrir liggur að Gunnar Bragi, Ólafur og Þorsteinn eru að hætta á þingi. Karl Gauti segir mikla eftirsjá af þeim þremur en þar fari öflugir þingmenn. Eins og sjá má á þessum lista Miðflokksins í Reykjavík norður hefur verið lög veruleg áhersla á að kalla konur á lista. En Miðflokkurinn átti reyndar engan þingmann í því kjördæmi eftir síðustu Alþingiskosningar.Miðflokkurinn Og ekki er víst að þessar tilfæringar á listum, sem miða að því að laga þessa ásýnd flokksins, dugi til að lagfæra kynjahallann í þingmannaliðinu. Flokkurinn á tvo Reykjavíkurþingmenn, annan fengu þeir í gegnum Ingu Sæland og Flokk fólksins, annar er Ólafur Ísleifsson. Hinn er Þorsteinn Sæmundsson. Tveir eru þingmenn Suðurkjördæmis, annar eða Karl Gauti er frá Flokki fólksins en hinn Birgir. Bergþór situr fyrir Norðvesturkjördæmi sem og Sigurður Páll. Gunnar Bragi situr fyrir Suðvesturkjördæmi. Ef Karl Gauti fyllir það skarð mun ekki mikið breytast hvað varðar kynjasamsetningu þingmannahópsins. Ef niðurstaðan verður nákvæmlega eins og fyrir fjórum árum kæmi Fjóla kæmi þá inn fyrir Þorstein en óvarlegt er að gera ráð fyrir því að fylgi þeirra fyrrum Flokks fólksins-manna flytjist til Miðflokksins. Og reyndar, ef horft er til nýjustu könnunar sem fyrir liggur um fylgi flokkanna er ekki það kynjahlutfall þingmannahópsins sem er helsta áhyggjuefni Miðflokksmanna. Samkvæmt henni fær Miðflokkurinn aðeins þrjá þingmenn sem yrðu, ef sú könnun gengur eftir, þeir Sigmundur Davíð, Bergþór og Birgir. Það þýðir að kynjahlutfallið færi úr 1/9 eða 11 prósentum í núll.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Átökin komu Fjólu í opna skjöldu „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. 24. júlí 2021 20:32 Ráðherrar riða til falls Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndu falla út af Alþingi ef gengið yrði til kosninga í dag, ef marka má skoðanakönnun sem MMR framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þau leiða í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir sig og formaður Framsóknarflokksins segir ljóst að flokkurinn þurfi að sækja fram í Reykjavík. 23. júlí 2021 21:31 Birgir og Erna leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi með 93 prósentum greiddra atkvæða. Birgir Þórarinsson, þingmaður mun leiða listann í kjördæminu en Erna Bjarnadóttir, sem farið hefur fyrir Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, situr í öðru sæti á listanum. 22. júlí 2021 08:09 Ólafur segist leysa pattstöðu með því að bjóða sig ekki fram Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Ólafur Ísleifsson alþingismaður býður sig ekki fram á listanum, að eigin sögn svo leysa megi pattstöðu sem upp var komin. 19. júlí 2021 22:20 Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16. júlí 2021 06:50 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Átökin komu Fjólu í opna skjöldu „Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins. 24. júlí 2021 20:32
Ráðherrar riða til falls Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndu falla út af Alþingi ef gengið yrði til kosninga í dag, ef marka má skoðanakönnun sem MMR framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þau leiða í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir sig og formaður Framsóknarflokksins segir ljóst að flokkurinn þurfi að sækja fram í Reykjavík. 23. júlí 2021 21:31
Birgir og Erna leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi með 93 prósentum greiddra atkvæða. Birgir Þórarinsson, þingmaður mun leiða listann í kjördæminu en Erna Bjarnadóttir, sem farið hefur fyrir Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, situr í öðru sæti á listanum. 22. júlí 2021 08:09
Ólafur segist leysa pattstöðu með því að bjóða sig ekki fram Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Ólafur Ísleifsson alþingismaður býður sig ekki fram á listanum, að eigin sögn svo leysa megi pattstöðu sem upp var komin. 19. júlí 2021 22:20
Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16. júlí 2021 06:50