13 Reasons Why leikari kemur út sem transkona Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júlí 2021 13:32 Hin 29 ára gamla Tommy Dorfman er komin út sem transkona. Hún sló í gegn í Netflix-þáttaröðinni 13 Reasons Why. Instagram/Tommy Dorfman Leikarinn Tommy Dorfman, sem vakti athygli í hlutverki Ryans Shaver í Netflix-þáttaröðinni 13 Reasons Why, er kominn út sem transkona. Dorfman kom formlega út í hjartnæmu viðtali við tímaritið Time sem kom út í gær. „Ég er að endurkynna mig sem Tommy Dorfman. Ég nota fornafnið hún. Ég er ennþá leikari, ennþá rithöfundur, ennþá skapandi og segi ennþá sögur en ég er líka kona - transkona,“ sagði hin 29 ára gamla Dorfman í viðtalinu. „Sumir tóku í gegn heimili sín í heimsfaraldrinum, aðrir skiptu um kyn,“ sagði hún og hló. Dorfman segist hafa viljað skipta um kyn í mörg ár en ekki getað það. Það hafi verið ógnvekjandi að hefja ferlið vegna þess að hún hafi rétt verið að hefja leiklistarferil sinn. „Mér líður eins og leiklistarferill minn sé rétt að byrja, því allt sem ég gerði þar til á síðasta ári, var í röngum líkama. Svo mikið af mínum leiklistarferli fór í að fela þennan hluta af sjálfri mér og síðan gæða aðrar persónur lífi. Þannig ég er spennt að fá loksins að leika konur, transkonur og konur almennt.“ Hún elskaði alltaf að leika en þoldi ekki að mæta í vinnuna og fannst það alltaf óþægilegt. Núna skilur hún hvers vegna. „Mér hefur alltaf liðið rosalega kvenlega, hvað sem það nú þýðir. Þannig mér líður ekki eins og ég þurfi að drepa gamla sjálfið mitt og rísa eins og Fönix upp úr öskunni. Ég er ekki önnur manneskja, ég tók ekki einu sinni upp annað nafn. Ég elska nafnið mitt og vil halda því. Ég vil bara gefa því nýtt líf. Ég er líka stolt af manneskjunni sem ég var og það er mikilvægt að viðurkenna hver ég hef verið hingað til.“ Dorfman deildi fréttunum einnig á Instagram-reikningi sínum í gær. „Ég er þakklát hverri einustu transmanneskju sem hefur fetað þennan veg, brotið niður hindranir og hætt lífi sínu til þess að lifa sem þær sjálfar á undan mér.“ Fjöldi fólks skildi eftir athugasemd undir færslu Dorfman henni til stuðnings, þar á meðal mótleikari hennar Brandon Flynn, Riverdale-leikkonan Lili Reinhart, transkonan Gigi Gorgeous, Modern Family-leikarinn Jessie Tyler og tískurisinn Marc Jacobs. View this post on Instagram A post shared by tommy dorfman (@tommy.dorfman) Hinsegin Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Sjá meira
Dorfman kom formlega út í hjartnæmu viðtali við tímaritið Time sem kom út í gær. „Ég er að endurkynna mig sem Tommy Dorfman. Ég nota fornafnið hún. Ég er ennþá leikari, ennþá rithöfundur, ennþá skapandi og segi ennþá sögur en ég er líka kona - transkona,“ sagði hin 29 ára gamla Dorfman í viðtalinu. „Sumir tóku í gegn heimili sín í heimsfaraldrinum, aðrir skiptu um kyn,“ sagði hún og hló. Dorfman segist hafa viljað skipta um kyn í mörg ár en ekki getað það. Það hafi verið ógnvekjandi að hefja ferlið vegna þess að hún hafi rétt verið að hefja leiklistarferil sinn. „Mér líður eins og leiklistarferill minn sé rétt að byrja, því allt sem ég gerði þar til á síðasta ári, var í röngum líkama. Svo mikið af mínum leiklistarferli fór í að fela þennan hluta af sjálfri mér og síðan gæða aðrar persónur lífi. Þannig ég er spennt að fá loksins að leika konur, transkonur og konur almennt.“ Hún elskaði alltaf að leika en þoldi ekki að mæta í vinnuna og fannst það alltaf óþægilegt. Núna skilur hún hvers vegna. „Mér hefur alltaf liðið rosalega kvenlega, hvað sem það nú þýðir. Þannig mér líður ekki eins og ég þurfi að drepa gamla sjálfið mitt og rísa eins og Fönix upp úr öskunni. Ég er ekki önnur manneskja, ég tók ekki einu sinni upp annað nafn. Ég elska nafnið mitt og vil halda því. Ég vil bara gefa því nýtt líf. Ég er líka stolt af manneskjunni sem ég var og það er mikilvægt að viðurkenna hver ég hef verið hingað til.“ Dorfman deildi fréttunum einnig á Instagram-reikningi sínum í gær. „Ég er þakklát hverri einustu transmanneskju sem hefur fetað þennan veg, brotið niður hindranir og hætt lífi sínu til þess að lifa sem þær sjálfar á undan mér.“ Fjöldi fólks skildi eftir athugasemd undir færslu Dorfman henni til stuðnings, þar á meðal mótleikari hennar Brandon Flynn, Riverdale-leikkonan Lili Reinhart, transkonan Gigi Gorgeous, Modern Family-leikarinn Jessie Tyler og tískurisinn Marc Jacobs. View this post on Instagram A post shared by tommy dorfman (@tommy.dorfman)
Hinsegin Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Sjá meira