Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2021 10:59 Michael Breinholt á lögreglustöðinni. Skjáskot Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. Hinn 31 árs gamli Michael Breinholt lést samstundis. Hann hafði verið handtekinn fyrir ölvun og virtist reyna að ná tökum á skammbyssu eins lögregluþjóns áður en hann var skotinn. Saksóknarar í Utah opinberuðu þá niðurstöðu í gær að Tyler Longman yrði ekki refsað fyrir banaskotið, sem átti sér stað í ágúst 2019. Þetta var í þriðja sinn sem Longman skaut mann til bana. Lögreglan gaf út níu mínútna myndband sem var meðal annars unnið af almannatengslateymi lögreglunnar og úr myndefni úr vestismyndavélum lögreglumanna, sem sýndi þó eingöngu brot af atburðarásinni, samkvæmt frétt PBS. Kröfðust betra myndefnis Blaðamenn og lögmenn dagblaðsins Salt Lake Tribune vörðu hálfu ári í að reyna að fá meira myndefni sem tengist banaskotinu og tókst það í upphafi mánaðarins. Myndbandið sýnir ölvaðan Breinholt láta illa við lögregluþjóna. Á einum tímapunkti lendir Breinholt í stympingum við tvo lögregluþjóna og kallar annar þeirra að Breinholt sé að reyna að ná taki á byssu hans. Þá var Breinholt handjárnaður með hendur fyrir aftan bak og myndbandið virðist styðja það. Það sýnir þó að byssan var enn í hulstri lögregluþjónsins þegar Longman kom til aðstoðar. „Þú ert að fara að deyja, vinur minn,“ sagði Longman og skaut Breinholt í höfuðið. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils Fox í Utah um banaskotið. Ríkissaksóknarinn Sim Gill sagði á blaðamannafundi í gær að honum þætti dauði Breinholt vera óþarfur og forkastanlegur. Hann væri þó bundinn lögum og reglum og þeim samkvæmt hefði banaskotið verið réttlætanlegt. „Ef við viljum aðrar niðurstöður, sem er ekki óeðlilegt að fara fram á, þurfum við að breyta lögunum,“ sagði Gill, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Fjölskylda Breinholt er ósátt við þessa niðurstöðu og ætla þau að höfða mál. „Hann gaf sér tíma til að hugsa og segja þessi orð,“ sagði Susan Neese, móðir Breinholt, við Salt Lake Tribune (áskriftarvefur). Blaðamenn báðu einnig sérfræðing í þjálfun lögregluþjóna að horfa á myndbandið. Sá sagði það ekki hafa verið nauðsynlegt að skjóta Breinholt til bana. PBS segir Breinholt hafa átt í vandræðum með fíkn frá því hann var táningur og hafi komist í kast við lögin á undanförnum árum. Haft er eftir móður hans að hún hafi rætt við hann daginn sem hann dó og þau hafi rætt um það að hann ætlaði að leita sér hjálpar væri að reyna að komast á meðferðarheimili. Breinholt hafði mætt ölvaður á vinnustað kærustu sinnar og samstarfsmaður hennar hafði hringt á lögregluna. Lögregluþjónum var svo sagt að Breinholt hefði sagst hafa takið mikið pillum og áður en hann var handtekinn, sagði kærasta hans við lögregluþjóna að hann virtist í sjálfsmorðshugleiðingum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Michael Breinholt lést samstundis. Hann hafði verið handtekinn fyrir ölvun og virtist reyna að ná tökum á skammbyssu eins lögregluþjóns áður en hann var skotinn. Saksóknarar í Utah opinberuðu þá niðurstöðu í gær að Tyler Longman yrði ekki refsað fyrir banaskotið, sem átti sér stað í ágúst 2019. Þetta var í þriðja sinn sem Longman skaut mann til bana. Lögreglan gaf út níu mínútna myndband sem var meðal annars unnið af almannatengslateymi lögreglunnar og úr myndefni úr vestismyndavélum lögreglumanna, sem sýndi þó eingöngu brot af atburðarásinni, samkvæmt frétt PBS. Kröfðust betra myndefnis Blaðamenn og lögmenn dagblaðsins Salt Lake Tribune vörðu hálfu ári í að reyna að fá meira myndefni sem tengist banaskotinu og tókst það í upphafi mánaðarins. Myndbandið sýnir ölvaðan Breinholt láta illa við lögregluþjóna. Á einum tímapunkti lendir Breinholt í stympingum við tvo lögregluþjóna og kallar annar þeirra að Breinholt sé að reyna að ná taki á byssu hans. Þá var Breinholt handjárnaður með hendur fyrir aftan bak og myndbandið virðist styðja það. Það sýnir þó að byssan var enn í hulstri lögregluþjónsins þegar Longman kom til aðstoðar. „Þú ert að fara að deyja, vinur minn,“ sagði Longman og skaut Breinholt í höfuðið. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils Fox í Utah um banaskotið. Ríkissaksóknarinn Sim Gill sagði á blaðamannafundi í gær að honum þætti dauði Breinholt vera óþarfur og forkastanlegur. Hann væri þó bundinn lögum og reglum og þeim samkvæmt hefði banaskotið verið réttlætanlegt. „Ef við viljum aðrar niðurstöður, sem er ekki óeðlilegt að fara fram á, þurfum við að breyta lögunum,“ sagði Gill, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Fjölskylda Breinholt er ósátt við þessa niðurstöðu og ætla þau að höfða mál. „Hann gaf sér tíma til að hugsa og segja þessi orð,“ sagði Susan Neese, móðir Breinholt, við Salt Lake Tribune (áskriftarvefur). Blaðamenn báðu einnig sérfræðing í þjálfun lögregluþjóna að horfa á myndbandið. Sá sagði það ekki hafa verið nauðsynlegt að skjóta Breinholt til bana. PBS segir Breinholt hafa átt í vandræðum með fíkn frá því hann var táningur og hafi komist í kast við lögin á undanförnum árum. Haft er eftir móður hans að hún hafi rætt við hann daginn sem hann dó og þau hafi rætt um það að hann ætlaði að leita sér hjálpar væri að reyna að komast á meðferðarheimili. Breinholt hafði mætt ölvaður á vinnustað kærustu sinnar og samstarfsmaður hennar hafði hringt á lögregluna. Lögregluþjónum var svo sagt að Breinholt hefði sagst hafa takið mikið pillum og áður en hann var handtekinn, sagði kærasta hans við lögregluþjóna að hann virtist í sjálfsmorðshugleiðingum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira