Miles Jacobson, stjórnandi Sports Interactive sem framleiðir leikina, segir að þetta hafi verið í bígerð um nokkurt skeið.
Hann bætti við að kvennaknattspyrnu verði bætt inn í leikinn, í staðin fyrir að gera sitthvorn leikinn fyrir sig.
„Við vitum að við getum haft áhrif og við viljum nýta það til góðs,“ sagði Jacobsen.
„Til lengri tíma litið, eftir því sem kvennaknattspyrna verður vinsælli, þá gæti orðið fjárhagslegur ávinningur af þessu. En við erum að halda af stað í þetta ferðalag af því að við vitum að það er það rétta í stöðunni.“
„Við trúum á jafnrétti fyrir alla og við viljum vera hluti af lausninni,“ sagði Jacobsen að lokum.
Football Manager hefur náð samkomulagi við kvennalið Leicester City fyrir tímabilið 2021-2022, en leikurinn hefur verið gefinn útá hverju ári frá 1992. Þá var hann gefinn út undir nafninu Championship Manager, en Sports Interactive sleit sig frá Eidos Interactive sem framleiddi Championship Manager árið 2003.
Our commitment to the multi-year project to include the women's game into our series. https://t.co/N4GQkVsLuX
— Football Manager (@FootballManager) July 22, 2021