Hversu lengi ætlum við að láta þetta yfir ykkur ganga? Gunnar Smári Egilsson skrifar 22. júlí 2021 16:16 6,5 milljarðar á síðustu þremur mánuðum og 14,1 milljarður á fyrri hluta ársins. Samanlagður hagnaður stóru bankanna þriggja var rétt tæpir 37 milljarðar á þessum sex mánuðum. Það eru 36.900.000.000,00 kr. Ef við ímyndum okkur vél sem pentaði milljón á dag tæki það hana 101 ár að prenta hálfs árs hagnað bankanna þriggja. Landsframleiðsla á fyrri hluta þessa árs var líklega um 1440 milljarðar króna. Hagnaður bankanna þriggja var því um 2,5% af landsframleiðslu. Engin þjóð önnur á byggðu bóli myndi sætta sig við slíka geggjun. Hvað haldið þið að almenningur í Bandaríkjunum gerði ef tilkynnt væri að samanlagður hagnaður bankanna á Wall Street væri 570 milljarða Bandaríkjadala hagnað eitt árið? Þrír stærstu bankarnir í Noregi eru um 89% af bankakerfinu þar. Ef ég reikna hagnað þeirra upp eins og allt kerfið skilaði sambærilegum hagnaði þá nær það ekki 0,9% af landsframleiðslu. Ef Íslendingar byggju við sambærilegt bankakerfi myndi árlegur hagnaður íslensku bankanna lækka um 47 milljarða króna. Til hvers erum við að draga það fé út úr hagkerfinu og færa yfir í hagnaði bankakerfsins? Má fólk og fyrirtæki ekki bara halda þessu fé hjá sér, eins og raunin er í Noregi? Það er ekki eins og Norðmenn búi við sult og seiru vegna þess að bankakerfið græði ekki nóg. Fyrir fáeinum árum jókst hagnaður bankanna í Noregi svo samanlagður hagnaður þeirra sló hátt í 1,5% af landsframleiðslu. Það varð allt vitlaust í Noregi. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálafólk, þingmenn og leiðarahöfundar blaðanna helltu sér yfir bankanna og tilkynntu þeim að Norðmenn væru ekki fávitar, þeir myndu aldrei sætta sig við að búa við blóðsugukerfi eins og bankarnir voru augljóslega að breytast í. En á Íslandi, hvað gerðist það? Ríkisstjórnin sér tækifæri til að selja ríkisbankana ódýrt, einkavæða þetta rör sem liggur ofan í mænu landsmanna það sem hægt er að soga upp alla orku úr fólki og fyrirtækjum. Og þegar 3% ríkasta fólkið á landinu fær tækifæri til að kaupa með góðum afslætti hlutdeild í þessum stjórnlausa gróða þá er það kynnt sem framfaraskref á Íslandi. Loksins, loksins, loksins erum við búin að færa þessa skattheimtu yfir til ríka fólksins. Það var slegið í bjöllu í Kauphöllinni og allir viðskiptablaðamenn landsins grétu yfir fegurð augnabliksins. 37 milljarða hagnaður bankana á fyrri hluta ársins gæti gefið til kynna að þeir endi árið með tæplega 74 milljarð hagnað eftir árið. Það er um 200 þús. kr. á hvert mannsbarn. 800 þús. kr. sem hver fjögurra manna fjölskylda borgar í hreinan hagnað til bankanna á hverju ári. Hversu lengi ætlar þjóðin að sætta sig við þessa geðveiki? Hvað er það sem bankarnir hafa gert fyrir ykkur svo þið sættið ykkur við að fertugasta hver króna sem rúllar í gegnum hagkerfið endi sem hreinn hagnaðar bankanna, eftir skatta og skyldur? Hvað gengur eiginlega að okkur þessari þjóð? Og svo eru þessar hörmungarfréttir birtar eins og þær séu fagnaðarefni. Nei, sko, bravó hvað bankarnir okkar eru duglegir? Talandi um gerandameðvirkni; góður guð, hvað þetta er sjúkt. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Íslenskir bankar Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
6,5 milljarðar á síðustu þremur mánuðum og 14,1 milljarður á fyrri hluta ársins. Samanlagður hagnaður stóru bankanna þriggja var rétt tæpir 37 milljarðar á þessum sex mánuðum. Það eru 36.900.000.000,00 kr. Ef við ímyndum okkur vél sem pentaði milljón á dag tæki það hana 101 ár að prenta hálfs árs hagnað bankanna þriggja. Landsframleiðsla á fyrri hluta þessa árs var líklega um 1440 milljarðar króna. Hagnaður bankanna þriggja var því um 2,5% af landsframleiðslu. Engin þjóð önnur á byggðu bóli myndi sætta sig við slíka geggjun. Hvað haldið þið að almenningur í Bandaríkjunum gerði ef tilkynnt væri að samanlagður hagnaður bankanna á Wall Street væri 570 milljarða Bandaríkjadala hagnað eitt árið? Þrír stærstu bankarnir í Noregi eru um 89% af bankakerfinu þar. Ef ég reikna hagnað þeirra upp eins og allt kerfið skilaði sambærilegum hagnaði þá nær það ekki 0,9% af landsframleiðslu. Ef Íslendingar byggju við sambærilegt bankakerfi myndi árlegur hagnaður íslensku bankanna lækka um 47 milljarða króna. Til hvers erum við að draga það fé út úr hagkerfinu og færa yfir í hagnaði bankakerfsins? Má fólk og fyrirtæki ekki bara halda þessu fé hjá sér, eins og raunin er í Noregi? Það er ekki eins og Norðmenn búi við sult og seiru vegna þess að bankakerfið græði ekki nóg. Fyrir fáeinum árum jókst hagnaður bankanna í Noregi svo samanlagður hagnaður þeirra sló hátt í 1,5% af landsframleiðslu. Það varð allt vitlaust í Noregi. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálafólk, þingmenn og leiðarahöfundar blaðanna helltu sér yfir bankanna og tilkynntu þeim að Norðmenn væru ekki fávitar, þeir myndu aldrei sætta sig við að búa við blóðsugukerfi eins og bankarnir voru augljóslega að breytast í. En á Íslandi, hvað gerðist það? Ríkisstjórnin sér tækifæri til að selja ríkisbankana ódýrt, einkavæða þetta rör sem liggur ofan í mænu landsmanna það sem hægt er að soga upp alla orku úr fólki og fyrirtækjum. Og þegar 3% ríkasta fólkið á landinu fær tækifæri til að kaupa með góðum afslætti hlutdeild í þessum stjórnlausa gróða þá er það kynnt sem framfaraskref á Íslandi. Loksins, loksins, loksins erum við búin að færa þessa skattheimtu yfir til ríka fólksins. Það var slegið í bjöllu í Kauphöllinni og allir viðskiptablaðamenn landsins grétu yfir fegurð augnabliksins. 37 milljarða hagnaður bankana á fyrri hluta ársins gæti gefið til kynna að þeir endi árið með tæplega 74 milljarð hagnað eftir árið. Það er um 200 þús. kr. á hvert mannsbarn. 800 þús. kr. sem hver fjögurra manna fjölskylda borgar í hreinan hagnað til bankanna á hverju ári. Hversu lengi ætlar þjóðin að sætta sig við þessa geðveiki? Hvað er það sem bankarnir hafa gert fyrir ykkur svo þið sættið ykkur við að fertugasta hver króna sem rúllar í gegnum hagkerfið endi sem hreinn hagnaðar bankanna, eftir skatta og skyldur? Hvað gengur eiginlega að okkur þessari þjóð? Og svo eru þessar hörmungarfréttir birtar eins og þær séu fagnaðarefni. Nei, sko, bravó hvað bankarnir okkar eru duglegir? Talandi um gerandameðvirkni; góður guð, hvað þetta er sjúkt. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun