Hversu lengi ætlum við að láta þetta yfir ykkur ganga? Gunnar Smári Egilsson skrifar 22. júlí 2021 16:16 6,5 milljarðar á síðustu þremur mánuðum og 14,1 milljarður á fyrri hluta ársins. Samanlagður hagnaður stóru bankanna þriggja var rétt tæpir 37 milljarðar á þessum sex mánuðum. Það eru 36.900.000.000,00 kr. Ef við ímyndum okkur vél sem pentaði milljón á dag tæki það hana 101 ár að prenta hálfs árs hagnað bankanna þriggja. Landsframleiðsla á fyrri hluta þessa árs var líklega um 1440 milljarðar króna. Hagnaður bankanna þriggja var því um 2,5% af landsframleiðslu. Engin þjóð önnur á byggðu bóli myndi sætta sig við slíka geggjun. Hvað haldið þið að almenningur í Bandaríkjunum gerði ef tilkynnt væri að samanlagður hagnaður bankanna á Wall Street væri 570 milljarða Bandaríkjadala hagnað eitt árið? Þrír stærstu bankarnir í Noregi eru um 89% af bankakerfinu þar. Ef ég reikna hagnað þeirra upp eins og allt kerfið skilaði sambærilegum hagnaði þá nær það ekki 0,9% af landsframleiðslu. Ef Íslendingar byggju við sambærilegt bankakerfi myndi árlegur hagnaður íslensku bankanna lækka um 47 milljarða króna. Til hvers erum við að draga það fé út úr hagkerfinu og færa yfir í hagnaði bankakerfsins? Má fólk og fyrirtæki ekki bara halda þessu fé hjá sér, eins og raunin er í Noregi? Það er ekki eins og Norðmenn búi við sult og seiru vegna þess að bankakerfið græði ekki nóg. Fyrir fáeinum árum jókst hagnaður bankanna í Noregi svo samanlagður hagnaður þeirra sló hátt í 1,5% af landsframleiðslu. Það varð allt vitlaust í Noregi. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálafólk, þingmenn og leiðarahöfundar blaðanna helltu sér yfir bankanna og tilkynntu þeim að Norðmenn væru ekki fávitar, þeir myndu aldrei sætta sig við að búa við blóðsugukerfi eins og bankarnir voru augljóslega að breytast í. En á Íslandi, hvað gerðist það? Ríkisstjórnin sér tækifæri til að selja ríkisbankana ódýrt, einkavæða þetta rör sem liggur ofan í mænu landsmanna það sem hægt er að soga upp alla orku úr fólki og fyrirtækjum. Og þegar 3% ríkasta fólkið á landinu fær tækifæri til að kaupa með góðum afslætti hlutdeild í þessum stjórnlausa gróða þá er það kynnt sem framfaraskref á Íslandi. Loksins, loksins, loksins erum við búin að færa þessa skattheimtu yfir til ríka fólksins. Það var slegið í bjöllu í Kauphöllinni og allir viðskiptablaðamenn landsins grétu yfir fegurð augnabliksins. 37 milljarða hagnaður bankana á fyrri hluta ársins gæti gefið til kynna að þeir endi árið með tæplega 74 milljarð hagnað eftir árið. Það er um 200 þús. kr. á hvert mannsbarn. 800 þús. kr. sem hver fjögurra manna fjölskylda borgar í hreinan hagnað til bankanna á hverju ári. Hversu lengi ætlar þjóðin að sætta sig við þessa geðveiki? Hvað er það sem bankarnir hafa gert fyrir ykkur svo þið sættið ykkur við að fertugasta hver króna sem rúllar í gegnum hagkerfið endi sem hreinn hagnaðar bankanna, eftir skatta og skyldur? Hvað gengur eiginlega að okkur þessari þjóð? Og svo eru þessar hörmungarfréttir birtar eins og þær séu fagnaðarefni. Nei, sko, bravó hvað bankarnir okkar eru duglegir? Talandi um gerandameðvirkni; góður guð, hvað þetta er sjúkt. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Íslenskir bankar Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
6,5 milljarðar á síðustu þremur mánuðum og 14,1 milljarður á fyrri hluta ársins. Samanlagður hagnaður stóru bankanna þriggja var rétt tæpir 37 milljarðar á þessum sex mánuðum. Það eru 36.900.000.000,00 kr. Ef við ímyndum okkur vél sem pentaði milljón á dag tæki það hana 101 ár að prenta hálfs árs hagnað bankanna þriggja. Landsframleiðsla á fyrri hluta þessa árs var líklega um 1440 milljarðar króna. Hagnaður bankanna þriggja var því um 2,5% af landsframleiðslu. Engin þjóð önnur á byggðu bóli myndi sætta sig við slíka geggjun. Hvað haldið þið að almenningur í Bandaríkjunum gerði ef tilkynnt væri að samanlagður hagnaður bankanna á Wall Street væri 570 milljarða Bandaríkjadala hagnað eitt árið? Þrír stærstu bankarnir í Noregi eru um 89% af bankakerfinu þar. Ef ég reikna hagnað þeirra upp eins og allt kerfið skilaði sambærilegum hagnaði þá nær það ekki 0,9% af landsframleiðslu. Ef Íslendingar byggju við sambærilegt bankakerfi myndi árlegur hagnaður íslensku bankanna lækka um 47 milljarða króna. Til hvers erum við að draga það fé út úr hagkerfinu og færa yfir í hagnaði bankakerfsins? Má fólk og fyrirtæki ekki bara halda þessu fé hjá sér, eins og raunin er í Noregi? Það er ekki eins og Norðmenn búi við sult og seiru vegna þess að bankakerfið græði ekki nóg. Fyrir fáeinum árum jókst hagnaður bankanna í Noregi svo samanlagður hagnaður þeirra sló hátt í 1,5% af landsframleiðslu. Það varð allt vitlaust í Noregi. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálafólk, þingmenn og leiðarahöfundar blaðanna helltu sér yfir bankanna og tilkynntu þeim að Norðmenn væru ekki fávitar, þeir myndu aldrei sætta sig við að búa við blóðsugukerfi eins og bankarnir voru augljóslega að breytast í. En á Íslandi, hvað gerðist það? Ríkisstjórnin sér tækifæri til að selja ríkisbankana ódýrt, einkavæða þetta rör sem liggur ofan í mænu landsmanna það sem hægt er að soga upp alla orku úr fólki og fyrirtækjum. Og þegar 3% ríkasta fólkið á landinu fær tækifæri til að kaupa með góðum afslætti hlutdeild í þessum stjórnlausa gróða þá er það kynnt sem framfaraskref á Íslandi. Loksins, loksins, loksins erum við búin að færa þessa skattheimtu yfir til ríka fólksins. Það var slegið í bjöllu í Kauphöllinni og allir viðskiptablaðamenn landsins grétu yfir fegurð augnabliksins. 37 milljarða hagnaður bankana á fyrri hluta ársins gæti gefið til kynna að þeir endi árið með tæplega 74 milljarð hagnað eftir árið. Það er um 200 þús. kr. á hvert mannsbarn. 800 þús. kr. sem hver fjögurra manna fjölskylda borgar í hreinan hagnað til bankanna á hverju ári. Hversu lengi ætlar þjóðin að sætta sig við þessa geðveiki? Hvað er það sem bankarnir hafa gert fyrir ykkur svo þið sættið ykkur við að fertugasta hver króna sem rúllar í gegnum hagkerfið endi sem hreinn hagnaðar bankanna, eftir skatta og skyldur? Hvað gengur eiginlega að okkur þessari þjóð? Og svo eru þessar hörmungarfréttir birtar eins og þær séu fagnaðarefni. Nei, sko, bravó hvað bankarnir okkar eru duglegir? Talandi um gerandameðvirkni; góður guð, hvað þetta er sjúkt. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun