Þjóðhátíð er menningararfur og stolt Vestmannaeyinga Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2021 14:30 Enn og aftur heyrist í aðdraganda verslunarmannahelgar neikvæðni og gagnrýnisraddir í almennri umræðu gagnvart Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Sukk og svínarí, græðgishátíð og jafnvel verri hlutir eru látnir flakka tengdir kynferðisafbrotum sem eru ólíðandi sama í hvaða umhverfi og á hvaða tímapunkti þau gerast. Enda eru afbrotin hvorki aðstæðum né staðsetningu um að kenna, heldur einungis afbrotamanninum sjálfum. Eldgos og heimsfaraldur hafa truflað hátíðarhöldin Í þá einu og hálfu öld sem þjóðhátíð hefur verið haldin hafa tvær náttúruhamfarir truflað hátíðarhöldin, Heimaeyjargosið 1973 og heimsfaraldur Kórónuveiru 2020. Það vita allir sem vilja að þjóðhátíð er meginfjáröflun ÍBV íþróttafélags og undirstaða mikilvægs æskulýðs- og íþróttastarfs í Vestmannaeyjum og með ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða og starfsmanna ÍBV er undirbúningur og skipulag hátíðarinnar framúrskarandi og aðdáunarvert á landsvísu og þó víðar væri leitað. Hvert ár sem þjóðhátíð er lögð niður gerir það erfiðara um vik að viðhalda slíkri ómetanlegri hefð. Þjóðhátíð uppspretta ástkærra minninga Þjóðhátíð er ekki fylliríshátíð líkt og þorri nettrölla vill halda fram. Þjóðhátíð er menningararfur Vestmannaeyja, rík af hefðum og fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Saga hátíðarinnar er samofin tónlistarsögu þjóðarinnar og uppspretta ástkærra minninga ekki bara Vestmannaeyinga heldur langflestra gesta hátíðarinnar, uppspretta fjölda vinasambanda, ástarævintýra, hjónabanda og afkomenda. Þannig kynntist undirrituð t.d. eiginmanni og barnsföður sínum á þjóðhátíðinni 1999. Sóttvarnartakmarkanir geta haft alvarlegar afleiðingar Við höfum glímt frá því í byrjun árs 2020 við heimsfaraldur sem Íslendingar hafa tekist á við með aðdáun annarra þjóða, samstilltu átaki landsmanna um bættar persónulegar sóttvarnir, erfiðum og kostnaðarsömum ákvörðunum stjórnvalda sem hafa þegar haft alvarlegar afleiðingar á efnahag, atvinnulíf og heilsu almennings. Íþyngjandi sóttvarnartakmarkanir eru ákveðinn faraldur í sjálfu sér, hinn vestræni heimur hefur ekki glímt við jafn alvarlegar frelsisskerðingar í lengri tíma. Takmarkanirnar hafa gert út af við margan rekstur, valdið því að erfiðara er að fá fólk aftur til starfa, valdið heilsufarsvandamálum hjá einstaklingum sem ekki komust t.d. til heilsuræktar, kvíðaeinkennum osfrv. sem við verðum eflaust í marga áratugi að bíta úr nálinni með. Takmarkanir hafa þó hamið faraldurinn og gefið okkur tækifæri og tíma til að bólusetja nær alla þjóðina, hraðar og betur en flestar aðrar þjóðir heimsins. Sóttvarnartakmarkanir og afléttingar á víxl líkjast að vissu leyti ákveðnum pyntingaraðferðum sem nýttar hafa verið gegn stríðsföngum þar sem súrefni til fangans er takmarkað þar til hann getur vart meir en fær svo að anda, fær von um líf (og tækifæri til að leysa frá skjóðunni), loks þegar ljósið við enda ganganna er gefið er það svo jafnharðan slökkt aftur og vonin hverfur. Slíkar aðgerðir, að veita fólki frelsi bara til að taka það aftur jafnharðan hljóta að taka sinn toll af almenningi sem heilbrigðiskerfið verður eflaust í langan tíma að vinna úr. Alvarlegt ástand á Landspítala vegna fjölda fæðinga Rúmlega 85% þjóðarinnar, 16 ára og eldri, er bólusettur, bólusetningar eiga að skapa hjarðónæmi og hafa sýnt að dragi verulega úr dánartíðni enda besta bólusetningarhlutfallið meðal viðkvæmustu hópanna. Takmarkanir þurfa fyrst og fremst að taka mið af stöðu og afkastagetu heilbrigðisþjónustunnar, en eins og staðan er í dag, er hálfgert neyðarástand og mönnunarvandamál fyrst og fremst vegna fjölda kvenna sem vænta fæðingar á Landspítalanum en ekki vegna umönnunar Covid sjúklinga. Ég hvet fólk til að gæta meðalhófs í umræðu og ákvörðunum, bæði hvað varðar umræðu um þjóðhátíð, sem er í augum margra Eyjamanna jafn ef ekki heilagri en sjálf jólahátíðin og undirbúningur og tilhlökkun eftir því hjá ungum sem öldnum. Ég hvet jafnframt ráðamenn að gæta meðalhófs við ákvörðunartöku og stíga varlega og ígrundað til jarðar hvað varðar frelsistakmarkanir þegna landsins því þær eru ákveðin ógn í sjálfu sér. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Enn og aftur heyrist í aðdraganda verslunarmannahelgar neikvæðni og gagnrýnisraddir í almennri umræðu gagnvart Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Sukk og svínarí, græðgishátíð og jafnvel verri hlutir eru látnir flakka tengdir kynferðisafbrotum sem eru ólíðandi sama í hvaða umhverfi og á hvaða tímapunkti þau gerast. Enda eru afbrotin hvorki aðstæðum né staðsetningu um að kenna, heldur einungis afbrotamanninum sjálfum. Eldgos og heimsfaraldur hafa truflað hátíðarhöldin Í þá einu og hálfu öld sem þjóðhátíð hefur verið haldin hafa tvær náttúruhamfarir truflað hátíðarhöldin, Heimaeyjargosið 1973 og heimsfaraldur Kórónuveiru 2020. Það vita allir sem vilja að þjóðhátíð er meginfjáröflun ÍBV íþróttafélags og undirstaða mikilvægs æskulýðs- og íþróttastarfs í Vestmannaeyjum og með ómetanlegu vinnuframlagi sjálfboðaliða og starfsmanna ÍBV er undirbúningur og skipulag hátíðarinnar framúrskarandi og aðdáunarvert á landsvísu og þó víðar væri leitað. Hvert ár sem þjóðhátíð er lögð niður gerir það erfiðara um vik að viðhalda slíkri ómetanlegri hefð. Þjóðhátíð uppspretta ástkærra minninga Þjóðhátíð er ekki fylliríshátíð líkt og þorri nettrölla vill halda fram. Þjóðhátíð er menningararfur Vestmannaeyja, rík af hefðum og fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Saga hátíðarinnar er samofin tónlistarsögu þjóðarinnar og uppspretta ástkærra minninga ekki bara Vestmannaeyinga heldur langflestra gesta hátíðarinnar, uppspretta fjölda vinasambanda, ástarævintýra, hjónabanda og afkomenda. Þannig kynntist undirrituð t.d. eiginmanni og barnsföður sínum á þjóðhátíðinni 1999. Sóttvarnartakmarkanir geta haft alvarlegar afleiðingar Við höfum glímt frá því í byrjun árs 2020 við heimsfaraldur sem Íslendingar hafa tekist á við með aðdáun annarra þjóða, samstilltu átaki landsmanna um bættar persónulegar sóttvarnir, erfiðum og kostnaðarsömum ákvörðunum stjórnvalda sem hafa þegar haft alvarlegar afleiðingar á efnahag, atvinnulíf og heilsu almennings. Íþyngjandi sóttvarnartakmarkanir eru ákveðinn faraldur í sjálfu sér, hinn vestræni heimur hefur ekki glímt við jafn alvarlegar frelsisskerðingar í lengri tíma. Takmarkanirnar hafa gert út af við margan rekstur, valdið því að erfiðara er að fá fólk aftur til starfa, valdið heilsufarsvandamálum hjá einstaklingum sem ekki komust t.d. til heilsuræktar, kvíðaeinkennum osfrv. sem við verðum eflaust í marga áratugi að bíta úr nálinni með. Takmarkanir hafa þó hamið faraldurinn og gefið okkur tækifæri og tíma til að bólusetja nær alla þjóðina, hraðar og betur en flestar aðrar þjóðir heimsins. Sóttvarnartakmarkanir og afléttingar á víxl líkjast að vissu leyti ákveðnum pyntingaraðferðum sem nýttar hafa verið gegn stríðsföngum þar sem súrefni til fangans er takmarkað þar til hann getur vart meir en fær svo að anda, fær von um líf (og tækifæri til að leysa frá skjóðunni), loks þegar ljósið við enda ganganna er gefið er það svo jafnharðan slökkt aftur og vonin hverfur. Slíkar aðgerðir, að veita fólki frelsi bara til að taka það aftur jafnharðan hljóta að taka sinn toll af almenningi sem heilbrigðiskerfið verður eflaust í langan tíma að vinna úr. Alvarlegt ástand á Landspítala vegna fjölda fæðinga Rúmlega 85% þjóðarinnar, 16 ára og eldri, er bólusettur, bólusetningar eiga að skapa hjarðónæmi og hafa sýnt að dragi verulega úr dánartíðni enda besta bólusetningarhlutfallið meðal viðkvæmustu hópanna. Takmarkanir þurfa fyrst og fremst að taka mið af stöðu og afkastagetu heilbrigðisþjónustunnar, en eins og staðan er í dag, er hálfgert neyðarástand og mönnunarvandamál fyrst og fremst vegna fjölda kvenna sem vænta fæðingar á Landspítalanum en ekki vegna umönnunar Covid sjúklinga. Ég hvet fólk til að gæta meðalhófs í umræðu og ákvörðunum, bæði hvað varðar umræðu um þjóðhátíð, sem er í augum margra Eyjamanna jafn ef ekki heilagri en sjálf jólahátíðin og undirbúningur og tilhlökkun eftir því hjá ungum sem öldnum. Ég hvet jafnframt ráðamenn að gæta meðalhófs við ákvörðunartöku og stíga varlega og ígrundað til jarðar hvað varðar frelsistakmarkanir þegna landsins því þær eru ákveðin ógn í sjálfu sér. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun