Þriggja ára dóttir Kylie Jenner gefur út eigið vörumerki Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 12:08 Hin þriggja ára gamla Stormi er reynslumeiri í viðskiptalífinu en mörg önnur þriggja ára börn. Getty/Gotham Hin þriggja ára gamla Stormi Webster, dóttir viðskiptamógúlsins og raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner, mun feta í fótspor móður sinnar og gefa út sitt eigið vörumerki von bráðar. Þetta kemur fram í nýlegu YouTube-myndbandi Jenner þar sem hún veitir áhorfendum innsýn inn í rekstur snyrtivörufyrirtækis síns Kylie Cosmetics. Jenner stofnaði fyrirtækið árið 2014, þá aðeins 17 ára gömul og er hún í dag metin á 700 milljónir Bandaríkjadollara. Í myndbandinu kemur fram að hin þriggja ára Stormi mæti gjarnan með mömmu sinni í vinnuna og á hún meðal annars sína eigin skrifstofu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem hún sýnir áhorfendum. Stormi er einnig sögð sitja fundi með móður sinni og leika sér með snyrtivörur. „Svo er hún reyndar að gefa út leynilegt vörumerki bráðlega. Við höfum verið að vinna að því í svolítinn tíma en það gengur hratt núna,“ tilkynnir Jenner í myndbandinu. Orðrómur fór af stað fyrir nokkrum vikum þegar Jenner deildi mynd af dóttur sinni í baði og merkti Instagram-reikninginn @kyliebaby. Um er að ræða samþykktan Instagram-reikning sem er með rúmlega 850 þúsund fylgjendur en inniheldur engar myndir. Allt bendir til þess að um væntanlegt vörumerki sé að ræða. Jenner er sögð hafa sótt um leyfi fyrir vörumerkinu árið 2019 sem talið er að muni innihalda vörur eins og kerrur, bleyjutöskur, krem, naglalökk og fatnað. View this post on Instagram A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) Stormi er reynslumeiri í viðskiptalífinu en mörg önnur þriggja ára börn, en hún hannaði förðunarvörulínu ásamt móður sinni fyrr á árinu. Línan einkenndist fjólubláum lit og fiðrildum sem eru í uppáhaldi hjá Stormi. Jenner sagði frá því í myndbandinu að það hefði mótað sig mikið að hafa verið umkringd sterkum kjarnakonum alla ævi og það sama mætti segja um Stormi. „Ég trúi því að maður mótist af þeim sem maður er umkringdur. Stormi á svo sterkar konur í lífi sínu til þess að líta upp til,“ sagði hin 23 ára gamla Jenner. Hún hefur áður greint frá því að hún leggi mikið upp úr því í uppeldinu að Stormi verði klár, góð og metnaðarfull. Hún muni erfa móður sína og ef til vill taka yfir Kylie Cosmetics einn daginn. Starfsmaður Kylie Cosmetics sagði í myndbandinu að aldrei væri að vita nema þau myndu öll vinna fyrir Stormi einn daginn. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni. Hollywood Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlegu YouTube-myndbandi Jenner þar sem hún veitir áhorfendum innsýn inn í rekstur snyrtivörufyrirtækis síns Kylie Cosmetics. Jenner stofnaði fyrirtækið árið 2014, þá aðeins 17 ára gömul og er hún í dag metin á 700 milljónir Bandaríkjadollara. Í myndbandinu kemur fram að hin þriggja ára Stormi mæti gjarnan með mömmu sinni í vinnuna og á hún meðal annars sína eigin skrifstofu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem hún sýnir áhorfendum. Stormi er einnig sögð sitja fundi með móður sinni og leika sér með snyrtivörur. „Svo er hún reyndar að gefa út leynilegt vörumerki bráðlega. Við höfum verið að vinna að því í svolítinn tíma en það gengur hratt núna,“ tilkynnir Jenner í myndbandinu. Orðrómur fór af stað fyrir nokkrum vikum þegar Jenner deildi mynd af dóttur sinni í baði og merkti Instagram-reikninginn @kyliebaby. Um er að ræða samþykktan Instagram-reikning sem er með rúmlega 850 þúsund fylgjendur en inniheldur engar myndir. Allt bendir til þess að um væntanlegt vörumerki sé að ræða. Jenner er sögð hafa sótt um leyfi fyrir vörumerkinu árið 2019 sem talið er að muni innihalda vörur eins og kerrur, bleyjutöskur, krem, naglalökk og fatnað. View this post on Instagram A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) Stormi er reynslumeiri í viðskiptalífinu en mörg önnur þriggja ára börn, en hún hannaði förðunarvörulínu ásamt móður sinni fyrr á árinu. Línan einkenndist fjólubláum lit og fiðrildum sem eru í uppáhaldi hjá Stormi. Jenner sagði frá því í myndbandinu að það hefði mótað sig mikið að hafa verið umkringd sterkum kjarnakonum alla ævi og það sama mætti segja um Stormi. „Ég trúi því að maður mótist af þeim sem maður er umkringdur. Stormi á svo sterkar konur í lífi sínu til þess að líta upp til,“ sagði hin 23 ára gamla Jenner. Hún hefur áður greint frá því að hún leggi mikið upp úr því í uppeldinu að Stormi verði klár, góð og metnaðarfull. Hún muni erfa móður sína og ef til vill taka yfir Kylie Cosmetics einn daginn. Starfsmaður Kylie Cosmetics sagði í myndbandinu að aldrei væri að vita nema þau myndu öll vinna fyrir Stormi einn daginn. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni.
Hollywood Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira