Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2021 07:57 Marjorie Taylor Greene hefur verið ötull stuðningsmaður Donalds Trumps og hefur talað mikið gegn bólusetningum við Covid og grímunotkun. EPA-EFE/DAVID MAXWELL Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar. Greene, sem er fulltrúadeildarþingkona fyrir Repúblikana, hefur talað mikið og opinberlega gegn bólusetningum og grímunotkun. Hún baðst opinberlega afsökunar fyrir það í síðasta mánuði að hafa borið grímuskyldu saman við meðferð Nasista í Þýskalandi á gyðingum. Í gær tísti Greene tveimur tístum um það að bólusetningar við kórónuveirunni ættu ekki að vera skyldugar og að Covid væri ekki hættulegt fólki undir 65 ára, sem ekki væri of þungt. Bæði tístin var enn hægt að sjá en Twitter hefur merkt tístin sem „villandi.“ Nú virðist vera sem Greene hafi eytt tístunum. Twitter-aðgangi Greene hefur áður verið lokað tímabundið, í apríl síðastliðnum, en Twitter aflétti banninu og sagði það hafa verið mistök. Sjálfvirkt kerfi hafi lokað á aðganginn. Greene sagði í gær að bannið væri tilraun fyrirtækja til að ráðast á rétt fólks til frjálsrar orðræðu með stuðningi Hvíta hússins. „Þessi stóru tæknifyrirtæki vinna í þágu Biden-stjórnarinnar til að takmarka raddir okkar og koma í veg fyrir að skilaboð, sem ekki þóknast ráðandi öflum, líti dagsins ljós,“ sagði Greene við banninu í gær í samtali við New York Times. Biden hvatti samfélagsmiðlafyrirtæki í síðustu viku til að taka virkari þátt í því að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um kórónuveiruna og bólusetningu við henni. Twitter hefur ítrekað lokað aðgöngum tímabundið sem notaðir eru til að dreifa falsfréttum og kynnti samfélagsmiðillinn nýjar reglur um slíka dreifingu í mars. Samkvæmt reglunum er aðgöngum lokað í tólf klukkustundir þegar reglur miðilsins eru brotnar í annað og þriðja sinn en með fjórða reglubrotinu tekur vikulöng lokun við. Með fimmta reglubroti er aðgangi lokað fyrir fullt og allt. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Twitter Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Greene, sem er fulltrúadeildarþingkona fyrir Repúblikana, hefur talað mikið og opinberlega gegn bólusetningum og grímunotkun. Hún baðst opinberlega afsökunar fyrir það í síðasta mánuði að hafa borið grímuskyldu saman við meðferð Nasista í Þýskalandi á gyðingum. Í gær tísti Greene tveimur tístum um það að bólusetningar við kórónuveirunni ættu ekki að vera skyldugar og að Covid væri ekki hættulegt fólki undir 65 ára, sem ekki væri of þungt. Bæði tístin var enn hægt að sjá en Twitter hefur merkt tístin sem „villandi.“ Nú virðist vera sem Greene hafi eytt tístunum. Twitter-aðgangi Greene hefur áður verið lokað tímabundið, í apríl síðastliðnum, en Twitter aflétti banninu og sagði það hafa verið mistök. Sjálfvirkt kerfi hafi lokað á aðganginn. Greene sagði í gær að bannið væri tilraun fyrirtækja til að ráðast á rétt fólks til frjálsrar orðræðu með stuðningi Hvíta hússins. „Þessi stóru tæknifyrirtæki vinna í þágu Biden-stjórnarinnar til að takmarka raddir okkar og koma í veg fyrir að skilaboð, sem ekki þóknast ráðandi öflum, líti dagsins ljós,“ sagði Greene við banninu í gær í samtali við New York Times. Biden hvatti samfélagsmiðlafyrirtæki í síðustu viku til að taka virkari þátt í því að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um kórónuveiruna og bólusetningu við henni. Twitter hefur ítrekað lokað aðgöngum tímabundið sem notaðir eru til að dreifa falsfréttum og kynnti samfélagsmiðillinn nýjar reglur um slíka dreifingu í mars. Samkvæmt reglunum er aðgöngum lokað í tólf klukkustundir þegar reglur miðilsins eru brotnar í annað og þriðja sinn en með fjórða reglubrotinu tekur vikulöng lokun við. Með fimmta reglubroti er aðgangi lokað fyrir fullt og allt.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Twitter Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira