Grænu skuldabréf Orkuveitu Reykjavíkur kennd við IESE í Barcelona Guðrún Erla Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 12:00 Á heimsvísu er vöxtur í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum, sem geta verið í formi hlutafjár- eða skuldabréfakaupa. Orkuveita Reykjavíkur, sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði hér á landi, gekkst í fyrra fyrir fundi um græn skuldabréf. Fundurinn var fjölsóttur og endurspeglaði vaxandi áhuga á þessari tegund fjármögnunar. Aðal fyrirlesari fundarins var Dr. Ahmad A. Rahnema, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði fjármögnunar fyrirtækja og prófessor við alþjóðlega viðskiptaháskólanna IESE í Barcelona. Í erindi Dr. Rahnema kom fram að mikill vöxtur er í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum um heim allan. Samkvæmt tölum sem Dr. Rahnema kynnti á fundinum fyrir rúmu ári nam vöxtur samfélagslega ábyrgra fjárfestinga á árunum 2018-2019 um helmingi í Kanada, þriðjungi í Bandaríkjunum, en hátt í fjórföldun í Ástralíu. Vöxturinn í Evrópu var minni, en þar er talið að nú þegar sé meira en helmingur allra eignastýrðra fjárfestinga byggður á fleiri en fjárhagslegum sjónarmiðum. Dr. Ahmad sagði einnig frá því á þessum sama fundi að unnið væri að gerð raundæmis (e.case study) sem byggir á reynslu og frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur sem leiddi til þess að fyrirtækið var hið fyrsta hér á landi til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði. Raundæmið hefur þegar litið dagsins ljós og er nú nýtt við kennslu við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona sem og við Háskóla Íslands. Á næstu mánuðum verður hægt að nálgast raundæmið um Orkuveitu Reykjavíkur rafrænt í gagnagrunni Harvard og verður þá hægt að nýta það við kennslu í háskólum á heimsvísu. Hvernig er hægt að greiða leið útgáfu grænna skuldabréfa? Sú spurning vaknaði hvaða þættir það voru sem kveiktu frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur í útgáfu grænna skuldabréfa á sínum tíma, enda vöxtur samfélagslegra ábyrgra fjárfestinga í Evrópu minni en t.a.m. í Kanada. Leitað var svara og úr varð fræðigrein, sem byggir á rannsókn, sem birtist á dögunum í ritrýnda tímaritinu Sustainability. Höfundar greinarinnar eru doktorsneminn Guðrún Erla Jónsdóttir við HÍ, Dr. Þröstur Olaf Sigurjonsson við HÍ og CBS, Dr. Ahmad Rahnema Alavi við IESE og Joardan Mitchell sérfræðingur við Royal Bank of Canada. Greinin ber yfirskriftina „Applying Responsible Ownership to Advance SDGs and the ESG Framework, Resulting in the Issuance of Green Bonds“ og má nálgast í heild sinni hér. Fræðilegt framlag umræddrar rannsóknar er að tengja saman stjórnarhætti, sjálfbærni og hagsmunaaðilakenningu með því að fjalla um tiltekinn þátt ábyrgs eignarhalds: þ.e. eigendastefnu. Nýlunda rannsóknarinnar byggir á athugun á innleiðingu eigendastefnu (í þessu tilfelli eigendastefnu OR) sem stjórnháttatækis til samstilltra aðgerða og ábyrgs eignarhalds, í því skyni að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðleg ESG viðmið umhverfis, samfélags og stjórnarhátta við skýrslugjöf. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að innleiðing eigendastefnu styrkti nálgun fyrirtækisins í garð heimsmarkmiðanna og ESG skýrslugjafar, sem svo ruddi brautina að jákvæðum ávinningi : í þessu dæmi útgáfu grænna skuldabréfa. Framlag rannsóknarinnar byggir á þeirri tilgátu að eigendastefna sé mikilvægur hlekkur í því að styrkja hringrás; Hringrás sem snýr að því hvernig eigendastefna styrkir ábyrgt eignarhald - hvernig skýrt framsett eigendastefna getur fyrirbyggt umboðsvanda og samstillt hagsmunaaðila - og gerir skuldbindingu eigenda við umhverfi, samfélag og stjórnarhætti gagnsæja- og getur leitt af sér jákvæðan ávinning sem styrkist frekar með stefnumiðaðri ákvarðanatöku sem byggir á eigendastefnu. Höfundur er stefnustjóri OR og doktorsnemi við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á heimsvísu er vöxtur í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum, sem geta verið í formi hlutafjár- eða skuldabréfakaupa. Orkuveita Reykjavíkur, sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði hér á landi, gekkst í fyrra fyrir fundi um græn skuldabréf. Fundurinn var fjölsóttur og endurspeglaði vaxandi áhuga á þessari tegund fjármögnunar. Aðal fyrirlesari fundarins var Dr. Ahmad A. Rahnema, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði fjármögnunar fyrirtækja og prófessor við alþjóðlega viðskiptaháskólanna IESE í Barcelona. Í erindi Dr. Rahnema kom fram að mikill vöxtur er í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum um heim allan. Samkvæmt tölum sem Dr. Rahnema kynnti á fundinum fyrir rúmu ári nam vöxtur samfélagslega ábyrgra fjárfestinga á árunum 2018-2019 um helmingi í Kanada, þriðjungi í Bandaríkjunum, en hátt í fjórföldun í Ástralíu. Vöxturinn í Evrópu var minni, en þar er talið að nú þegar sé meira en helmingur allra eignastýrðra fjárfestinga byggður á fleiri en fjárhagslegum sjónarmiðum. Dr. Ahmad sagði einnig frá því á þessum sama fundi að unnið væri að gerð raundæmis (e.case study) sem byggir á reynslu og frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur sem leiddi til þess að fyrirtækið var hið fyrsta hér á landi til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði. Raundæmið hefur þegar litið dagsins ljós og er nú nýtt við kennslu við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona sem og við Háskóla Íslands. Á næstu mánuðum verður hægt að nálgast raundæmið um Orkuveitu Reykjavíkur rafrænt í gagnagrunni Harvard og verður þá hægt að nýta það við kennslu í háskólum á heimsvísu. Hvernig er hægt að greiða leið útgáfu grænna skuldabréfa? Sú spurning vaknaði hvaða þættir það voru sem kveiktu frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur í útgáfu grænna skuldabréfa á sínum tíma, enda vöxtur samfélagslegra ábyrgra fjárfestinga í Evrópu minni en t.a.m. í Kanada. Leitað var svara og úr varð fræðigrein, sem byggir á rannsókn, sem birtist á dögunum í ritrýnda tímaritinu Sustainability. Höfundar greinarinnar eru doktorsneminn Guðrún Erla Jónsdóttir við HÍ, Dr. Þröstur Olaf Sigurjonsson við HÍ og CBS, Dr. Ahmad Rahnema Alavi við IESE og Joardan Mitchell sérfræðingur við Royal Bank of Canada. Greinin ber yfirskriftina „Applying Responsible Ownership to Advance SDGs and the ESG Framework, Resulting in the Issuance of Green Bonds“ og má nálgast í heild sinni hér. Fræðilegt framlag umræddrar rannsóknar er að tengja saman stjórnarhætti, sjálfbærni og hagsmunaaðilakenningu með því að fjalla um tiltekinn þátt ábyrgs eignarhalds: þ.e. eigendastefnu. Nýlunda rannsóknarinnar byggir á athugun á innleiðingu eigendastefnu (í þessu tilfelli eigendastefnu OR) sem stjórnháttatækis til samstilltra aðgerða og ábyrgs eignarhalds, í því skyni að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðleg ESG viðmið umhverfis, samfélags og stjórnarhátta við skýrslugjöf. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að innleiðing eigendastefnu styrkti nálgun fyrirtækisins í garð heimsmarkmiðanna og ESG skýrslugjafar, sem svo ruddi brautina að jákvæðum ávinningi : í þessu dæmi útgáfu grænna skuldabréfa. Framlag rannsóknarinnar byggir á þeirri tilgátu að eigendastefna sé mikilvægur hlekkur í því að styrkja hringrás; Hringrás sem snýr að því hvernig eigendastefna styrkir ábyrgt eignarhald - hvernig skýrt framsett eigendastefna getur fyrirbyggt umboðsvanda og samstillt hagsmunaaðila - og gerir skuldbindingu eigenda við umhverfi, samfélag og stjórnarhætti gagnsæja- og getur leitt af sér jákvæðan ávinning sem styrkist frekar með stefnumiðaðri ákvarðanatöku sem byggir á eigendastefnu. Höfundur er stefnustjóri OR og doktorsnemi við HÍ.
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar