Hefjumst handa í dag – ekki eftir 50 ár Grímur Atlason skrifar 12. júlí 2021 17:00 Réttlæti er hópur fólks sem í síðustu viku kom fram með ósk um að borgarstjórn Reykjavíkur rannsakaði starfsemi vöggustofa á vegum borgarinnar á árunum 1947 til 1973. Mjög mikilvægt mál og smánarblettur á sögu borgarinnar og Íslands. Afleiðingar þeirra aðferða sem viðhafðar voru á þessum vöggustofum eru víðfeðmar og með vaxandi þekkingu á afleiðingum áfalla ljóst að þeirra mun gæta lengi enn. Borgarstjórn hefur ákveðið að fram fari rannsókn á starfsemi vöggustofanna. Í nóvember sl., í kjölfar umfjöllunar um Arnarholt, heimilis hvar einstaklingar með geðrænar áskoranir voru vistaðir um áratuga skeið, fóru landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp fram á að gerð yrði úttekt á meðferð og aðbúnaði fullorðinna sem vistaðir höfðu verið á vegum hins opinbera 80 ár aftur í tímann. Á sama tíma heyrðum við frásagnir stúlkna sem vistaðar höfðu verið á Laugarlandi á síðustu tveimur áratugum. Bæði mál eru nú í meðförum þings og gæða- og eftirlitsstofnunar félagsmálaráðuneytisins. Eins mikilvægt og það er að rannsaka þessa sögu og afleiðingar hennar þá er kominn tími til að við byrjum einnig að skoða nútímann með augum framtíðarinnar. Hugsa til þeirra sem á undan okkur gengju og reyndu að vara okkur við á hverjum tíma en við hlustuðum ekki fyrr en 50 til 60 árum síðar. Sigurjón Björnsson sálfræðingur og borgarfulltrúi benti t.d. á að óæskilegar uppeldisaðferðir færu fram á vöggustofunum árið 1967. Tenglar bentu á aðbúnaðinn í Arnarholti og hvernig farið væri með vistmenn þar og víðar á árunum í kringum 1970. En við hlustuðum ekki þá. Í kjölfar umfjöllunar um Arnarholt leitaði til Geðhjálpar núverandi og fyrrverandi starfsfólk, aðstandendur og notendur þjónustu geðdeilda Landspítalans. Þau bentu á ýmislegt í menningu og starfsemi deildanna sem þyrfti að breyta. Sumt af því sem kom fram varðaði hegningarlög ef rétt reyndist.. Geðhjálp kom upplýsingum strax áfram til Embættis landlæknis og yfirstjórnar Landspítalans. Nú síðast um helgina fengum við fréttir af hörmungarsögu fatlaðs manns sem hefur verið lokaður inni á réttargeðdeild vegna úrræðaleysis í kerfinu. Það kom stjórn Geðhjálpar á óvart hve viðbrögðin virtust dræm þrátt fyrir að um atburði í nútímanum væri að ræða. Í svari landlæknis þann 1. júní sl. sagði m.a.: „Landspítali hefur nú skilað tveimur greinagerðum til embættisins sem svar við þeim atriðum sem embættið beindi til hans. Að mati embættisins hafa stjórnendur geðþjónustu Landspítalans unnið vel úr þessum málum og lagt fram áætlun um úrbætur þar sem það á við. […] Embættið mun fylgja málinu frekar eftir gagnvart Landspítala og fylgjast með framvindu mála á deildinni og umbótavinnu.“ Umboðsmaður Alþingis fór í heimsókn á öryggis- og réttargeðdeildir Landspítalans vegna þeirra ábendinga sem komu fram í ofangreindum greinargerðum Geðhjálpar. Í stuttri frétt um heimsókn umboðsmanns segir á heimasíðu embættisins: „Þar hefur jafnframt þýðingu að af samtölum við sjúklinga og starfsmenn á deildunum varð ekki annað ráðið en að meðferð þeirra sé almennt í samræmi við mannúð og mannvirðingu sem endurspeglar þá mynd sem birtist í fyrri heimsókn umboðsmanns.“ Ábendingar þær sem komu fram í greinargerðum Geðhjálpar vörðuðu eins og fram hefur komið stórfelld mannréttindabrot, hegningarlagabrot, brot á lögum um réttindi sjúklinga og brot á ýmsum vinnuréttarlögum. Afgreiðsla eftirlitsaðila er til þess fallin að maður spyrji sig spurninga eins og: Þurfa að líða 30-50 ár þangað til að við bregðumst við ábendingum um harðræði og ómennsku? Hvers vegna er eftirlit í jafn miklu skötulíki og raun ber vitni? Hvernig vann Landspítalinn að mati Embættis landlæknis vel úr því máli að hafa lokað einstakling inni í herbergi svo mánuðum skipti á lokaðri deild á Kleppi? Hvernig var unnið úr þeim ábendingum hvar kom fram að sjúklingar hafi verið beittir refsingum í formi þess að taka af þeim teikniblokk, tóbak, kaffi eða möguleika á útiveru? Eru þetta dæmi um mannúð og mannvirðingu? Við þurfum að skoða nútímann með augum framtíðarinnar. Sérstaklega á þeim stöðum þar sem við lokum fólk inni um lengri og skemmri tíma. Til þess að það megi takast þurfum við í fyrsta lagi að ákveða sem samfélag að gera þetta það forgangsverkefni okkar að rannsóknarnefndir framtíðarinnar, sem hafa með aðbúnað og mannréttindi fólks að gera, verði óþarfar. Í öðru lagi taka upp breytta hugmyndafræði við meðferð við geðrænum áskorunum. Í þriðja lagi efla samfélagsgeðheilbrigðisþjónustu. Í fjórða lagi loka Kleppi og geðdeildum á Landspítala og Akureyri sem rekið er í ófullnægjandi húsnæði sem hvorki er samboðið fólki 2021 né fólki sem þar dvaldi 1980. Í fimmta og síðasta lagi að koma á virku eftirliti með starfsemi þar sem fólk er lokað inni. Setjum geðheilsu i forgang. Gerum það okkur og framtíðinni til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Grímur Atlason Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Réttlæti er hópur fólks sem í síðustu viku kom fram með ósk um að borgarstjórn Reykjavíkur rannsakaði starfsemi vöggustofa á vegum borgarinnar á árunum 1947 til 1973. Mjög mikilvægt mál og smánarblettur á sögu borgarinnar og Íslands. Afleiðingar þeirra aðferða sem viðhafðar voru á þessum vöggustofum eru víðfeðmar og með vaxandi þekkingu á afleiðingum áfalla ljóst að þeirra mun gæta lengi enn. Borgarstjórn hefur ákveðið að fram fari rannsókn á starfsemi vöggustofanna. Í nóvember sl., í kjölfar umfjöllunar um Arnarholt, heimilis hvar einstaklingar með geðrænar áskoranir voru vistaðir um áratuga skeið, fóru landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp fram á að gerð yrði úttekt á meðferð og aðbúnaði fullorðinna sem vistaðir höfðu verið á vegum hins opinbera 80 ár aftur í tímann. Á sama tíma heyrðum við frásagnir stúlkna sem vistaðar höfðu verið á Laugarlandi á síðustu tveimur áratugum. Bæði mál eru nú í meðförum þings og gæða- og eftirlitsstofnunar félagsmálaráðuneytisins. Eins mikilvægt og það er að rannsaka þessa sögu og afleiðingar hennar þá er kominn tími til að við byrjum einnig að skoða nútímann með augum framtíðarinnar. Hugsa til þeirra sem á undan okkur gengju og reyndu að vara okkur við á hverjum tíma en við hlustuðum ekki fyrr en 50 til 60 árum síðar. Sigurjón Björnsson sálfræðingur og borgarfulltrúi benti t.d. á að óæskilegar uppeldisaðferðir færu fram á vöggustofunum árið 1967. Tenglar bentu á aðbúnaðinn í Arnarholti og hvernig farið væri með vistmenn þar og víðar á árunum í kringum 1970. En við hlustuðum ekki þá. Í kjölfar umfjöllunar um Arnarholt leitaði til Geðhjálpar núverandi og fyrrverandi starfsfólk, aðstandendur og notendur þjónustu geðdeilda Landspítalans. Þau bentu á ýmislegt í menningu og starfsemi deildanna sem þyrfti að breyta. Sumt af því sem kom fram varðaði hegningarlög ef rétt reyndist.. Geðhjálp kom upplýsingum strax áfram til Embættis landlæknis og yfirstjórnar Landspítalans. Nú síðast um helgina fengum við fréttir af hörmungarsögu fatlaðs manns sem hefur verið lokaður inni á réttargeðdeild vegna úrræðaleysis í kerfinu. Það kom stjórn Geðhjálpar á óvart hve viðbrögðin virtust dræm þrátt fyrir að um atburði í nútímanum væri að ræða. Í svari landlæknis þann 1. júní sl. sagði m.a.: „Landspítali hefur nú skilað tveimur greinagerðum til embættisins sem svar við þeim atriðum sem embættið beindi til hans. Að mati embættisins hafa stjórnendur geðþjónustu Landspítalans unnið vel úr þessum málum og lagt fram áætlun um úrbætur þar sem það á við. […] Embættið mun fylgja málinu frekar eftir gagnvart Landspítala og fylgjast með framvindu mála á deildinni og umbótavinnu.“ Umboðsmaður Alþingis fór í heimsókn á öryggis- og réttargeðdeildir Landspítalans vegna þeirra ábendinga sem komu fram í ofangreindum greinargerðum Geðhjálpar. Í stuttri frétt um heimsókn umboðsmanns segir á heimasíðu embættisins: „Þar hefur jafnframt þýðingu að af samtölum við sjúklinga og starfsmenn á deildunum varð ekki annað ráðið en að meðferð þeirra sé almennt í samræmi við mannúð og mannvirðingu sem endurspeglar þá mynd sem birtist í fyrri heimsókn umboðsmanns.“ Ábendingar þær sem komu fram í greinargerðum Geðhjálpar vörðuðu eins og fram hefur komið stórfelld mannréttindabrot, hegningarlagabrot, brot á lögum um réttindi sjúklinga og brot á ýmsum vinnuréttarlögum. Afgreiðsla eftirlitsaðila er til þess fallin að maður spyrji sig spurninga eins og: Þurfa að líða 30-50 ár þangað til að við bregðumst við ábendingum um harðræði og ómennsku? Hvers vegna er eftirlit í jafn miklu skötulíki og raun ber vitni? Hvernig vann Landspítalinn að mati Embættis landlæknis vel úr því máli að hafa lokað einstakling inni í herbergi svo mánuðum skipti á lokaðri deild á Kleppi? Hvernig var unnið úr þeim ábendingum hvar kom fram að sjúklingar hafi verið beittir refsingum í formi þess að taka af þeim teikniblokk, tóbak, kaffi eða möguleika á útiveru? Eru þetta dæmi um mannúð og mannvirðingu? Við þurfum að skoða nútímann með augum framtíðarinnar. Sérstaklega á þeim stöðum þar sem við lokum fólk inni um lengri og skemmri tíma. Til þess að það megi takast þurfum við í fyrsta lagi að ákveða sem samfélag að gera þetta það forgangsverkefni okkar að rannsóknarnefndir framtíðarinnar, sem hafa með aðbúnað og mannréttindi fólks að gera, verði óþarfar. Í öðru lagi taka upp breytta hugmyndafræði við meðferð við geðrænum áskorunum. Í þriðja lagi efla samfélagsgeðheilbrigðisþjónustu. Í fjórða lagi loka Kleppi og geðdeildum á Landspítala og Akureyri sem rekið er í ófullnægjandi húsnæði sem hvorki er samboðið fólki 2021 né fólki sem þar dvaldi 1980. Í fimmta og síðasta lagi að koma á virku eftirliti með starfsemi þar sem fólk er lokað inni. Setjum geðheilsu i forgang. Gerum það okkur og framtíðinni til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar