Hefjumst handa í dag – ekki eftir 50 ár Grímur Atlason skrifar 12. júlí 2021 17:00 Réttlæti er hópur fólks sem í síðustu viku kom fram með ósk um að borgarstjórn Reykjavíkur rannsakaði starfsemi vöggustofa á vegum borgarinnar á árunum 1947 til 1973. Mjög mikilvægt mál og smánarblettur á sögu borgarinnar og Íslands. Afleiðingar þeirra aðferða sem viðhafðar voru á þessum vöggustofum eru víðfeðmar og með vaxandi þekkingu á afleiðingum áfalla ljóst að þeirra mun gæta lengi enn. Borgarstjórn hefur ákveðið að fram fari rannsókn á starfsemi vöggustofanna. Í nóvember sl., í kjölfar umfjöllunar um Arnarholt, heimilis hvar einstaklingar með geðrænar áskoranir voru vistaðir um áratuga skeið, fóru landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp fram á að gerð yrði úttekt á meðferð og aðbúnaði fullorðinna sem vistaðir höfðu verið á vegum hins opinbera 80 ár aftur í tímann. Á sama tíma heyrðum við frásagnir stúlkna sem vistaðar höfðu verið á Laugarlandi á síðustu tveimur áratugum. Bæði mál eru nú í meðförum þings og gæða- og eftirlitsstofnunar félagsmálaráðuneytisins. Eins mikilvægt og það er að rannsaka þessa sögu og afleiðingar hennar þá er kominn tími til að við byrjum einnig að skoða nútímann með augum framtíðarinnar. Hugsa til þeirra sem á undan okkur gengju og reyndu að vara okkur við á hverjum tíma en við hlustuðum ekki fyrr en 50 til 60 árum síðar. Sigurjón Björnsson sálfræðingur og borgarfulltrúi benti t.d. á að óæskilegar uppeldisaðferðir færu fram á vöggustofunum árið 1967. Tenglar bentu á aðbúnaðinn í Arnarholti og hvernig farið væri með vistmenn þar og víðar á árunum í kringum 1970. En við hlustuðum ekki þá. Í kjölfar umfjöllunar um Arnarholt leitaði til Geðhjálpar núverandi og fyrrverandi starfsfólk, aðstandendur og notendur þjónustu geðdeilda Landspítalans. Þau bentu á ýmislegt í menningu og starfsemi deildanna sem þyrfti að breyta. Sumt af því sem kom fram varðaði hegningarlög ef rétt reyndist.. Geðhjálp kom upplýsingum strax áfram til Embættis landlæknis og yfirstjórnar Landspítalans. Nú síðast um helgina fengum við fréttir af hörmungarsögu fatlaðs manns sem hefur verið lokaður inni á réttargeðdeild vegna úrræðaleysis í kerfinu. Það kom stjórn Geðhjálpar á óvart hve viðbrögðin virtust dræm þrátt fyrir að um atburði í nútímanum væri að ræða. Í svari landlæknis þann 1. júní sl. sagði m.a.: „Landspítali hefur nú skilað tveimur greinagerðum til embættisins sem svar við þeim atriðum sem embættið beindi til hans. Að mati embættisins hafa stjórnendur geðþjónustu Landspítalans unnið vel úr þessum málum og lagt fram áætlun um úrbætur þar sem það á við. […] Embættið mun fylgja málinu frekar eftir gagnvart Landspítala og fylgjast með framvindu mála á deildinni og umbótavinnu.“ Umboðsmaður Alþingis fór í heimsókn á öryggis- og réttargeðdeildir Landspítalans vegna þeirra ábendinga sem komu fram í ofangreindum greinargerðum Geðhjálpar. Í stuttri frétt um heimsókn umboðsmanns segir á heimasíðu embættisins: „Þar hefur jafnframt þýðingu að af samtölum við sjúklinga og starfsmenn á deildunum varð ekki annað ráðið en að meðferð þeirra sé almennt í samræmi við mannúð og mannvirðingu sem endurspeglar þá mynd sem birtist í fyrri heimsókn umboðsmanns.“ Ábendingar þær sem komu fram í greinargerðum Geðhjálpar vörðuðu eins og fram hefur komið stórfelld mannréttindabrot, hegningarlagabrot, brot á lögum um réttindi sjúklinga og brot á ýmsum vinnuréttarlögum. Afgreiðsla eftirlitsaðila er til þess fallin að maður spyrji sig spurninga eins og: Þurfa að líða 30-50 ár þangað til að við bregðumst við ábendingum um harðræði og ómennsku? Hvers vegna er eftirlit í jafn miklu skötulíki og raun ber vitni? Hvernig vann Landspítalinn að mati Embættis landlæknis vel úr því máli að hafa lokað einstakling inni í herbergi svo mánuðum skipti á lokaðri deild á Kleppi? Hvernig var unnið úr þeim ábendingum hvar kom fram að sjúklingar hafi verið beittir refsingum í formi þess að taka af þeim teikniblokk, tóbak, kaffi eða möguleika á útiveru? Eru þetta dæmi um mannúð og mannvirðingu? Við þurfum að skoða nútímann með augum framtíðarinnar. Sérstaklega á þeim stöðum þar sem við lokum fólk inni um lengri og skemmri tíma. Til þess að það megi takast þurfum við í fyrsta lagi að ákveða sem samfélag að gera þetta það forgangsverkefni okkar að rannsóknarnefndir framtíðarinnar, sem hafa með aðbúnað og mannréttindi fólks að gera, verði óþarfar. Í öðru lagi taka upp breytta hugmyndafræði við meðferð við geðrænum áskorunum. Í þriðja lagi efla samfélagsgeðheilbrigðisþjónustu. Í fjórða lagi loka Kleppi og geðdeildum á Landspítala og Akureyri sem rekið er í ófullnægjandi húsnæði sem hvorki er samboðið fólki 2021 né fólki sem þar dvaldi 1980. Í fimmta og síðasta lagi að koma á virku eftirliti með starfsemi þar sem fólk er lokað inni. Setjum geðheilsu i forgang. Gerum það okkur og framtíðinni til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Grímur Atlason Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Réttlæti er hópur fólks sem í síðustu viku kom fram með ósk um að borgarstjórn Reykjavíkur rannsakaði starfsemi vöggustofa á vegum borgarinnar á árunum 1947 til 1973. Mjög mikilvægt mál og smánarblettur á sögu borgarinnar og Íslands. Afleiðingar þeirra aðferða sem viðhafðar voru á þessum vöggustofum eru víðfeðmar og með vaxandi þekkingu á afleiðingum áfalla ljóst að þeirra mun gæta lengi enn. Borgarstjórn hefur ákveðið að fram fari rannsókn á starfsemi vöggustofanna. Í nóvember sl., í kjölfar umfjöllunar um Arnarholt, heimilis hvar einstaklingar með geðrænar áskoranir voru vistaðir um áratuga skeið, fóru landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp fram á að gerð yrði úttekt á meðferð og aðbúnaði fullorðinna sem vistaðir höfðu verið á vegum hins opinbera 80 ár aftur í tímann. Á sama tíma heyrðum við frásagnir stúlkna sem vistaðar höfðu verið á Laugarlandi á síðustu tveimur áratugum. Bæði mál eru nú í meðförum þings og gæða- og eftirlitsstofnunar félagsmálaráðuneytisins. Eins mikilvægt og það er að rannsaka þessa sögu og afleiðingar hennar þá er kominn tími til að við byrjum einnig að skoða nútímann með augum framtíðarinnar. Hugsa til þeirra sem á undan okkur gengju og reyndu að vara okkur við á hverjum tíma en við hlustuðum ekki fyrr en 50 til 60 árum síðar. Sigurjón Björnsson sálfræðingur og borgarfulltrúi benti t.d. á að óæskilegar uppeldisaðferðir færu fram á vöggustofunum árið 1967. Tenglar bentu á aðbúnaðinn í Arnarholti og hvernig farið væri með vistmenn þar og víðar á árunum í kringum 1970. En við hlustuðum ekki þá. Í kjölfar umfjöllunar um Arnarholt leitaði til Geðhjálpar núverandi og fyrrverandi starfsfólk, aðstandendur og notendur þjónustu geðdeilda Landspítalans. Þau bentu á ýmislegt í menningu og starfsemi deildanna sem þyrfti að breyta. Sumt af því sem kom fram varðaði hegningarlög ef rétt reyndist.. Geðhjálp kom upplýsingum strax áfram til Embættis landlæknis og yfirstjórnar Landspítalans. Nú síðast um helgina fengum við fréttir af hörmungarsögu fatlaðs manns sem hefur verið lokaður inni á réttargeðdeild vegna úrræðaleysis í kerfinu. Það kom stjórn Geðhjálpar á óvart hve viðbrögðin virtust dræm þrátt fyrir að um atburði í nútímanum væri að ræða. Í svari landlæknis þann 1. júní sl. sagði m.a.: „Landspítali hefur nú skilað tveimur greinagerðum til embættisins sem svar við þeim atriðum sem embættið beindi til hans. Að mati embættisins hafa stjórnendur geðþjónustu Landspítalans unnið vel úr þessum málum og lagt fram áætlun um úrbætur þar sem það á við. […] Embættið mun fylgja málinu frekar eftir gagnvart Landspítala og fylgjast með framvindu mála á deildinni og umbótavinnu.“ Umboðsmaður Alþingis fór í heimsókn á öryggis- og réttargeðdeildir Landspítalans vegna þeirra ábendinga sem komu fram í ofangreindum greinargerðum Geðhjálpar. Í stuttri frétt um heimsókn umboðsmanns segir á heimasíðu embættisins: „Þar hefur jafnframt þýðingu að af samtölum við sjúklinga og starfsmenn á deildunum varð ekki annað ráðið en að meðferð þeirra sé almennt í samræmi við mannúð og mannvirðingu sem endurspeglar þá mynd sem birtist í fyrri heimsókn umboðsmanns.“ Ábendingar þær sem komu fram í greinargerðum Geðhjálpar vörðuðu eins og fram hefur komið stórfelld mannréttindabrot, hegningarlagabrot, brot á lögum um réttindi sjúklinga og brot á ýmsum vinnuréttarlögum. Afgreiðsla eftirlitsaðila er til þess fallin að maður spyrji sig spurninga eins og: Þurfa að líða 30-50 ár þangað til að við bregðumst við ábendingum um harðræði og ómennsku? Hvers vegna er eftirlit í jafn miklu skötulíki og raun ber vitni? Hvernig vann Landspítalinn að mati Embættis landlæknis vel úr því máli að hafa lokað einstakling inni í herbergi svo mánuðum skipti á lokaðri deild á Kleppi? Hvernig var unnið úr þeim ábendingum hvar kom fram að sjúklingar hafi verið beittir refsingum í formi þess að taka af þeim teikniblokk, tóbak, kaffi eða möguleika á útiveru? Eru þetta dæmi um mannúð og mannvirðingu? Við þurfum að skoða nútímann með augum framtíðarinnar. Sérstaklega á þeim stöðum þar sem við lokum fólk inni um lengri og skemmri tíma. Til þess að það megi takast þurfum við í fyrsta lagi að ákveða sem samfélag að gera þetta það forgangsverkefni okkar að rannsóknarnefndir framtíðarinnar, sem hafa með aðbúnað og mannréttindi fólks að gera, verði óþarfar. Í öðru lagi taka upp breytta hugmyndafræði við meðferð við geðrænum áskorunum. Í þriðja lagi efla samfélagsgeðheilbrigðisþjónustu. Í fjórða lagi loka Kleppi og geðdeildum á Landspítala og Akureyri sem rekið er í ófullnægjandi húsnæði sem hvorki er samboðið fólki 2021 né fólki sem þar dvaldi 1980. Í fimmta og síðasta lagi að koma á virku eftirliti með starfsemi þar sem fólk er lokað inni. Setjum geðheilsu i forgang. Gerum það okkur og framtíðinni til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun