Stuðningsmenn hylja skemmdarverk á mynd af Rashford Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2021 15:39 Íbúar og aðdáendur hafa hulið skemmdarverkin sem unnin voru á myndinni af Rashford. Getty/Christopher Furlong Stuðningsmenn fótboltakappans Marcus Rashford hafa tekið sig til og hulið andstyggileg skilaboð, sem máluð voru á veggmynd af honum, með fallegum skilaboðum. Svekktar fóboltabullur tóku sig til og krotuðu á myndina af honum í nótt, aðeins klukkutímum eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleik Englands gegn Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta. Rashford, sem er aðeins 23 ára gamall, var einn þriggja leikmanna Englands sem klúðraði vítaspyrnu í gær. Hinir tveir voru þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka, en þremenningarnir eru allir þeldökkir. Svekktir fótboltaáhugamenn fór fljótt að kalla að þeim ókvæðisorðum, bæði á vellinum og á netinu. Bullurnar hafa verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð. Þeim hefur meðal annars verið líkt við apa og fleira í jafn ósmekklegum dúr. Þessir sömu svekktu fótboltaáhugamenn héldu ekki að sér höndum þegar þeir sáu veggmyndina af Rashford í Withington í Manchester, og skrifuðu ókvæðisskilaboð til Rashfords. Íbúar í nágrenninu og aðdáendur Rashfords voru hins vegar snöggir að bregðast við og huldu skilaboðin ljótu. Í dag hefur síðan fjöldi flykkst að veggmyndinni og skilið eftir miða með fallegum skilaboðum, til dæmis „bróðir,“ „hetja“ og „við elskum þig.“ Fólk hefur skilið eftir falleg skilaboð við veggmyndina.Getty/Christopher Furlong Lögreglu var tilkynnt um skemmdarverkið rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og er rannsókn hafin á málinu. Lögregla sagði í tilkynningu að skemmdarverkið hafi verið „drifið af kynþáttafordómum.“ Rashford ólst upp í Withington hverfinu og var veggmyndin af honum máluð í nóvember á síðasta ári til heiðurs honum vegna framtaks hans til að tryggja börnum úr fátækum fjölskyldum nægan mat. Rashford hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja að ekkert barn á Bretlandi fari svangt að sofa og hefur meðal annars tekið höndum saman við góðgerðasamtökin FareShare, sem gefa hungruðum í landinu mat. Fótbolti England Kynþáttafordómar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Svekktar fóboltabullur tóku sig til og krotuðu á myndina af honum í nótt, aðeins klukkutímum eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleik Englands gegn Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta. Rashford, sem er aðeins 23 ára gamall, var einn þriggja leikmanna Englands sem klúðraði vítaspyrnu í gær. Hinir tveir voru þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka, en þremenningarnir eru allir þeldökkir. Svekktir fótboltaáhugamenn fór fljótt að kalla að þeim ókvæðisorðum, bæði á vellinum og á netinu. Bullurnar hafa verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð. Þeim hefur meðal annars verið líkt við apa og fleira í jafn ósmekklegum dúr. Þessir sömu svekktu fótboltaáhugamenn héldu ekki að sér höndum þegar þeir sáu veggmyndina af Rashford í Withington í Manchester, og skrifuðu ókvæðisskilaboð til Rashfords. Íbúar í nágrenninu og aðdáendur Rashfords voru hins vegar snöggir að bregðast við og huldu skilaboðin ljótu. Í dag hefur síðan fjöldi flykkst að veggmyndinni og skilið eftir miða með fallegum skilaboðum, til dæmis „bróðir,“ „hetja“ og „við elskum þig.“ Fólk hefur skilið eftir falleg skilaboð við veggmyndina.Getty/Christopher Furlong Lögreglu var tilkynnt um skemmdarverkið rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og er rannsókn hafin á málinu. Lögregla sagði í tilkynningu að skemmdarverkið hafi verið „drifið af kynþáttafordómum.“ Rashford ólst upp í Withington hverfinu og var veggmyndin af honum máluð í nóvember á síðasta ári til heiðurs honum vegna framtaks hans til að tryggja börnum úr fátækum fjölskyldum nægan mat. Rashford hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja að ekkert barn á Bretlandi fari svangt að sofa og hefur meðal annars tekið höndum saman við góðgerðasamtökin FareShare, sem gefa hungruðum í landinu mat.
Fótbolti England Kynþáttafordómar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45
Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30