Þungvopnuð á hóteli skömmu fyrir stjörnuleikinn Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2021 23:09 Starfsmaður Maven-hótelsins mun hafa séð byssurnar og tilkynnt þær til lögreglu. AP/Davud Zalubowski Lögregluþjónar í Denver í Bandaríkjunum handtóku á föstudaginn fjóra á hóteli í borginni og lögðu hald á fjölda skotvopna og hundruð byssukúlna. Stjörnuleikur hafnaboltadeildar Bandaríkjanna fer fram í Denver á þriðjudaginn og er talið mögulegt að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð. Engar vísbendingar um það hafa þó fundist enn sem komið er, samkvæmt yfirlýsingu frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem send var út í dag. Starfsfólk Maven hótelsins, sem er stuttan spöl frá Coors leikvanginum þar sem stjörnuleikurinn fer fram, sendi lögreglu ábendingu á föstudaginn eftir að starfsmaður sá byssurnar. Leitað var í tveimur herbergjum og fundust fjölmörg skotvopn, þar á meðal rifflar, og mikið magn skotfæra. Þrír menn og ein kona voru handtekin en Denver Post segir mennina þrjá eiga langan sakaferil að baki. Þá á einn mannanna að hafa skrifað á Facebook að hann vildi enda líf sitt á stórfenglegan hátt. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu eftir heimildarmönnum sínum í lögreglunni í Denver að þar á bæ hefðu menn áhyggjur af því að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð í líkingu við skotárásina í Las Vegas árið 2017 þar sem 58 létu lífið. Eins og áður segir hafa rannsakendur þó engar vísbendingar fundið um að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar ítrekaði þó að rannsóknin væri skammt á veg komin. Lögreglan hefur enn ekki veitt miklar upplýsingar um handtökurnar og fyrirspurnum AP hefur ekki verið svarað. Lögreglan í Denver gaf þó út tilkynningu þar sem starfsfólki hótelsins var hrósað. Um gott dæmi þess hve samfélagið sjálft væri mikilvægt í að tryggja öryggi. Þá voru gestir borgarinnar hvattir til að fylgjast með umhverfi sínu og tilkynna grunsamlega hegðun og ólöglegt athæfi til lögreglu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Engar vísbendingar um það hafa þó fundist enn sem komið er, samkvæmt yfirlýsingu frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem send var út í dag. Starfsfólk Maven hótelsins, sem er stuttan spöl frá Coors leikvanginum þar sem stjörnuleikurinn fer fram, sendi lögreglu ábendingu á föstudaginn eftir að starfsmaður sá byssurnar. Leitað var í tveimur herbergjum og fundust fjölmörg skotvopn, þar á meðal rifflar, og mikið magn skotfæra. Þrír menn og ein kona voru handtekin en Denver Post segir mennina þrjá eiga langan sakaferil að baki. Þá á einn mannanna að hafa skrifað á Facebook að hann vildi enda líf sitt á stórfenglegan hátt. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu eftir heimildarmönnum sínum í lögreglunni í Denver að þar á bæ hefðu menn áhyggjur af því að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð í líkingu við skotárásina í Las Vegas árið 2017 þar sem 58 létu lífið. Eins og áður segir hafa rannsakendur þó engar vísbendingar fundið um að fólkið hafi ætlað að fremja fjöldamorð. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar ítrekaði þó að rannsóknin væri skammt á veg komin. Lögreglan hefur enn ekki veitt miklar upplýsingar um handtökurnar og fyrirspurnum AP hefur ekki verið svarað. Lögreglan í Denver gaf þó út tilkynningu þar sem starfsfólki hótelsins var hrósað. Um gott dæmi þess hve samfélagið sjálft væri mikilvægt í að tryggja öryggi. Þá voru gestir borgarinnar hvattir til að fylgjast með umhverfi sínu og tilkynna grunsamlega hegðun og ólöglegt athæfi til lögreglu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira