Leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2021 17:01 Hefði Selfoss landað sigri gegn Val væri toppbarátta deildarinnar í algjöru uppnámi. Vísir/Hulda Margrét Valur, topplið Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu, vann góðan 2-1 útisigur á Selfossi í síðustu umferð. Selfyssingar hefðu þurft þrjú stig til að hleypa toppbaráttu deildarinnar í algjört uppnám en Valsliðið náði að sigla heim torsóttum sigri. „Þetta var leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna til að vera í þessum séns. Þær byrjuðu þetta mót vel en stóru prófin eru stóru liðin,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. „Algjörlega, þær þurfa að vinna þessi lið í kringum sig til að fá þessi mikilvægu stig og liðin í kringum þær núna eru Breiðablik og Valur. Þannig að þær hafa ekki náð því í þessari fyrri umferð en þær hafa seinni umferðina til að bæta fyrir það,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur og fyrrum leikmaður Vals, um leikinn. Hún hélt svo áfram. „Þetta var hörkuleikur eins og Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] sagði. Þetta var dæmigerður Selfoss – Valur leikur, mikil stöðubarátta og barist um hvern einasta bolta. Mikil harka í þessu og úrslitin réðust seint í seinni hálfleik svona eins og er dæmigert fyrir þessi lið þegar þau mætast.“ „Ég held að Pétur sé dauðfeginn að vera búinn að fara austur fyrir fjall og sækja þrjú stig,“ bætti Helena við. Valur fékk á dögunum bandaríska framherjann Cyera Makenzie Hintzen til liðs við sig. Hún kom inn af bekknum þegar tæp klukkustund var liðin og var frammistaða hennar til umræðu. „Erfitt að dæma hana út frá þessum leik því þetta er mikil stöðubarátta og svoleiðis. Væri gaman að sjá hana í næsta leik gegn Stjörnunni. Hún var að koma sér í færi, “ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur þáttarins um viðbótina í Valsliðið. „Hún er mjög fljót og fylgin sér. Þetta er kraftmikill framherji og var óheppinn að skora ekki. Held að þetta sé frábært fyrir Elínu Mettu [Jensen], það losnar aðeins um hana og ábyrgðin dreifist á fleiri menn þarna í Valsliðinu,“ sagði Margrét Lára að endingu. Selfoss er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 14 stig að loknum 9 umferðum en Valur trónir á toppnum með 20 stig. Klippa: Umræða um sigur Vals á Selfossi Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Valur Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sjáðu mörkin hjá þjálfaralausum Eyjakonum, úr endurkomu Breiðabliks, sigri Vals og öll hin mörkin í 9. umferð Mikið fjör var í 9. umferð Pepsi Max deild kvenna. Liðin á útivelli unnu öll sína leiki í umferðinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu frábæran endurkomu sigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum en hér að neðan má sjá öll mörkin úr umferðinni. 7. júlí 2021 17:01 Alfreð Elías: Aulaskapur í föstum leikatriðum tapaði leiknum Selfoss tapaði á móti toppliði Vals 1-2. Bæði mörk Vals komu eftir föst leikatriði sem Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var afar ósáttur með 6. júlí 2021 22:20 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. júlí 2021 22:23 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Þetta var leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna til að vera í þessum séns. Þær byrjuðu þetta mót vel en stóru prófin eru stóru liðin,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. „Algjörlega, þær þurfa að vinna þessi lið í kringum sig til að fá þessi mikilvægu stig og liðin í kringum þær núna eru Breiðablik og Valur. Þannig að þær hafa ekki náð því í þessari fyrri umferð en þær hafa seinni umferðina til að bæta fyrir það,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur og fyrrum leikmaður Vals, um leikinn. Hún hélt svo áfram. „Þetta var hörkuleikur eins og Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] sagði. Þetta var dæmigerður Selfoss – Valur leikur, mikil stöðubarátta og barist um hvern einasta bolta. Mikil harka í þessu og úrslitin réðust seint í seinni hálfleik svona eins og er dæmigert fyrir þessi lið þegar þau mætast.“ „Ég held að Pétur sé dauðfeginn að vera búinn að fara austur fyrir fjall og sækja þrjú stig,“ bætti Helena við. Valur fékk á dögunum bandaríska framherjann Cyera Makenzie Hintzen til liðs við sig. Hún kom inn af bekknum þegar tæp klukkustund var liðin og var frammistaða hennar til umræðu. „Erfitt að dæma hana út frá þessum leik því þetta er mikil stöðubarátta og svoleiðis. Væri gaman að sjá hana í næsta leik gegn Stjörnunni. Hún var að koma sér í færi, “ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur þáttarins um viðbótina í Valsliðið. „Hún er mjög fljót og fylgin sér. Þetta er kraftmikill framherji og var óheppinn að skora ekki. Held að þetta sé frábært fyrir Elínu Mettu [Jensen], það losnar aðeins um hana og ábyrgðin dreifist á fleiri menn þarna í Valsliðinu,“ sagði Margrét Lára að endingu. Selfoss er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 14 stig að loknum 9 umferðum en Valur trónir á toppnum með 20 stig. Klippa: Umræða um sigur Vals á Selfossi Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Valur Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Sjáðu mörkin hjá þjálfaralausum Eyjakonum, úr endurkomu Breiðabliks, sigri Vals og öll hin mörkin í 9. umferð Mikið fjör var í 9. umferð Pepsi Max deild kvenna. Liðin á útivelli unnu öll sína leiki í umferðinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu frábæran endurkomu sigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum en hér að neðan má sjá öll mörkin úr umferðinni. 7. júlí 2021 17:01 Alfreð Elías: Aulaskapur í föstum leikatriðum tapaði leiknum Selfoss tapaði á móti toppliði Vals 1-2. Bæði mörk Vals komu eftir föst leikatriði sem Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var afar ósáttur með 6. júlí 2021 22:20 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. júlí 2021 22:23 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Sjáðu mörkin hjá þjálfaralausum Eyjakonum, úr endurkomu Breiðabliks, sigri Vals og öll hin mörkin í 9. umferð Mikið fjör var í 9. umferð Pepsi Max deild kvenna. Liðin á útivelli unnu öll sína leiki í umferðinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu frábæran endurkomu sigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum en hér að neðan má sjá öll mörkin úr umferðinni. 7. júlí 2021 17:01
Alfreð Elías: Aulaskapur í föstum leikatriðum tapaði leiknum Selfoss tapaði á móti toppliði Vals 1-2. Bæði mörk Vals komu eftir föst leikatriði sem Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var afar ósáttur með 6. júlí 2021 22:20
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 6. júlí 2021 22:23