Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 11:41 Estonia var á leið frá Eistlandi til Svíþjóðar þegar hún sökk. Flakið liggur á aðeins um 80 metra dýpi. epa Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að hreyfa við skipinu en það hefur verið flokkað sem grafhýsi, þar sem 852 fórust þegar skipið sökk. Því hefur nú verið breytt og munu yfirvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi standa saman að rannsókninni. „Fyrst og fremst viljum við komast að því hvað hafi valdið gatinu og hvenær þau mynduðust,“ segir Jonas Bäckstrand, yfirmaður Samgönguslysanefndar Svíþjóðar, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Næstu tíu daga munu rannsóknarteymi frá Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi rannsaka flakið og teikna upp kort af því og umhverfi flaksins. „Við munum nota sónar til að byrja með. Næsta vor ætlum við svo að fara niður og taka myndir. Við gerum ráð fyrir að þessir tveir þættir muni gefa okkur miklar upplýsingar um það hvernig flakið og umhverfi þess lítur út,“ segir Bäckstrand. Rannsóknin mun taka nokkra mánuði en niðurstöður hennar, og allar myndir sem verða teknar, verða birtar að lokum. Telja sprengingu ekki sökudólginn Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir voru frumsýndir á Dplay í september í fyrra og vöktu mikla athygli. Þáttargerðarmennirnir notuðust við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá gat á skrokki þess í fyrsta sinn, en þar til þá hafði síðan sem gatið er á snúið niður. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum hreyfst og því hefur stjórnborðssíða skipsins nú orðið sýnilegri. Sérfræðingar sem rætt var við í þáttunum útilokuðu að sprenging hafi valdið gatinu og sögðu að líklegra sé að eitthvað utanaðkomandi hafi valdið gatinu. Farþegaferjan sökk mjög hratt og höfðu lengi verið uppi kenningar um að eitthvað annað en að stafnhurð ferjunnar hafi losnað hafi valdið því. Niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sem kom út skömmu eftir slysið komst að niðurstöðu um að opnun stafnhurðarinnar hafi sökkt skipinu. Finnland Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41 Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að hreyfa við skipinu en það hefur verið flokkað sem grafhýsi, þar sem 852 fórust þegar skipið sökk. Því hefur nú verið breytt og munu yfirvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi standa saman að rannsókninni. „Fyrst og fremst viljum við komast að því hvað hafi valdið gatinu og hvenær þau mynduðust,“ segir Jonas Bäckstrand, yfirmaður Samgönguslysanefndar Svíþjóðar, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Næstu tíu daga munu rannsóknarteymi frá Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi rannsaka flakið og teikna upp kort af því og umhverfi flaksins. „Við munum nota sónar til að byrja með. Næsta vor ætlum við svo að fara niður og taka myndir. Við gerum ráð fyrir að þessir tveir þættir muni gefa okkur miklar upplýsingar um það hvernig flakið og umhverfi þess lítur út,“ segir Bäckstrand. Rannsóknin mun taka nokkra mánuði en niðurstöður hennar, og allar myndir sem verða teknar, verða birtar að lokum. Telja sprengingu ekki sökudólginn Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir voru frumsýndir á Dplay í september í fyrra og vöktu mikla athygli. Þáttargerðarmennirnir notuðust við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá gat á skrokki þess í fyrsta sinn, en þar til þá hafði síðan sem gatið er á snúið niður. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum hreyfst og því hefur stjórnborðssíða skipsins nú orðið sýnilegri. Sérfræðingar sem rætt var við í þáttunum útilokuðu að sprenging hafi valdið gatinu og sögðu að líklegra sé að eitthvað utanaðkomandi hafi valdið gatinu. Farþegaferjan sökk mjög hratt og höfðu lengi verið uppi kenningar um að eitthvað annað en að stafnhurð ferjunnar hafi losnað hafi valdið því. Niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sem kom út skömmu eftir slysið komst að niðurstöðu um að opnun stafnhurðarinnar hafi sökkt skipinu.
Finnland Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41 Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41
Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01