Segir styttingu vinnuvikunnar hafa snúist upp í andhverfu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. júlí 2021 19:31 Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara lögreglunnar. Vísir Fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í byrjun júní að kostnaðarauki upp á 900 milljónir króna vegna styttingar vinnuviku lögreglumanna væri fjármagnaður. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara til lögreglunnar. „Fjármagnið fór á lögregluna, fangelsi og Landhelgisgæsluna. Ég hef ekki séð ennþá í hvað þessir peningar hafa farið,“ segir Fjölnir. Áætlað var að viðbótarþörf fyrir mannskap hjá lögreglunni vegna styttingar vinnuvikunnar væri 75 stöðugildi. Fjölnir segir fjölda lögreglumanna hins vegar hafa staðið í stað síðan vinnuvikan var stytt. „Það útskrifuðust um fjörutíu lögreglumenn úr námi í sumar en það hættu örugglega jafn margir þannig að fjöldinn stendur svolítið í stað,“ segir Fjölnir. Styttingin hefur snúist upp í andhverfu sína Hann segir að víða hafi stytting vinnuvikunnar haft neikvæð áhrif. „Þetta hefur eiginlega snúist upp í andhverfu sína. Fólk mætir oftar í vinnu og býr við meira álag því það eru víða of fáir á vakt, sérstaklega út á landi. Þá hafa heildarlaun jafnvel lækkað með þessari breytingu. Ég var t.d. að ræða við mann áðan sem stjórnar rannsóknardeild sem sagði að þegar fólk tæki frí á föstudögum vegna styttingar vinnuvikunnar þá bíði verkefni bara til mánudagsins því það var engin ráðinn inn. Það er því engin sem grípur verkefnin sem þýðir að þau taka lengri tíma. Menn geta ekki bara hlaupið hraðar því þeir hafa hingað til verið á algjörum spretti. Þá hefur stytting vinnuvikunnar valdið því að lögreglumenn eru orðnir dálítið þreyttir. Lögreglumenn á landsbyggðinn segjast vera að gefast upp, þeir ráða ekki við álagið,“ segir Fjölnir. Ríkislögreglustjóri segir enn verið að ráða í störf Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra standa enn yfir ráðningar í laus störf og enn er verið að gera breytingar á vaktkerfum og endurmeta mannaflaþörf. Þessar upplýsingar liggja því ekki fyrir enn sem komið er á landsvísu, en skýrast með haustinu. Upphafleg þörf vegna styttingar var metin rúm 75 stöðugildi lögreglumanna og þá verður raunkostnaður yfirstandandi árs bættur eftir því hvernig til tekst að ráða í lausar stöður á þessu ári. Eftir það verða fjárveitingar bættar í fjárlögum næstu ára. Kostnaðarmat vegna verkefnisins er 900 mkr. á ári vegna þeirra stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Ekki liggur fyrir hvernig fjármagnið skiptist milli Lögreglu, Fangelsismálastofnunar og Landhelgisgæslunnar. Lögreglan Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í byrjun júní að kostnaðarauki upp á 900 milljónir króna vegna styttingar vinnuviku lögreglumanna væri fjármagnaður. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara til lögreglunnar. „Fjármagnið fór á lögregluna, fangelsi og Landhelgisgæsluna. Ég hef ekki séð ennþá í hvað þessir peningar hafa farið,“ segir Fjölnir. Áætlað var að viðbótarþörf fyrir mannskap hjá lögreglunni vegna styttingar vinnuvikunnar væri 75 stöðugildi. Fjölnir segir fjölda lögreglumanna hins vegar hafa staðið í stað síðan vinnuvikan var stytt. „Það útskrifuðust um fjörutíu lögreglumenn úr námi í sumar en það hættu örugglega jafn margir þannig að fjöldinn stendur svolítið í stað,“ segir Fjölnir. Styttingin hefur snúist upp í andhverfu sína Hann segir að víða hafi stytting vinnuvikunnar haft neikvæð áhrif. „Þetta hefur eiginlega snúist upp í andhverfu sína. Fólk mætir oftar í vinnu og býr við meira álag því það eru víða of fáir á vakt, sérstaklega út á landi. Þá hafa heildarlaun jafnvel lækkað með þessari breytingu. Ég var t.d. að ræða við mann áðan sem stjórnar rannsóknardeild sem sagði að þegar fólk tæki frí á föstudögum vegna styttingar vinnuvikunnar þá bíði verkefni bara til mánudagsins því það var engin ráðinn inn. Það er því engin sem grípur verkefnin sem þýðir að þau taka lengri tíma. Menn geta ekki bara hlaupið hraðar því þeir hafa hingað til verið á algjörum spretti. Þá hefur stytting vinnuvikunnar valdið því að lögreglumenn eru orðnir dálítið þreyttir. Lögreglumenn á landsbyggðinn segjast vera að gefast upp, þeir ráða ekki við álagið,“ segir Fjölnir. Ríkislögreglustjóri segir enn verið að ráða í störf Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra standa enn yfir ráðningar í laus störf og enn er verið að gera breytingar á vaktkerfum og endurmeta mannaflaþörf. Þessar upplýsingar liggja því ekki fyrir enn sem komið er á landsvísu, en skýrast með haustinu. Upphafleg þörf vegna styttingar var metin rúm 75 stöðugildi lögreglumanna og þá verður raunkostnaður yfirstandandi árs bættur eftir því hvernig til tekst að ráða í lausar stöður á þessu ári. Eftir það verða fjárveitingar bættar í fjárlögum næstu ára. Kostnaðarmat vegna verkefnisins er 900 mkr. á ári vegna þeirra stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Ekki liggur fyrir hvernig fjármagnið skiptist milli Lögreglu, Fangelsismálastofnunar og Landhelgisgæslunnar.
Lögreglan Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira