Þetta kemur fram í skiptalokalýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. Bú Skelfiskmarkaðarins var tekið til gjaldþrotaskipta að uppkveðnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 3. maí 2019. Skiptum á búinu lauk þann 15. febrúar síðastliðinn.
Samkvæmt úthlutunargerð úr þrotabúinu greiddust forgangskröfur að fjárhæð 3,7 milljónum króna. Ekkert fékkst greitt upp í aðrar kröfur en þær námu rúmum 295 milljónum króna.
Skelfiskmarkaðnum var lokað þann 4. mars 2019 en staðurinn hafði opnað í ágúst 2018. Hrefna Rósa Sætran var meðal þeirra sem stóð að veitingastaðnum.
Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember 2018 sem hafði veruleg áhrif á rekstur staðarins.