Richard Donner er látinn Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2021 21:05 Richard Donner ásamt eiginkonu sinni Lauren Shuler Donner á ACE Eddie verðlaunahátíðinni árið 2020. Amanda Edwards/Getty Leikstjórinn og framleiðandinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Hann var helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Lethal Weapon fjórleiknum og fyrstu Superman kvikmyndinni. Framleiðslufyrirtæki Donners staðfesti andlát hans við Variety í dag en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök. Richard Donald Schwartzberg fæddist í Bronx í New York árið 1930. Hann tók upp eftirnafnið Donner þegar hann ætlaði sér að verða leikari. Fljótlega komst hann að því að því að leikur lægi ekki fyrir honum og gerðist hann því leikstjóri. Fyrstu skref Donners í leikstjórn voru í sjónvarpi en hann leikstýrði meðal annars þáttum af The Twilight Zone, The Man From U.N.C.L.E og Get Smart. Fyrsta kvikmynd Donners í fullri var X-15 sem skartaði Charles Bronson í aðalhlutverki. Kvikmyndin sem kom Donner á kortið var hryllingsmyndin The Omen frá 1976. Seinna átti Donner eftir að leikstýra stórmyndum á borð við The Goonies, Superman og Lethal Weapon. Donner framleiddi einnig fjöldan allan af kvikmyndum á ferli sínum en þar ber helst að nefna Free Willy þríleikinn, X-Men og X-Men Origins: Wolverine. Richard Donner skilur eftir sig eiginkonu sína Lauren Shuler Donner en þau giftu sig árið 1986. Hún er einnig kvikmyndaframleiðandi. Bandaríkin Hollywood Andlát Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki Donners staðfesti andlát hans við Variety í dag en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök. Richard Donald Schwartzberg fæddist í Bronx í New York árið 1930. Hann tók upp eftirnafnið Donner þegar hann ætlaði sér að verða leikari. Fljótlega komst hann að því að því að leikur lægi ekki fyrir honum og gerðist hann því leikstjóri. Fyrstu skref Donners í leikstjórn voru í sjónvarpi en hann leikstýrði meðal annars þáttum af The Twilight Zone, The Man From U.N.C.L.E og Get Smart. Fyrsta kvikmynd Donners í fullri var X-15 sem skartaði Charles Bronson í aðalhlutverki. Kvikmyndin sem kom Donner á kortið var hryllingsmyndin The Omen frá 1976. Seinna átti Donner eftir að leikstýra stórmyndum á borð við The Goonies, Superman og Lethal Weapon. Donner framleiddi einnig fjöldan allan af kvikmyndum á ferli sínum en þar ber helst að nefna Free Willy þríleikinn, X-Men og X-Men Origins: Wolverine. Richard Donner skilur eftir sig eiginkonu sína Lauren Shuler Donner en þau giftu sig árið 1986. Hún er einnig kvikmyndaframleiðandi.
Bandaríkin Hollywood Andlát Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið