Umsátursástand þegar lögregla eltist við þungvopnaða „mára“ Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 15:55 Lögreglumenn í Massachusetts að störfum í umsátrinu við I-95 hraðbrautina við bæinn Wakefield á laugardag. Félagar í hópi sem viðurkennir ekki lög Bandaríkjanna flúðu inn í skóginn þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim. AP/Michael Dwyer Íbúum í bænum Wakefield í Massachusetts í Bandaríkjunum var skipað að halda kyrru fyrir heima hjá sér á meðan lögreglumenn leituðu uppi hóp þungvopnaðra manna sem flúði inn í skóglendi á laugardag. Ellefu manns voru handteknir eftir umsátrið sem stóð yfir í hátt í níu klukkustundir. Lögreglumenn óku fram á tvo bíla sem var lagt í vegarkanti á hraðbraut á aðfararnótt laugardags. Við þá stóðu þungvopnaðir karlmenn í herklæðum sem voru að dæla eldsneyti á bíla sína. Þegar lögreglumennirnir báðu um að sjá leyfi fyrir byssunum sögðust mennirnir ekki hafa nein slík leyfi enda viðurkenndu þeir ekki lög ríkisins. Stökk hluti hópsins á flótta inn í skóg og upphófst þá umsátrið. AP-fréttastofan segir að lögregla hafi lagt hald á þrjá AR-15-riffla, tvær skammbyssur, haglabyssu og tvo riffla. Mennirnir hafa nú verið ákærðir fyrir ólöglegan vopnaburð og fleiri glæpi. Tveir mannanna hafa fram að þessu neitað að segja til nafns. Í ljós kom að mennirnir tilheyra hópi sem kallar sig „Upprisu máranna“ frá Rhode-eyju og sem telur sig hluta af eigin fullvalda þjóð í Bandaríkjunum. Sem slík séu þeir ekki háðir bandarískum lögum. Telja sig eigin fullvalda þjóð Upprisa máranna er einn af um 25 hópum sem eru andsnúnir bandarísku ríkisstjórninni sem mannréttindasamtökin Southern Poverty Law Center (SPLC) fylgdist með í fyrra. Félagar í hópnum telja sig ekki tilheyra Bandaríkjunum. „Þannig að þeir gera hluti eins og að neita að greiða skatta, fá sér ökuskírteini eða skrá skotvopn og þeir reyna að fá félagsmenn til þess að storka alríkislögum um það,“ segir Freddy Cruz, sérfræðingur hjá SPLC. I-95 hraðbrautin í Massachusetts var lokuð um tíma á laugardag vegna umsátursins.AP/Ríkislögreglan í Massachusetts Washington Post segir að márahreyfingin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið á 10. áratug síðustu aldar sem hluti af hreyfingu fólks sem telur að einstaklingar hafi fullveldi og njóti sjálfstæðis frá ríkisvaldinu. Hún er sögð tengjast eldri sértrúarsöfnuði en hann hefur reynt að fjarlægja sig vopnaða hópnum. Hvítir þjóðernissinnar voru fremstir í flokki hreyfingar fullvalda einstaklinga á sínum tíma en Upprisa máranna sker sig úr að því leyti að langflestir félaganna eru svartir. „Márarnir“ aðhyllast þá trú að blökkumenn í Bandaríkjunum hafi sérstök réttindi á grundvelli sáttmála sem Bandaríkin og Marokkó gerðu á 18. öld og að þeir séu ýmist afkomendur máranna í Afríku eða séu innfædd þjóð í Ameríkunum. Hafa staðið fyrir ofbeldisverkum Félagar í hópnum sem voru handteknir í Massachusetts sögðust vera vopnuð sveit (e. militia) á leiðinni til Maine til æfinga á einkalandi. Þekkt er að slíkir hópar stunda heræfingar í sveitum. „Márar“ sem líta á sig sem fullvalda í Bandaríkjunum hafa staðið fyrir ýmsum ofbeldisverkum undanfarin ár, oft gegn opinberum starfsmönnum og lögreglu. Einn þeirra skaut lögreglumann í Orlando á Flórída og ók yfir annan þegar hann var eftirlýstur fyrir að myrða ófríska kærustu sína árið 2017. Árinu áður veitti annar „mári“ sex lögreglumönnum fyrirsát og myrti þrjá þeirra með hálfsjálfvirkum riffli í Baton Rouge í Lousiana. Hann féll í skotbardaganum við lögregluna. Bandaríkin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Lögreglumenn óku fram á tvo bíla sem var lagt í vegarkanti á hraðbraut á aðfararnótt laugardags. Við þá stóðu þungvopnaðir karlmenn í herklæðum sem voru að dæla eldsneyti á bíla sína. Þegar lögreglumennirnir báðu um að sjá leyfi fyrir byssunum sögðust mennirnir ekki hafa nein slík leyfi enda viðurkenndu þeir ekki lög ríkisins. Stökk hluti hópsins á flótta inn í skóg og upphófst þá umsátrið. AP-fréttastofan segir að lögregla hafi lagt hald á þrjá AR-15-riffla, tvær skammbyssur, haglabyssu og tvo riffla. Mennirnir hafa nú verið ákærðir fyrir ólöglegan vopnaburð og fleiri glæpi. Tveir mannanna hafa fram að þessu neitað að segja til nafns. Í ljós kom að mennirnir tilheyra hópi sem kallar sig „Upprisu máranna“ frá Rhode-eyju og sem telur sig hluta af eigin fullvalda þjóð í Bandaríkjunum. Sem slík séu þeir ekki háðir bandarískum lögum. Telja sig eigin fullvalda þjóð Upprisa máranna er einn af um 25 hópum sem eru andsnúnir bandarísku ríkisstjórninni sem mannréttindasamtökin Southern Poverty Law Center (SPLC) fylgdist með í fyrra. Félagar í hópnum telja sig ekki tilheyra Bandaríkjunum. „Þannig að þeir gera hluti eins og að neita að greiða skatta, fá sér ökuskírteini eða skrá skotvopn og þeir reyna að fá félagsmenn til þess að storka alríkislögum um það,“ segir Freddy Cruz, sérfræðingur hjá SPLC. I-95 hraðbrautin í Massachusetts var lokuð um tíma á laugardag vegna umsátursins.AP/Ríkislögreglan í Massachusetts Washington Post segir að márahreyfingin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið á 10. áratug síðustu aldar sem hluti af hreyfingu fólks sem telur að einstaklingar hafi fullveldi og njóti sjálfstæðis frá ríkisvaldinu. Hún er sögð tengjast eldri sértrúarsöfnuði en hann hefur reynt að fjarlægja sig vopnaða hópnum. Hvítir þjóðernissinnar voru fremstir í flokki hreyfingar fullvalda einstaklinga á sínum tíma en Upprisa máranna sker sig úr að því leyti að langflestir félaganna eru svartir. „Márarnir“ aðhyllast þá trú að blökkumenn í Bandaríkjunum hafi sérstök réttindi á grundvelli sáttmála sem Bandaríkin og Marokkó gerðu á 18. öld og að þeir séu ýmist afkomendur máranna í Afríku eða séu innfædd þjóð í Ameríkunum. Hafa staðið fyrir ofbeldisverkum Félagar í hópnum sem voru handteknir í Massachusetts sögðust vera vopnuð sveit (e. militia) á leiðinni til Maine til æfinga á einkalandi. Þekkt er að slíkir hópar stunda heræfingar í sveitum. „Márar“ sem líta á sig sem fullvalda í Bandaríkjunum hafa staðið fyrir ýmsum ofbeldisverkum undanfarin ár, oft gegn opinberum starfsmönnum og lögreglu. Einn þeirra skaut lögreglumann í Orlando á Flórída og ók yfir annan þegar hann var eftirlýstur fyrir að myrða ófríska kærustu sína árið 2017. Árinu áður veitti annar „mári“ sex lögreglumönnum fyrirsát og myrti þrjá þeirra með hálfsjálfvirkum riffli í Baton Rouge í Lousiana. Hann féll í skotbardaganum við lögregluna.
Bandaríkin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira