Miðflokkurinn sagður ætla að samþykkja áframhaldandi stjórn Löfvens Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2021 07:36 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. AP Flokkstjórn sænska Miðflokksins er sögð reiðubúin að verja nýrri ríkisstjórn Stefans Löfven falli. Frá þessu greinir Svenska dagbladet (SvD) í morgun, en Löfven mun í dag tilkynna þingforsetanum Andreas Norlén hvort hann telji grundvöll fyrir því að mynda nýrri stjórn undir hans forsæti sem nyti stuðnings meirihluta þings. SvD segir ennfremur frá því að Miðflokkurinn muni samkvæmt hugmyndunum fara í stjórnarandstöðu og leggja fram eigið fjárlagafrumvarp næsta haust. Segir að þingflokkur Miðflokksins muni skila auðu í atkvæðagreiðslu þingsins um væntanlega tillögu þingforseta um að Löfven verði næsti forsætisráðherra. Gegn því að greiða leið Löfvens að myndun nýrrar stjórnar mun Miðflokkurinn fá sitt í gegn í málum er varðar vernd standa, eignarrétt í skóglendi sem og ákveðnum umbótatillögum er varðar vinnumarkað. Tilkynni Löfven að grundvöllur sé fyrir nýrri stjórn mun þingforseti tilnefna hann og þingið svo greiða atkvæði um þá tillögu síðar í þessari viku. Einnig kann svo að fara að Löfven muni biðja Norlén um lengri frest til viðræðna við aðra flokka. 175 Til að ná meirihluta á þinginu þarf Löfven að tryggja sér það að 175 þingmenn eða fleiri greiði ekki atkvæði gegn honum. Hefur þá helst verið litið til þess að Löfven þurfi stuðning Miðflokksins og Vinstriflokksins, auk Jafnaðarmannaflokks síns og Græningja. Nooshi Dadgostar,formaður Vinstriflokksins, tilkynnti í gær að Vinstriflokkurinn muni greiða atkvæði með Löfven sem forsætisráðherra. Fráfarandi stjórn Löfvens var minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í þarsíðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Þingkosningar munu fara fram í Svíþjóð í september 2022, burtséð frá því hvort að niðurstaðan nú verði að boða verði til aukakosninga á næstu mánuðum þar sem ekki hefur tekist að mynda stjórn. Svíþjóð Tengdar fréttir Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. 1. júlí 2021 10:41 Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
SvD segir ennfremur frá því að Miðflokkurinn muni samkvæmt hugmyndunum fara í stjórnarandstöðu og leggja fram eigið fjárlagafrumvarp næsta haust. Segir að þingflokkur Miðflokksins muni skila auðu í atkvæðagreiðslu þingsins um væntanlega tillögu þingforseta um að Löfven verði næsti forsætisráðherra. Gegn því að greiða leið Löfvens að myndun nýrrar stjórnar mun Miðflokkurinn fá sitt í gegn í málum er varðar vernd standa, eignarrétt í skóglendi sem og ákveðnum umbótatillögum er varðar vinnumarkað. Tilkynni Löfven að grundvöllur sé fyrir nýrri stjórn mun þingforseti tilnefna hann og þingið svo greiða atkvæði um þá tillögu síðar í þessari viku. Einnig kann svo að fara að Löfven muni biðja Norlén um lengri frest til viðræðna við aðra flokka. 175 Til að ná meirihluta á þinginu þarf Löfven að tryggja sér það að 175 þingmenn eða fleiri greiði ekki atkvæði gegn honum. Hefur þá helst verið litið til þess að Löfven þurfi stuðning Miðflokksins og Vinstriflokksins, auk Jafnaðarmannaflokks síns og Græningja. Nooshi Dadgostar,formaður Vinstriflokksins, tilkynnti í gær að Vinstriflokkurinn muni greiða atkvæði með Löfven sem forsætisráðherra. Fráfarandi stjórn Löfvens var minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í þarsíðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Þingkosningar munu fara fram í Svíþjóð í september 2022, burtséð frá því hvort að niðurstaðan nú verði að boða verði til aukakosninga á næstu mánuðum þar sem ekki hefur tekist að mynda stjórn.
Svíþjóð Tengdar fréttir Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. 1. júlí 2021 10:41 Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. 1. júlí 2021 10:41
Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. 1. júlí 2021 08:14