Djammið er á einu máli: Þetta er af og frá. Bannið flugvélar, bíla, áfengi, hesta, hvað sem er, en ekki rafhlaupahjólin.
Fram hefur komið að síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
Hugmyndin kom upphaflega fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg, og lögreglumenn sögðu hana áhugaverða.
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar og samkvæmt athugunum fréttastofu er þetta útbreidd afstaða.