Hvíta-Rússland lokar landamærunum að Úkraínu vegna meints vopnasmygls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2021 23:01 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir fjölda ríkja standa að vopnasmygli til hryðjuverkasamtaka í Hvíta-Rússlandi. Getty/Nikolai Petrov Hvíta-Rússland hefur lokað landamærum sínum að Úkraínu. Ástæðan er sú að Hvít-Rússar segja að vopnum hafi smyglað yfir landamærin og inn í landið. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, vill jafnframt meina að vopnasmyglið sé hluti af stærra plani, plani um að bola honum af valdastólnum. Lúkasjenka er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu en hann hefur setið á valdastóli í 27 ár. Lúkasjenka sagði í dag – án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir – að öryggissveitir hans hafi jafnframt komist á snoðir um leynilega hryðjuverkahópa í landinu, sem njóti stuðnings erlendra afla, sem hafi lagt á ráðin um að fremja valdarán. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þau hafa farið yfir strikið. Við getum ekki fyrirgefið þeim,“ sagði hann í dag. Ætlar að ræða málin við Merkel Hann vill meina að vopnin hafi verið flutt til hryðjuverkahópanna á vegum Þýskalands, Litháen, Póllands, Úkraínu og Bandaríkjanna. Ríkin fimm hafi fjármagnað vopnakaupin- og flutninginn. „Rosalegt magn vopna er að koma frá Úkraínu til Hvíta-Rússlands. Þess vegna fyrirskipaði ég landamæravörðum okkar að loka landamærunum að Úkraínu alveg,“ sagði Lúkasjenka í dag í ræðu sem hann flutti í tilefni af þrjátíu ára sjálfstæði landsins. Þá sagðist hann jafnframt ætla að ræða þessi mál við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og aðra þjóðarleiðtoga sem hann vill meina að styðji meinta hryðjuverkamenn og vopnaflutning. Úkraína hefur þegar neitað ásökununum og sagt að yfirvöld þar í landi komi hvergi að því að reyna að hafa áhrif á innanríkismál Hvíta-Rússlands. Þá kom fram í tilkynningu frá yfirvöldum Úkraínu að lokun landamæranna, sem spanna um 1.084 kílómetra, muni ekki leiða neitt gott af sér. Sigraði forsetakosningarnar, eða hvað? Ástandið í Hvíta-Rússlandi hefur farið síversnandi frá forsetakosningum í ágúst síðastliðnum. Fjöldi fólks bauð sig fram á móti forsetanum sitjandi en flestir voru þeir handteknir. Síðan þá hafa mótmæli skekið landið og síversnandi sögur um mannréttindabrot og ofbeldi yfirvalda litið dagsins ljós. Svetlana Tsíkanovskaja var ein þeirra sem bauð sig fram til forseta, en hún tók við forsetaframboði eiginmanns síns eftir að hann var fangelsaður á síðasta ári. Vinsældir Tsíkanovskaju fóru upp úr öllu valdi og töldu margir hana augljósan sigurvegara kosninganna, þangað til að niðurstöður lágu fyrir. Lúkasjenka fór með sigur úr bítum, alla vega samkvæmt opinberum kosninganiðurstöðum, en margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja sigur sinn. Stuttu eftir að niðurstöður lágu fyrir flúði Tsíkanovskaja land og hefur síðan þá verið málsvari mannréttinda og baráttu fyrir frjálsum kosningum. Leita að bandamönnum Tsíkanovskaja er stödd hér á landi þessa stundina en hún fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. Í viðtali við fréttastofu sagði Tsíkanovskaja að fyrst of fremst sé hún og stuðningsmenn hennar að leita að bandamönnum. „Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ sagði Tsíkanovskaja. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim.“ Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, vill jafnframt meina að vopnasmyglið sé hluti af stærra plani, plani um að bola honum af valdastólnum. Lúkasjenka er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu en hann hefur setið á valdastóli í 27 ár. Lúkasjenka sagði í dag – án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir – að öryggissveitir hans hafi jafnframt komist á snoðir um leynilega hryðjuverkahópa í landinu, sem njóti stuðnings erlendra afla, sem hafi lagt á ráðin um að fremja valdarán. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þau hafa farið yfir strikið. Við getum ekki fyrirgefið þeim,“ sagði hann í dag. Ætlar að ræða málin við Merkel Hann vill meina að vopnin hafi verið flutt til hryðjuverkahópanna á vegum Þýskalands, Litháen, Póllands, Úkraínu og Bandaríkjanna. Ríkin fimm hafi fjármagnað vopnakaupin- og flutninginn. „Rosalegt magn vopna er að koma frá Úkraínu til Hvíta-Rússlands. Þess vegna fyrirskipaði ég landamæravörðum okkar að loka landamærunum að Úkraínu alveg,“ sagði Lúkasjenka í dag í ræðu sem hann flutti í tilefni af þrjátíu ára sjálfstæði landsins. Þá sagðist hann jafnframt ætla að ræða þessi mál við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og aðra þjóðarleiðtoga sem hann vill meina að styðji meinta hryðjuverkamenn og vopnaflutning. Úkraína hefur þegar neitað ásökununum og sagt að yfirvöld þar í landi komi hvergi að því að reyna að hafa áhrif á innanríkismál Hvíta-Rússlands. Þá kom fram í tilkynningu frá yfirvöldum Úkraínu að lokun landamæranna, sem spanna um 1.084 kílómetra, muni ekki leiða neitt gott af sér. Sigraði forsetakosningarnar, eða hvað? Ástandið í Hvíta-Rússlandi hefur farið síversnandi frá forsetakosningum í ágúst síðastliðnum. Fjöldi fólks bauð sig fram á móti forsetanum sitjandi en flestir voru þeir handteknir. Síðan þá hafa mótmæli skekið landið og síversnandi sögur um mannréttindabrot og ofbeldi yfirvalda litið dagsins ljós. Svetlana Tsíkanovskaja var ein þeirra sem bauð sig fram til forseta, en hún tók við forsetaframboði eiginmanns síns eftir að hann var fangelsaður á síðasta ári. Vinsældir Tsíkanovskaju fóru upp úr öllu valdi og töldu margir hana augljósan sigurvegara kosninganna, þangað til að niðurstöður lágu fyrir. Lúkasjenka fór með sigur úr bítum, alla vega samkvæmt opinberum kosninganiðurstöðum, en margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja sigur sinn. Stuttu eftir að niðurstöður lágu fyrir flúði Tsíkanovskaja land og hefur síðan þá verið málsvari mannréttinda og baráttu fyrir frjálsum kosningum. Leita að bandamönnum Tsíkanovskaja er stödd hér á landi þessa stundina en hún fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. Í viðtali við fréttastofu sagði Tsíkanovskaja að fyrst of fremst sé hún og stuðningsmenn hennar að leita að bandamönnum. „Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ sagði Tsíkanovskaja. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim.“
Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21
Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12