Hvíta-Rússland lokar landamærunum að Úkraínu vegna meints vopnasmygls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2021 23:01 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir fjölda ríkja standa að vopnasmygli til hryðjuverkasamtaka í Hvíta-Rússlandi. Getty/Nikolai Petrov Hvíta-Rússland hefur lokað landamærum sínum að Úkraínu. Ástæðan er sú að Hvít-Rússar segja að vopnum hafi smyglað yfir landamærin og inn í landið. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, vill jafnframt meina að vopnasmyglið sé hluti af stærra plani, plani um að bola honum af valdastólnum. Lúkasjenka er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu en hann hefur setið á valdastóli í 27 ár. Lúkasjenka sagði í dag – án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir – að öryggissveitir hans hafi jafnframt komist á snoðir um leynilega hryðjuverkahópa í landinu, sem njóti stuðnings erlendra afla, sem hafi lagt á ráðin um að fremja valdarán. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þau hafa farið yfir strikið. Við getum ekki fyrirgefið þeim,“ sagði hann í dag. Ætlar að ræða málin við Merkel Hann vill meina að vopnin hafi verið flutt til hryðjuverkahópanna á vegum Þýskalands, Litháen, Póllands, Úkraínu og Bandaríkjanna. Ríkin fimm hafi fjármagnað vopnakaupin- og flutninginn. „Rosalegt magn vopna er að koma frá Úkraínu til Hvíta-Rússlands. Þess vegna fyrirskipaði ég landamæravörðum okkar að loka landamærunum að Úkraínu alveg,“ sagði Lúkasjenka í dag í ræðu sem hann flutti í tilefni af þrjátíu ára sjálfstæði landsins. Þá sagðist hann jafnframt ætla að ræða þessi mál við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og aðra þjóðarleiðtoga sem hann vill meina að styðji meinta hryðjuverkamenn og vopnaflutning. Úkraína hefur þegar neitað ásökununum og sagt að yfirvöld þar í landi komi hvergi að því að reyna að hafa áhrif á innanríkismál Hvíta-Rússlands. Þá kom fram í tilkynningu frá yfirvöldum Úkraínu að lokun landamæranna, sem spanna um 1.084 kílómetra, muni ekki leiða neitt gott af sér. Sigraði forsetakosningarnar, eða hvað? Ástandið í Hvíta-Rússlandi hefur farið síversnandi frá forsetakosningum í ágúst síðastliðnum. Fjöldi fólks bauð sig fram á móti forsetanum sitjandi en flestir voru þeir handteknir. Síðan þá hafa mótmæli skekið landið og síversnandi sögur um mannréttindabrot og ofbeldi yfirvalda litið dagsins ljós. Svetlana Tsíkanovskaja var ein þeirra sem bauð sig fram til forseta, en hún tók við forsetaframboði eiginmanns síns eftir að hann var fangelsaður á síðasta ári. Vinsældir Tsíkanovskaju fóru upp úr öllu valdi og töldu margir hana augljósan sigurvegara kosninganna, þangað til að niðurstöður lágu fyrir. Lúkasjenka fór með sigur úr bítum, alla vega samkvæmt opinberum kosninganiðurstöðum, en margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja sigur sinn. Stuttu eftir að niðurstöður lágu fyrir flúði Tsíkanovskaja land og hefur síðan þá verið málsvari mannréttinda og baráttu fyrir frjálsum kosningum. Leita að bandamönnum Tsíkanovskaja er stödd hér á landi þessa stundina en hún fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. Í viðtali við fréttastofu sagði Tsíkanovskaja að fyrst of fremst sé hún og stuðningsmenn hennar að leita að bandamönnum. „Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ sagði Tsíkanovskaja. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim.“ Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, vill jafnframt meina að vopnasmyglið sé hluti af stærra plani, plani um að bola honum af valdastólnum. Lúkasjenka er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu en hann hefur setið á valdastóli í 27 ár. Lúkasjenka sagði í dag – án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir – að öryggissveitir hans hafi jafnframt komist á snoðir um leynilega hryðjuverkahópa í landinu, sem njóti stuðnings erlendra afla, sem hafi lagt á ráðin um að fremja valdarán. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þau hafa farið yfir strikið. Við getum ekki fyrirgefið þeim,“ sagði hann í dag. Ætlar að ræða málin við Merkel Hann vill meina að vopnin hafi verið flutt til hryðjuverkahópanna á vegum Þýskalands, Litháen, Póllands, Úkraínu og Bandaríkjanna. Ríkin fimm hafi fjármagnað vopnakaupin- og flutninginn. „Rosalegt magn vopna er að koma frá Úkraínu til Hvíta-Rússlands. Þess vegna fyrirskipaði ég landamæravörðum okkar að loka landamærunum að Úkraínu alveg,“ sagði Lúkasjenka í dag í ræðu sem hann flutti í tilefni af þrjátíu ára sjálfstæði landsins. Þá sagðist hann jafnframt ætla að ræða þessi mál við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og aðra þjóðarleiðtoga sem hann vill meina að styðji meinta hryðjuverkamenn og vopnaflutning. Úkraína hefur þegar neitað ásökununum og sagt að yfirvöld þar í landi komi hvergi að því að reyna að hafa áhrif á innanríkismál Hvíta-Rússlands. Þá kom fram í tilkynningu frá yfirvöldum Úkraínu að lokun landamæranna, sem spanna um 1.084 kílómetra, muni ekki leiða neitt gott af sér. Sigraði forsetakosningarnar, eða hvað? Ástandið í Hvíta-Rússlandi hefur farið síversnandi frá forsetakosningum í ágúst síðastliðnum. Fjöldi fólks bauð sig fram á móti forsetanum sitjandi en flestir voru þeir handteknir. Síðan þá hafa mótmæli skekið landið og síversnandi sögur um mannréttindabrot og ofbeldi yfirvalda litið dagsins ljós. Svetlana Tsíkanovskaja var ein þeirra sem bauð sig fram til forseta, en hún tók við forsetaframboði eiginmanns síns eftir að hann var fangelsaður á síðasta ári. Vinsældir Tsíkanovskaju fóru upp úr öllu valdi og töldu margir hana augljósan sigurvegara kosninganna, þangað til að niðurstöður lágu fyrir. Lúkasjenka fór með sigur úr bítum, alla vega samkvæmt opinberum kosninganiðurstöðum, en margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja sigur sinn. Stuttu eftir að niðurstöður lágu fyrir flúði Tsíkanovskaja land og hefur síðan þá verið málsvari mannréttinda og baráttu fyrir frjálsum kosningum. Leita að bandamönnum Tsíkanovskaja er stödd hér á landi þessa stundina en hún fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. Í viðtali við fréttastofu sagði Tsíkanovskaja að fyrst of fremst sé hún og stuðningsmenn hennar að leita að bandamönnum. „Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ sagði Tsíkanovskaja. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim.“
Hvíta-Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21
Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12