„Erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 13:01 KR er uppeldisfélag Kristófers Acox en hann neyddist til að rifta samningi við félagið í fyrra eftir að hafa unnið með því þrjá Íslandsmeistaratitla. vísir/bára „Fyrir mér hefði þetta mál aldrei átt að þurfa að fara alla þessa leið. Rétt skal hins vegar vera rétt,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, eftir að hafa unnið mál sitt gegn KR vegna ítrekaðra vanefnda á samningi. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær skuldar KR Kristófer enn 3,8 milljónir króna auk þess sem félaginu var gert að greiða allan málskostnað. „Ég veit ekki hvernig maður á að lýsa sigri í dómssal en það er alla vega gott að vita það að fleiri gátu séð það sem ég sá, og dæmt eftir því,“ segir Kristófer, ánægður með að fá loksins laun sín greidd. „Þetta var það eina sem var að allan þennan tíma. Fyrst það var ekki hægt að laga þetta á neinn annan hátt þá var þetta það eina í stöðunni.“ Kristófer er kominn í sumarfrí. Samningur hans við Val gildir til eins árs í viðbót en hann útilokar ekki að fara utan í atvinnumennsku fyrir næstu leiktíð.vísir/bára Kristófer fékk samningi sínum við KR rift í fyrra og gekk í raðir Vals. Samkvæmt samningnum átti hann að fá 600.000 krónur útborgaðar, fimmta dags hvers mánaðar, og í dómnum kemur fram að hann hafi verið eini leikmaður körfuknattleiksdeildar KR sem hafi átt að fá laun greidd alla mánuði ársins. Gerði þetta ferli allt mikið erfiðara Kristófer fékk hins vegar aldrei útborgað á réttum tíma og nánast alltaf mun lægri upphæð en samningurinn sagði til um. Á endanum fékk hann nóg en Kristófer segir ekki hafa verið auðvelt að standa í málarekstri gegn uppeldisfélaginu sínu: „Auðvitað ekki. Það gerði þetta ferli allt mikið erfiðara og var kannski líka ástæðan fyrir því að ég var ekki búinn að gera neitt fyrr. Ég vildi hlusta á fólkið og trúa því að þetta myndi lagast, því þetta er mitt uppeldisfélag. Auðvitað er erfitt að fara í hart við félagið, alla leið í dómssal, og líka erfitt að svara fyrir sig gagnvart fólki sem veit ekki hvað hefur verið að gerast á bakvið tjöldin. Að geta ekki tjáð sig um þetta almennilega fyrr en núna að þetta er allt orðið opinbert. Fólk sér það þá að ég var ekki að stinga af fyrir einhvern meiri pening annars staðar. Það er bara erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað,“ sagði Kristófer sem vildi að málið yrði leyst utan dómsala en náði ekki samkomulagi við forráðamenn körfuknattleiksdeildar KR. Kom á óvart að þeir hafi viljað fara með málið svona langt „Það var það sem ég óskaði eftir fyrst, þegar málið fór af stað síðasta haust. Við vorum búnir að hittast og reyna að ræða málin í einhverjar 3-4 vikur, en okkur samdi ekki um niðurstöðu. Þá var þetta það eina sem var hægt að gera ef ég ætlaði að fá eitthvað af því sem mér fannst ég eiga inni. Það kom mér í raun á óvart að þeir hafi viljað fara með málið svona langt. Það hefði verið skárra held ég að klára málið okkar á milli í stað þess að það verði opinbert og allir geti skoðað þetta. En þeir vildu ekki semja og þá var ég ekki að fara að draga neitt til baka,“ segir Kristófer. Kristófer átti ríkan þátt í að koma þremur KR-meistarafánum upp á vegg í DHL-höllinni en mætti þangað sem Valsari í vetur.vísir/bára dröfn Gamlir stuðningsmenn Kristófers, sem fögnuðu með honum Íslandsmeistaratitlinum þrjú ár í röð 2017-2019 (Kristófer var valinn leikmaður ársins tvö seinni árin), létu hann fá það óþvegið þegar Valur og KR mættust í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins nú í vor. Vona að fólk sjái betur af hverju ég ákvað að yfirgefa félagið „Það hefur verið erfitt að geta ekki tjáð sig almennilega um þetta við neinn og fólk hefur bara þurft að taka stöðu með mér eða þeim,“ segir Kristófer, sem meðal annars var kallaður „Júdas“ af stuðningsmönnum KR. Hann vonar að dómurinn sýni hver hafi svikið hvern og að ákvörðun hans um að kveðja KR mæti nú meiri skilningi: „Ég ætla að vona það, þó að það [að vera kallaður Júdas] hafi nú bara verið „banter“ sem ég tók ekki inn á mig. Ég vona að fólk sem að hugsaði kannski að einhverju leyti þannig að ég væri bara að fara fyrir betri samning eða eitthvað, sjái betur núna af hverju ég ákvað að yfirgefa félagið,“ segir Kristófer, ánægður með að dómur sé fallinn. „Þetta er búið að vera ótrúlega langt ferli og maður hefur einhvern veginn alltaf haft þetta á bakvið eyrað, þó að þetta væri komið úr mínum höndum. Það var mjög mikill léttir að fá símtalið frá Jóni [Gunnari Ásbjörnssyni, lögmanni] í gær.“ Dominos-deild karla KR Dómsmál Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær skuldar KR Kristófer enn 3,8 milljónir króna auk þess sem félaginu var gert að greiða allan málskostnað. „Ég veit ekki hvernig maður á að lýsa sigri í dómssal en það er alla vega gott að vita það að fleiri gátu séð það sem ég sá, og dæmt eftir því,“ segir Kristófer, ánægður með að fá loksins laun sín greidd. „Þetta var það eina sem var að allan þennan tíma. Fyrst það var ekki hægt að laga þetta á neinn annan hátt þá var þetta það eina í stöðunni.“ Kristófer er kominn í sumarfrí. Samningur hans við Val gildir til eins árs í viðbót en hann útilokar ekki að fara utan í atvinnumennsku fyrir næstu leiktíð.vísir/bára Kristófer fékk samningi sínum við KR rift í fyrra og gekk í raðir Vals. Samkvæmt samningnum átti hann að fá 600.000 krónur útborgaðar, fimmta dags hvers mánaðar, og í dómnum kemur fram að hann hafi verið eini leikmaður körfuknattleiksdeildar KR sem hafi átt að fá laun greidd alla mánuði ársins. Gerði þetta ferli allt mikið erfiðara Kristófer fékk hins vegar aldrei útborgað á réttum tíma og nánast alltaf mun lægri upphæð en samningurinn sagði til um. Á endanum fékk hann nóg en Kristófer segir ekki hafa verið auðvelt að standa í málarekstri gegn uppeldisfélaginu sínu: „Auðvitað ekki. Það gerði þetta ferli allt mikið erfiðara og var kannski líka ástæðan fyrir því að ég var ekki búinn að gera neitt fyrr. Ég vildi hlusta á fólkið og trúa því að þetta myndi lagast, því þetta er mitt uppeldisfélag. Auðvitað er erfitt að fara í hart við félagið, alla leið í dómssal, og líka erfitt að svara fyrir sig gagnvart fólki sem veit ekki hvað hefur verið að gerast á bakvið tjöldin. Að geta ekki tjáð sig um þetta almennilega fyrr en núna að þetta er allt orðið opinbert. Fólk sér það þá að ég var ekki að stinga af fyrir einhvern meiri pening annars staðar. Það er bara erfitt að mæta í vinnu ef maður fær ekki borgað,“ sagði Kristófer sem vildi að málið yrði leyst utan dómsala en náði ekki samkomulagi við forráðamenn körfuknattleiksdeildar KR. Kom á óvart að þeir hafi viljað fara með málið svona langt „Það var það sem ég óskaði eftir fyrst, þegar málið fór af stað síðasta haust. Við vorum búnir að hittast og reyna að ræða málin í einhverjar 3-4 vikur, en okkur samdi ekki um niðurstöðu. Þá var þetta það eina sem var hægt að gera ef ég ætlaði að fá eitthvað af því sem mér fannst ég eiga inni. Það kom mér í raun á óvart að þeir hafi viljað fara með málið svona langt. Það hefði verið skárra held ég að klára málið okkar á milli í stað þess að það verði opinbert og allir geti skoðað þetta. En þeir vildu ekki semja og þá var ég ekki að fara að draga neitt til baka,“ segir Kristófer. Kristófer átti ríkan þátt í að koma þremur KR-meistarafánum upp á vegg í DHL-höllinni en mætti þangað sem Valsari í vetur.vísir/bára dröfn Gamlir stuðningsmenn Kristófers, sem fögnuðu með honum Íslandsmeistaratitlinum þrjú ár í röð 2017-2019 (Kristófer var valinn leikmaður ársins tvö seinni árin), létu hann fá það óþvegið þegar Valur og KR mættust í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins nú í vor. Vona að fólk sjái betur af hverju ég ákvað að yfirgefa félagið „Það hefur verið erfitt að geta ekki tjáð sig almennilega um þetta við neinn og fólk hefur bara þurft að taka stöðu með mér eða þeim,“ segir Kristófer, sem meðal annars var kallaður „Júdas“ af stuðningsmönnum KR. Hann vonar að dómurinn sýni hver hafi svikið hvern og að ákvörðun hans um að kveðja KR mæti nú meiri skilningi: „Ég ætla að vona það, þó að það [að vera kallaður Júdas] hafi nú bara verið „banter“ sem ég tók ekki inn á mig. Ég vona að fólk sem að hugsaði kannski að einhverju leyti þannig að ég væri bara að fara fyrir betri samning eða eitthvað, sjái betur núna af hverju ég ákvað að yfirgefa félagið,“ segir Kristófer, ánægður með að dómur sé fallinn. „Þetta er búið að vera ótrúlega langt ferli og maður hefur einhvern veginn alltaf haft þetta á bakvið eyrað, þó að þetta væri komið úr mínum höndum. Það var mjög mikill léttir að fá símtalið frá Jóni [Gunnari Ásbjörnssyni, lögmanni] í gær.“
Dominos-deild karla KR Dómsmál Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum