Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2021 17:14 Bill Cosby var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsi fyrir að hafa byrlað og kynferðislega misnotað Andreu Constand, árið 2018. AP Photo/Matt Slocum Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. Cosby hefur setið í fangelsi í rúm tvö ár en hann var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsisvist í fangelsi rétt fyrir utan Fíladelfíu. Hann hafði sjálfur heitið því að afplána öll tíu árin í stað þess að sýna nokkra iðrun vegna glæpsins sem hann var dæmdur fyrir, að hafa kynferðislega brotið á Andreu Constand. Fréttastofa AP greinir frá. Cosby, sem er 83 ára gamall, var dæmdur fyrir að hafa byrlað og kynferðislega misnotað Constands, sem var á þeim tíma starfsmaður Temple University, á heimili sínu. Hann var ákærður síðla árs 2015 og var hann handtekinn aðeins nokkrum dögum áður en 12 ára fyrningarfrestur glæpsins rann út. Hér má sjá Andreu Constand fagna eftir að Cosby var dæmdur árið 2018.AP//Mark Makela Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur Pennsilvaníu vill þó meina að þeir vitnisburðir hafi haft veruleg áhrif á skoðanir kviðdómenda í málinu þó svo að áfrýjunardómstóll í ríkinu hafi komist að þeirri niðurstöðu að vitnaleiðslurnar hafi verið í lagi. Vitnisburðir ásakenda Cosbys hafi sýnt fram á ákveðið hegðunarmynstur, hvernig hann hafi ítrekað byrlað og misnotað konur. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Cosby var fyrsti þjóðþekkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum til að verða ákærður og sakfelldur í kjölfar fyrstu #MeToo byltingarinnar og gæti þessi ógilding orðið fordæmisgefandi í fleiri slíkum málum. Lögin um persónuleikavitnaleiðslur, það er þegar vitni greina frá svipuðum atvikum og ákærði er ákærður fyrir, eru þó mismunandi eftir fylkjum Bandaríkjanna og þessi ákvörðun Hæstaréttar Pensylvaníu er aðeins fordæmisgefandi í því fylki. Mál Bill Cosby Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21 Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Cosby hefur setið í fangelsi í rúm tvö ár en hann var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsisvist í fangelsi rétt fyrir utan Fíladelfíu. Hann hafði sjálfur heitið því að afplána öll tíu árin í stað þess að sýna nokkra iðrun vegna glæpsins sem hann var dæmdur fyrir, að hafa kynferðislega brotið á Andreu Constand. Fréttastofa AP greinir frá. Cosby, sem er 83 ára gamall, var dæmdur fyrir að hafa byrlað og kynferðislega misnotað Constands, sem var á þeim tíma starfsmaður Temple University, á heimili sínu. Hann var ákærður síðla árs 2015 og var hann handtekinn aðeins nokkrum dögum áður en 12 ára fyrningarfrestur glæpsins rann út. Hér má sjá Andreu Constand fagna eftir að Cosby var dæmdur árið 2018.AP//Mark Makela Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur Pennsilvaníu vill þó meina að þeir vitnisburðir hafi haft veruleg áhrif á skoðanir kviðdómenda í málinu þó svo að áfrýjunardómstóll í ríkinu hafi komist að þeirri niðurstöðu að vitnaleiðslurnar hafi verið í lagi. Vitnisburðir ásakenda Cosbys hafi sýnt fram á ákveðið hegðunarmynstur, hvernig hann hafi ítrekað byrlað og misnotað konur. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Cosby var fyrsti þjóðþekkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum til að verða ákærður og sakfelldur í kjölfar fyrstu #MeToo byltingarinnar og gæti þessi ógilding orðið fordæmisgefandi í fleiri slíkum málum. Lögin um persónuleikavitnaleiðslur, það er þegar vitni greina frá svipuðum atvikum og ákærði er ákærður fyrir, eru þó mismunandi eftir fylkjum Bandaríkjanna og þessi ákvörðun Hæstaréttar Pensylvaníu er aðeins fordæmisgefandi í því fylki.
Mál Bill Cosby Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21 Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21
Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33
Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21