Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2021 17:14 Bill Cosby var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsi fyrir að hafa byrlað og kynferðislega misnotað Andreu Constand, árið 2018. AP Photo/Matt Slocum Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. Cosby hefur setið í fangelsi í rúm tvö ár en hann var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsisvist í fangelsi rétt fyrir utan Fíladelfíu. Hann hafði sjálfur heitið því að afplána öll tíu árin í stað þess að sýna nokkra iðrun vegna glæpsins sem hann var dæmdur fyrir, að hafa kynferðislega brotið á Andreu Constand. Fréttastofa AP greinir frá. Cosby, sem er 83 ára gamall, var dæmdur fyrir að hafa byrlað og kynferðislega misnotað Constands, sem var á þeim tíma starfsmaður Temple University, á heimili sínu. Hann var ákærður síðla árs 2015 og var hann handtekinn aðeins nokkrum dögum áður en 12 ára fyrningarfrestur glæpsins rann út. Hér má sjá Andreu Constand fagna eftir að Cosby var dæmdur árið 2018.AP//Mark Makela Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur Pennsilvaníu vill þó meina að þeir vitnisburðir hafi haft veruleg áhrif á skoðanir kviðdómenda í málinu þó svo að áfrýjunardómstóll í ríkinu hafi komist að þeirri niðurstöðu að vitnaleiðslurnar hafi verið í lagi. Vitnisburðir ásakenda Cosbys hafi sýnt fram á ákveðið hegðunarmynstur, hvernig hann hafi ítrekað byrlað og misnotað konur. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Cosby var fyrsti þjóðþekkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum til að verða ákærður og sakfelldur í kjölfar fyrstu #MeToo byltingarinnar og gæti þessi ógilding orðið fordæmisgefandi í fleiri slíkum málum. Lögin um persónuleikavitnaleiðslur, það er þegar vitni greina frá svipuðum atvikum og ákærði er ákærður fyrir, eru þó mismunandi eftir fylkjum Bandaríkjanna og þessi ákvörðun Hæstaréttar Pensylvaníu er aðeins fordæmisgefandi í því fylki. Mál Bill Cosby Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21 Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Cosby hefur setið í fangelsi í rúm tvö ár en hann var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsisvist í fangelsi rétt fyrir utan Fíladelfíu. Hann hafði sjálfur heitið því að afplána öll tíu árin í stað þess að sýna nokkra iðrun vegna glæpsins sem hann var dæmdur fyrir, að hafa kynferðislega brotið á Andreu Constand. Fréttastofa AP greinir frá. Cosby, sem er 83 ára gamall, var dæmdur fyrir að hafa byrlað og kynferðislega misnotað Constands, sem var á þeim tíma starfsmaður Temple University, á heimili sínu. Hann var ákærður síðla árs 2015 og var hann handtekinn aðeins nokkrum dögum áður en 12 ára fyrningarfrestur glæpsins rann út. Hér má sjá Andreu Constand fagna eftir að Cosby var dæmdur árið 2018.AP//Mark Makela Dómarinn í upprunalega dómsmálinu hafði veitt saksóknurum heimild til að kalla aðra meinta brotaþola til vitnaleiðsla eftir að kviðdómendur reyndust ekki geta komist að niðurstöðu í málinu. Hann hins vegar leyfði fimm ásakendum til viðbótar að bera vitni í málinu en þeir höfðu allir kynnst Cosby á níunda áratugi síðustu aldar. Hæstiréttur Pennsilvaníu vill þó meina að þeir vitnisburðir hafi haft veruleg áhrif á skoðanir kviðdómenda í málinu þó svo að áfrýjunardómstóll í ríkinu hafi komist að þeirri niðurstöðu að vitnaleiðslurnar hafi verið í lagi. Vitnisburðir ásakenda Cosbys hafi sýnt fram á ákveðið hegðunarmynstur, hvernig hann hafi ítrekað byrlað og misnotað konur. Þá hafi samkomulag fyrrverandi saksóknara í ríkinu við Cosby um að hann ætlaði ekki að ákæra Cosby verið bindandi fyrir saksóknarann sem sótti málið. Cosby var fyrsti þjóðþekkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum til að verða ákærður og sakfelldur í kjölfar fyrstu #MeToo byltingarinnar og gæti þessi ógilding orðið fordæmisgefandi í fleiri slíkum málum. Lögin um persónuleikavitnaleiðslur, það er þegar vitni greina frá svipuðum atvikum og ákærði er ákærður fyrir, eru þó mismunandi eftir fylkjum Bandaríkjanna og þessi ákvörðun Hæstaréttar Pensylvaníu er aðeins fordæmisgefandi í því fylki.
Mál Bill Cosby Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21 Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Telja að réttarhöldin yfir Cosby hafi verið óréttlát Lögmenn Bills Cosby reyna að hnekkja sakfellingu hans. 12. ágúst 2019 11:21
Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. 25. september 2018 18:33
Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21