Talningarklúður fyrir borgarstjórakosningar í New York Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2021 11:13 Eric Adams var með forystu í fyrstu tölum á kosninganótt í síðustu viku. Endanlegra úrslita er ekki að vænta fyrr en eftir um tvær vikur. AP/Kevin Hagen Kjörstjórn forvals Demókrataflokksins fyrir borgarastjórakosningarnar í New York þurfti að draga til baka nýjar tölur sem hún birti eftir að í ljós kom að fleiri en hundrað þúsund sýnihorn af kjörseðlum voru ranglega talin með. Forval demókrata fór fram þriðjudaginn 22. júní en kosið var með nýju sniði í ár. Vanalega hefur sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði hrósað sigri í forvali, óháð því hvort hann fái meirihluta atkvæða. Í ár gátu kjósendur hins vegar raðað allt að fimm frambjóðendum á lista í þeirri röð sem þeir hugnuðust þeim. Flóknara er að telja atkvæðin nú en í fyrri forvölum flokksins. Fái enginn frambjóðandi meira en helming atkvæða í fyrsta sæti í fyrstu umferð talningar er gengið niður listann. Atkvæði þeirra sem fengu fæstu atkvæðin í fyrsta sætið fara til þess frambjóðanda sem kjósendur nefndu í annað sætið. Þannig gengur talningin þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Drógu tölur til baka vegna „misræmis“ Á kosninganótt var Eric Adams, forseti Brooklyn-hverfisins og fyrrverandi lögreglumaður, með forystu í forvalinu. Þegar kjörstjórn birti nýjar tölur í gær hafði dregið verulega saman á milli Adams og tveggja næstu keppinauta hans. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tölurnar birtust sendi kjörstjórnin frá sér fáorða yfirlýsingu um að „misræmi“ væri til skoðunar. Í gærkvöldi voru tölurnar svo dregnar til baka með tilkynningu um að nýjar tölur yrðu aðgengilegar í dag. Á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi viðurkenndi kjörstjórnin svo í yfirlýsingu að farist hefði fyrir að fjarlægja um 135.000 sýnishorn af kjörseðlum sem voru notuð til að prófa hugbúnaðinn sem vinnur úr vali kjósendanna. Þau „atkvæði“ voru því fyrir misgáning talin með raunverulegu atkvæðunum, að sögn New York Times. Kathryn Garcia (f.m) situr fyrir á mynd með stuðningsmanni. Hún veitir Adams einna mesta samkeppni í forvali Demókrataflokksins.AP/Richard Drew Úrslita ekki að vænta fyrr en um miðjan júlí Klúðrið hefur ekki verið til að auka tiltrú á framkvæmd kosninganna. Margir höfðu efast um að kjörstjórnin, sem hefur lengi verið sökuð uum vanhæfni og frændhygli, væri fær um að framkvæma kosningarnar með nýju og flóknara fyrirkomulagi. Ekki er búist við að endanleg úrslit í forvalinu liggi fyrir fyrr en um miðjan júlí. Þegar búið verður að telja atkvæði frá kjördegi og raða frambjóðendum á enn eftir að telja í kringum 124.000 utankjörfundaratkvæði. Borgarstjórakosningarnar sjálfar fara fram 2. nóvember. Þá etur sigurvegarinn úr forvali demókrata kappi við Curtis Sliwa, frambjóðanda Repúblikanaflokkins. Sliwa er spjallþáttastjórnandi og stofnandi sjálfboðaliðasamtakanna Verndarenglanna sem vinna að forvörnum gegn glæpum. Bill de Blasio, borgarstjóri New York og demókrati, hefur setið í tvö kjörtímabil og er því ekki kjörgengur aftur. Bandaríkin Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Forval demókrata fór fram þriðjudaginn 22. júní en kosið var með nýju sniði í ár. Vanalega hefur sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði hrósað sigri í forvali, óháð því hvort hann fái meirihluta atkvæða. Í ár gátu kjósendur hins vegar raðað allt að fimm frambjóðendum á lista í þeirri röð sem þeir hugnuðust þeim. Flóknara er að telja atkvæðin nú en í fyrri forvölum flokksins. Fái enginn frambjóðandi meira en helming atkvæða í fyrsta sæti í fyrstu umferð talningar er gengið niður listann. Atkvæði þeirra sem fengu fæstu atkvæðin í fyrsta sætið fara til þess frambjóðanda sem kjósendur nefndu í annað sætið. Þannig gengur talningin þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Drógu tölur til baka vegna „misræmis“ Á kosninganótt var Eric Adams, forseti Brooklyn-hverfisins og fyrrverandi lögreglumaður, með forystu í forvalinu. Þegar kjörstjórn birti nýjar tölur í gær hafði dregið verulega saman á milli Adams og tveggja næstu keppinauta hans. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tölurnar birtust sendi kjörstjórnin frá sér fáorða yfirlýsingu um að „misræmi“ væri til skoðunar. Í gærkvöldi voru tölurnar svo dregnar til baka með tilkynningu um að nýjar tölur yrðu aðgengilegar í dag. Á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi viðurkenndi kjörstjórnin svo í yfirlýsingu að farist hefði fyrir að fjarlægja um 135.000 sýnishorn af kjörseðlum sem voru notuð til að prófa hugbúnaðinn sem vinnur úr vali kjósendanna. Þau „atkvæði“ voru því fyrir misgáning talin með raunverulegu atkvæðunum, að sögn New York Times. Kathryn Garcia (f.m) situr fyrir á mynd með stuðningsmanni. Hún veitir Adams einna mesta samkeppni í forvali Demókrataflokksins.AP/Richard Drew Úrslita ekki að vænta fyrr en um miðjan júlí Klúðrið hefur ekki verið til að auka tiltrú á framkvæmd kosninganna. Margir höfðu efast um að kjörstjórnin, sem hefur lengi verið sökuð uum vanhæfni og frændhygli, væri fær um að framkvæma kosningarnar með nýju og flóknara fyrirkomulagi. Ekki er búist við að endanleg úrslit í forvalinu liggi fyrir fyrr en um miðjan júlí. Þegar búið verður að telja atkvæði frá kjördegi og raða frambjóðendum á enn eftir að telja í kringum 124.000 utankjörfundaratkvæði. Borgarstjórakosningarnar sjálfar fara fram 2. nóvember. Þá etur sigurvegarinn úr forvali demókrata kappi við Curtis Sliwa, frambjóðanda Repúblikanaflokkins. Sliwa er spjallþáttastjórnandi og stofnandi sjálfboðaliðasamtakanna Verndarenglanna sem vinna að forvörnum gegn glæpum. Bill de Blasio, borgarstjóri New York og demókrati, hefur setið í tvö kjörtímabil og er því ekki kjörgengur aftur.
Bandaríkin Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira