Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 10:03 Jennie Nilsson hefur gegnt embætti ráðherra byggðamála í Svíþjóð frá árinu 2019. EPA Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. Nilsson segir að um auðvelda ákvörðun að ræða, en umræddur varaþingmaður Jafnaðarmannaflokksins, Sara Heikkinen Breitholtz, er nú í veikindaleyfi í kjölfar þess að hafa valdið umferðarslysi fyrr á árinu. Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, og Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, keppast nú hörðum höndum að því að reyna að ná saman meirihluta á þingi um nýja stjórn, eftir að meirihluti þings samþykkti í síðustu viku vantraust á forsætisráðherrann Löfven. Löfven sagði af sér á mánudaginn, en í þingforsetinn Andreas Norlén tilkynnti í gær að hann hafi formlega hafði beðið Kristersson um kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Hafi hann þriggja daga frest til að kanna grundvöll fyrir myndun nýrrar stjórnar. Kann svo að fara að atkvæði verði greidd á þingi um Kristersson sem næsta forsætisráðherra þegar á mánudaginn. Ólík stjórnarmynstur til skoðunar Alls er óvíst hvort að Kristersson takist að ná nægum fjölda þingmanna á sitt band. Vegna ólíks styrks þingflokka hefur verið litið til ólíkra samsetninga, en 175 þingmenn þarf til að ná meirihluta. Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn eru saman með 175 þingmenn, en hægriflokkarnir Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir saman með 174 þingmenn. Því hefur sjónum verið sérstaklega beint að þeim þingmönnum sem hafa reynst flokksforystum erfiður ljár í þúfu og reynt að tryggja að allir skili sér í atkvæðagreiðslurnar framundan og „velji rétt“. Í veikindaleyfi og neitar að hætta Ein þeirra er varaþingmaðurinn Sara Heikkinen Breitholtz sem tók sæti á sænska þinginu þegar Jennie Nilsson lét af þingmennsku til að taka við ráðherraembætti. Breitholtz er grunuð um að hafa valdið umferðarslysi á síðasta ári og hefur verið í veikindaleyfi síðan. Félag Jafnaðarmannaflokksins í Halland hefur beðið Breitholtz um að láta af þingmennsku en án árangurs. Fréttaskýrandi SVT bendir á að sérhvert atkvæði komi til með að skipta máli í atkvæðagreiðslunum framundan og hefur Löfven hrósað Nilsson fyrir að hafa „axlað ábyrgð“ með þessum hætti og að virða beri slíka ákvörðun. Svíþjóð Tengdar fréttir Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Nilsson segir að um auðvelda ákvörðun að ræða, en umræddur varaþingmaður Jafnaðarmannaflokksins, Sara Heikkinen Breitholtz, er nú í veikindaleyfi í kjölfar þess að hafa valdið umferðarslysi fyrr á árinu. Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, og Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, keppast nú hörðum höndum að því að reyna að ná saman meirihluta á þingi um nýja stjórn, eftir að meirihluti þings samþykkti í síðustu viku vantraust á forsætisráðherrann Löfven. Löfven sagði af sér á mánudaginn, en í þingforsetinn Andreas Norlén tilkynnti í gær að hann hafi formlega hafði beðið Kristersson um kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Hafi hann þriggja daga frest til að kanna grundvöll fyrir myndun nýrrar stjórnar. Kann svo að fara að atkvæði verði greidd á þingi um Kristersson sem næsta forsætisráðherra þegar á mánudaginn. Ólík stjórnarmynstur til skoðunar Alls er óvíst hvort að Kristersson takist að ná nægum fjölda þingmanna á sitt band. Vegna ólíks styrks þingflokka hefur verið litið til ólíkra samsetninga, en 175 þingmenn þarf til að ná meirihluta. Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn eru saman með 175 þingmenn, en hægriflokkarnir Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir saman með 174 þingmenn. Því hefur sjónum verið sérstaklega beint að þeim þingmönnum sem hafa reynst flokksforystum erfiður ljár í þúfu og reynt að tryggja að allir skili sér í atkvæðagreiðslurnar framundan og „velji rétt“. Í veikindaleyfi og neitar að hætta Ein þeirra er varaþingmaðurinn Sara Heikkinen Breitholtz sem tók sæti á sænska þinginu þegar Jennie Nilsson lét af þingmennsku til að taka við ráðherraembætti. Breitholtz er grunuð um að hafa valdið umferðarslysi á síðasta ári og hefur verið í veikindaleyfi síðan. Félag Jafnaðarmannaflokksins í Halland hefur beðið Breitholtz um að láta af þingmennsku en án árangurs. Fréttaskýrandi SVT bendir á að sérhvert atkvæði komi til með að skipta máli í atkvæðagreiðslunum framundan og hefur Löfven hrósað Nilsson fyrir að hafa „axlað ábyrgð“ með þessum hætti og að virða beri slíka ákvörðun.
Svíþjóð Tengdar fréttir Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41