John Oliver gerir stólpagrín að Michele Ballarin Árni Sæberg skrifar 29. júní 2021 12:20 John Oliver hæðist meðal annars að ferli Ballarin sem barnafatahönnuður. Skjáskot/Vísir John Oliver tekur íslandsvininn Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta sem Michele Ballarin, fyrir í þætti sínum Last Week Tonight sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Umfjöllun Kveiks er meðal þess sem Oliver notar til að hæða Ballarin. Aðalumfjöllunarefni þáttarins er svokallað „Italygate“ sem er samsæriskenning þess efnis að ítalskir gervihnettir hafi verið notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Samkvæmt frétt The Washington Post, er samsæriskenningin runnin undan rifjum Ballarin. Innslagið um Ballarin má sjá í spilaranum hér að neðan: Í desember síðastliðnum sendi Mark Meadows, þáverendi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, bréf þar sem samsæriskenningin var opinberuð. Bréfið var skrifað á bréfsefni merktu USAerospace Partners, fyrirtæki Ballarin. Þá birti annað fyrirtæki í eigu Ballarin, Institute for Good Governance, yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Starfsemi Institute for Good Governence er óræð en fyrirtækið er skráð á heimilisfang sveitaseturs sem Ballarin laug til um að eiga í viðtali við Kveik sem birt var 4. febrúar 2020. Oliver kallar Ballarin hústökukonu Lygin er eitt af því sem Oliver hæðir Ballarin fyrir í þættinum. „Þessi frétt er fyndin af því hún er um fáránlega tilraun til að grafa undan kosningum sem tengist einhvern veginn hústökukonu klæddri upp sem fyrsta kona Orvilles Redenbachers,“ segir Oliver. Oliver segir að því meira sem maður lærir um lífshlaup Ballarin, því erfiðara sé að trúa nokkru sem hún segir. Hann nefnir að hún hafi háð misheppnaða kosningabaráttu um sæti í fulltrúadeild bandaríkjaþings áður en hún gerðist barnafatahönnuður. Hún á að hafa sagst vera Coco Chanel barnafatabransans, Oliver segir engan hafa stutt þá fullyrðingu. „Ég á níu milljónir barna“ Næst fer Oliver yfir feril Ballarin í Sómalíu. Ballarin segir sig hafa komið á friði í Sómalíu og: „Þau kalla mig móður Sómalíu, ég á níu milljónir barna.“ John Oliver efast um að sómalska þjóðin hafi ákveðið í sameiningu að kalla Ballarin þjóðarmóður sína. Þá hefur Oliver eftir sjóhermanni, sem vann með Ballarin í Sómalíu, að hún eigi erfitt með að aðskilja raunveruleika frá skáldskap. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum WOW Air Grín og gaman Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Aðalumfjöllunarefni þáttarins er svokallað „Italygate“ sem er samsæriskenning þess efnis að ítalskir gervihnettir hafi verið notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Samkvæmt frétt The Washington Post, er samsæriskenningin runnin undan rifjum Ballarin. Innslagið um Ballarin má sjá í spilaranum hér að neðan: Í desember síðastliðnum sendi Mark Meadows, þáverendi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, bréf þar sem samsæriskenningin var opinberuð. Bréfið var skrifað á bréfsefni merktu USAerospace Partners, fyrirtæki Ballarin. Þá birti annað fyrirtæki í eigu Ballarin, Institute for Good Governance, yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Starfsemi Institute for Good Governence er óræð en fyrirtækið er skráð á heimilisfang sveitaseturs sem Ballarin laug til um að eiga í viðtali við Kveik sem birt var 4. febrúar 2020. Oliver kallar Ballarin hústökukonu Lygin er eitt af því sem Oliver hæðir Ballarin fyrir í þættinum. „Þessi frétt er fyndin af því hún er um fáránlega tilraun til að grafa undan kosningum sem tengist einhvern veginn hústökukonu klæddri upp sem fyrsta kona Orvilles Redenbachers,“ segir Oliver. Oliver segir að því meira sem maður lærir um lífshlaup Ballarin, því erfiðara sé að trúa nokkru sem hún segir. Hann nefnir að hún hafi háð misheppnaða kosningabaráttu um sæti í fulltrúadeild bandaríkjaþings áður en hún gerðist barnafatahönnuður. Hún á að hafa sagst vera Coco Chanel barnafatabransans, Oliver segir engan hafa stutt þá fullyrðingu. „Ég á níu milljónir barna“ Næst fer Oliver yfir feril Ballarin í Sómalíu. Ballarin segir sig hafa komið á friði í Sómalíu og: „Þau kalla mig móður Sómalíu, ég á níu milljónir barna.“ John Oliver efast um að sómalska þjóðin hafi ákveðið í sameiningu að kalla Ballarin þjóðarmóður sína. Þá hefur Oliver eftir sjóhermanni, sem vann með Ballarin í Sómalíu, að hún eigi erfitt með að aðskilja raunveruleika frá skáldskap.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum WOW Air Grín og gaman Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira