Kannar hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2021 07:54 Andreas Norlén er forseti sænska þingsins og gegnir sem slíkur lykilhlutverki við myndun nýrrar stjórnar. EPA Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, mun í dag ræða við leiðtoga allra þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu til að kanna hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn. Hann mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til stjórnarmyndunar. Stefan Löfven sagði í gær af sér embætti sem forsætisráðherra, viku eftir að þingið samþykkti vantraust á hann. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014.EPA Norlén, sem kjörinn var sem þingmaður hægriflokksins Moderaterna, hefur áætlað hálftíma með hverjum flokksleiðtoga, en röð fundanna ræðst af stærð þingflokka. Á Norlén fyrsta fund með Löfven núna klukkan átta, svo Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, svo Jimmie Åkesson, formanni Svíþjóðardemókrata. Á eftir þeim fylgja svo formenn Miðflokksins, Vinstriflokksins, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og loks Græningja. Mats Knutsson, fréttaskýrandi SVT, segir líklegustu niðurstöðuna verða þá að Löfven verði fyrst veitt umboð til stjórnarmyndunar. Segir Knutson að af þeim kostum sem séu í stöðunni sé líklegast að samkomulag muni á endanum nást um áframhaldandi stjórn Jafnaðarmannaflokks Löfvens og Græningja, sem Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn muni verja vantrausti. Dagskrá þingforseta í dag 08:00-08.30 Stefan Löfven, Jafnaðarmannaflokki 08.35-09.05 Ulf Kristersson, Moderaterna 09.10-09.40 Jimmie Åkesson, Svíþjóðardemókrötum 09.45-10.15 Annie Lööf, Miðflokki 11.00-11.30 Nooshi Dadgostar, Vinstriflokki 11.35-12.05 Ebba Busch, Kristilegum demókrötum 12.10-12.40 Nyamko Sabuni, Frjálslyndum 12.45-13.15 Per Bolund, Græningjum 14.15 Þingforseti með blaðamannafund Sú leið er þó á engan hátt greið, þar sem Miðflokkurinn hefur ítrekað talað gegn því að flokkarnir yst á hinu pólitíska rófi - Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn - verði veitt aðkoma að stjórn landsins. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna.EPA Húsnæðismálið Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í síðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins, en flokkurinn er að mörgu leyti í lykilstöðu þegar kemur að myndun næstu stjórnar.EPA Fjórar tilraunir Þingforsetinn Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Aukakosningar hafa þannig ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Stefan Löfven sagði í gær af sér embætti sem forsætisráðherra, viku eftir að þingið samþykkti vantraust á hann. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, hefur gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014.EPA Norlén, sem kjörinn var sem þingmaður hægriflokksins Moderaterna, hefur áætlað hálftíma með hverjum flokksleiðtoga, en röð fundanna ræðst af stærð þingflokka. Á Norlén fyrsta fund með Löfven núna klukkan átta, svo Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, svo Jimmie Åkesson, formanni Svíþjóðardemókrata. Á eftir þeim fylgja svo formenn Miðflokksins, Vinstriflokksins, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og loks Græningja. Mats Knutsson, fréttaskýrandi SVT, segir líklegustu niðurstöðuna verða þá að Löfven verði fyrst veitt umboð til stjórnarmyndunar. Segir Knutson að af þeim kostum sem séu í stöðunni sé líklegast að samkomulag muni á endanum nást um áframhaldandi stjórn Jafnaðarmannaflokks Löfvens og Græningja, sem Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn muni verja vantrausti. Dagskrá þingforseta í dag 08:00-08.30 Stefan Löfven, Jafnaðarmannaflokki 08.35-09.05 Ulf Kristersson, Moderaterna 09.10-09.40 Jimmie Åkesson, Svíþjóðardemókrötum 09.45-10.15 Annie Lööf, Miðflokki 11.00-11.30 Nooshi Dadgostar, Vinstriflokki 11.35-12.05 Ebba Busch, Kristilegum demókrötum 12.10-12.40 Nyamko Sabuni, Frjálslyndum 12.45-13.15 Per Bolund, Græningjum 14.15 Þingforseti með blaðamannafund Sú leið er þó á engan hátt greið, þar sem Miðflokkurinn hefur ítrekað talað gegn því að flokkarnir yst á hinu pólitíska rófi - Svíþjóðardemókratar og Vinstriflokkurinn - verði veitt aðkoma að stjórn landsins. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna.EPA Húsnæðismálið Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í síðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins, en flokkurinn er að mörgu leyti í lykilstöðu þegar kemur að myndun næstu stjórnar.EPA Fjórar tilraunir Þingforsetinn Norlén getur fjórum sinnum veitt formönnum umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Aukakosningar hafa þannig ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð.
Dagskrá þingforseta í dag 08:00-08.30 Stefan Löfven, Jafnaðarmannaflokki 08.35-09.05 Ulf Kristersson, Moderaterna 09.10-09.40 Jimmie Åkesson, Svíþjóðardemókrötum 09.45-10.15 Annie Lööf, Miðflokki 11.00-11.30 Nooshi Dadgostar, Vinstriflokki 11.35-12.05 Ebba Busch, Kristilegum demókrötum 12.10-12.40 Nyamko Sabuni, Frjálslyndum 12.45-13.15 Per Bolund, Græningjum 14.15 Þingforseti með blaðamannafund
Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. 28. júní 2021 08:25