Styrmir Snær fékk frí í beinni útsendingu í morgun til að skjótast til Hawaii Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 14:15 Styrmir Snær Þrastarson gefur ungum aðdáanda eiginhandarátritun eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Vísir/ÓskarÓ Þórsarinn Styrmir Snær Þrastarson var í lykilhlutverki þegar Þórsarar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið á föstudaginn var. Næst á dagskrá er að ákveða með hvaða skóla hann ætlar að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum á næsta ári. Fjölmargir bandarískir skólar vilja fá unga Þórsarann til sín og næst á dagskrá er að fara í skoðunferð um þessa skóla sem eru víðs vegar um Bandaríkin. Styrmir sló í gegn í deildarkeppni Domino's deildarinnar í körfubolta í vetur og skilaði síðan enn meiru til Þórsliðsins í úrslitakeppninni þar sem hann skoraði 15,5 stig, tók 6,3 fráköst og gaf 3,6 stoðsendingar í leik. Ekki slæmt fyrir strák sem fékk lítið sem ekkert að spila með liðinu í fyrra. „Ég hafði aldrei unnið neitt, hvorki í yngri flokkum né meistaraflokk þannig að þetta var svolítið sérstakt,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson í byrjun viðtalsins við Gunnlaug Helgason og Lilju Katrínu, í Bítinu á Bylgjunni. Tók vaxtarkipp í tíunda bekk „Ég spilaði alltaf í neðri deildum í yngri flokkum og var ekkert rosalega góður þegar ég var yngri. Svo tók ég vaxtarkipp þegar ég var í tíunda bekk og þá fóru hlutirnir að gerast,“ sagði Styrmir Snær. Þór vann fyrstu tvo leikina en tapaði síðan í þriðja leiknum í Keflavík. Það fór þó ekkert um leikmenn liðsins. „Nei, við vissum að við værum að fara heim og ég hafði fulla trú á því að við myndum klára þetta,“ sagði Styrmir og stemmningin í Þorlákshöfn eftir að titilinn vannst. „Hún var mögnuð og það er svolítið erfitt að ná sér niður. Sérstaklega eftir helgina af því það var partýstand í Þorlákshöfn alla helgina og er eflaust ennþá í gangi í dag,“ sagði Styrmir. Hann virkaði rólegur í viðtalinu en er þá búinn að ná sér niður á jörðina? „Ég myndi kannski segja að ég væri bara mjög þreyttur og ég held að það sé aðalástæðan. Þetta var mjög gaman,“ sagði Styrmir. Þórsarar eru eins og önnur lið búin að ganga í gegn ýmislegt á tímum kórónuveirunnar. Það hefur verið spilað þétt eftir áramót og Þórsliðið hefur spilað hátt í fjörtíu leiki síðan í janúar. Hefur vigtað ofan í sig matinn síðan í október „Ég held að hugarfarið sé það sem skiptir mestu máli og sérstaklega á svona tímabili. Ég er með frábæra liðsfélaga og þjálfara sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta. Varðandi mataræðið þá byrjaði ég hjá Inga Torfa (Sveinssyni) í ITS Macros og hann hjálpaði mér rosalega mikið að koma mér í stand. Það er aðallykillinn að velgengni minni í vetur,“ sagði Styrmir sem byrjaði að vigta ofan í sig matinn í október í fyrra. Styrmir er enn bara nítján ára gamall og honum finnst að fleiri ungir leikmenn ættu að spá meira í mataræðið sitt. „Það mættu fleiri gera það, sérstaklega íþróttamenn sem ætla sér langi, því þeir þurfa þá að fara að huga strax að þessu. Þetta er það mikilvægasta í íþróttum,“ sagði Styrmir sem viðurkennir að hann sé hjátrúarfullur. Tilboð frá Hawaii, Norður Karólínu og New York „Ég er alltaf á sama stað í klefanum og geri alltaf það sama á leikdögum. Af þú talaðir um snúð þá borðaði ég einu sinni snúð fyrir leik í vetur. Það komu alveg tíu leikir í röð þar sem ég borðaði snúð fimm klukkutímum fyrir leik. Þegar við töpuðum þá hætti ég að borða þennan snúð,“ sagði Styrmir hlæjandi. Hann mun vinna hjá Þorlákshafnarbæ í sumar en hvað með framhaldið? „Ég er búinn að fá alveg fullt af skólatilboðum og er að fara að huga að því hvað ég geri næst. Ég er búinn að fá tilboð frá Norður Karólínu og svo fékk ég líka tilboð frá Hawaii sem er mjög spennandi. Ég er líka búinn að fá tilboð frá New York, Connecticut og þar i kring,“ sagði Styrmir sem stefnir á það að fara að læra eitthvað íþróttatengt. Mamma og pabbi hafa mikinn áhuga Það koma margir skólar til greina og Styrmir er að fara til Bandaríkjanna til að skoða hvað er í boði á næstu dögum. „Ég býst við því að fara út til að skoða skóla í næstu viku eða þessari viku. Svo er ég með fullt af fagaðilum í Þorlákshöfn sem hjálpa mér og þá sérstaklega mömmu og pabba. Þau hafa mikinn áhuga á þessu og hjálpa mér mjög mikið í þessum málum,“ sagði Styrmir en fær hann frí í bæjarvinnunni til að fara í þetta ferðalag? „Svo er það önnur spurning. Ætli ég þurfi ekki að ræða það við Elliða,“ sagði Styrmir og Gulli Helga tók þá upp símann og hringdi í Elliða Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Gulli Helga hringdi í bæjarstjórann í Ölfusi Elliði svaraði en viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hlusta. „Við erum að hringja í þig til að biðja um frí fyrir Styrmi Snæ sem situr hérna hjá okkur,“ sagði Gunnlaugur. Styrmir mun væntanlega fara til Hawaii í þessari ferð þar sem einn skóli þar vill fá hann. „Það er auðsótt. Ég horfði á Styrmi spila stórkostlegan leik og verða Íslandsmeistari á körfuboltavellinum. Ég fylgdist líka með honum til sex um morguninn og veit að hann þarf frí, sagði Elliði Vignisson léttur. Það má heyra þetta símtal og allt viðtalið við Styrmi hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Fjölmargir bandarískir skólar vilja fá unga Þórsarann til sín og næst á dagskrá er að fara í skoðunferð um þessa skóla sem eru víðs vegar um Bandaríkin. Styrmir sló í gegn í deildarkeppni Domino's deildarinnar í körfubolta í vetur og skilaði síðan enn meiru til Þórsliðsins í úrslitakeppninni þar sem hann skoraði 15,5 stig, tók 6,3 fráköst og gaf 3,6 stoðsendingar í leik. Ekki slæmt fyrir strák sem fékk lítið sem ekkert að spila með liðinu í fyrra. „Ég hafði aldrei unnið neitt, hvorki í yngri flokkum né meistaraflokk þannig að þetta var svolítið sérstakt,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson í byrjun viðtalsins við Gunnlaug Helgason og Lilju Katrínu, í Bítinu á Bylgjunni. Tók vaxtarkipp í tíunda bekk „Ég spilaði alltaf í neðri deildum í yngri flokkum og var ekkert rosalega góður þegar ég var yngri. Svo tók ég vaxtarkipp þegar ég var í tíunda bekk og þá fóru hlutirnir að gerast,“ sagði Styrmir Snær. Þór vann fyrstu tvo leikina en tapaði síðan í þriðja leiknum í Keflavík. Það fór þó ekkert um leikmenn liðsins. „Nei, við vissum að við værum að fara heim og ég hafði fulla trú á því að við myndum klára þetta,“ sagði Styrmir og stemmningin í Þorlákshöfn eftir að titilinn vannst. „Hún var mögnuð og það er svolítið erfitt að ná sér niður. Sérstaklega eftir helgina af því það var partýstand í Þorlákshöfn alla helgina og er eflaust ennþá í gangi í dag,“ sagði Styrmir. Hann virkaði rólegur í viðtalinu en er þá búinn að ná sér niður á jörðina? „Ég myndi kannski segja að ég væri bara mjög þreyttur og ég held að það sé aðalástæðan. Þetta var mjög gaman,“ sagði Styrmir. Þórsarar eru eins og önnur lið búin að ganga í gegn ýmislegt á tímum kórónuveirunnar. Það hefur verið spilað þétt eftir áramót og Þórsliðið hefur spilað hátt í fjörtíu leiki síðan í janúar. Hefur vigtað ofan í sig matinn síðan í október „Ég held að hugarfarið sé það sem skiptir mestu máli og sérstaklega á svona tímabili. Ég er með frábæra liðsfélaga og þjálfara sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta. Varðandi mataræðið þá byrjaði ég hjá Inga Torfa (Sveinssyni) í ITS Macros og hann hjálpaði mér rosalega mikið að koma mér í stand. Það er aðallykillinn að velgengni minni í vetur,“ sagði Styrmir sem byrjaði að vigta ofan í sig matinn í október í fyrra. Styrmir er enn bara nítján ára gamall og honum finnst að fleiri ungir leikmenn ættu að spá meira í mataræðið sitt. „Það mættu fleiri gera það, sérstaklega íþróttamenn sem ætla sér langi, því þeir þurfa þá að fara að huga strax að þessu. Þetta er það mikilvægasta í íþróttum,“ sagði Styrmir sem viðurkennir að hann sé hjátrúarfullur. Tilboð frá Hawaii, Norður Karólínu og New York „Ég er alltaf á sama stað í klefanum og geri alltaf það sama á leikdögum. Af þú talaðir um snúð þá borðaði ég einu sinni snúð fyrir leik í vetur. Það komu alveg tíu leikir í röð þar sem ég borðaði snúð fimm klukkutímum fyrir leik. Þegar við töpuðum þá hætti ég að borða þennan snúð,“ sagði Styrmir hlæjandi. Hann mun vinna hjá Þorlákshafnarbæ í sumar en hvað með framhaldið? „Ég er búinn að fá alveg fullt af skólatilboðum og er að fara að huga að því hvað ég geri næst. Ég er búinn að fá tilboð frá Norður Karólínu og svo fékk ég líka tilboð frá Hawaii sem er mjög spennandi. Ég er líka búinn að fá tilboð frá New York, Connecticut og þar i kring,“ sagði Styrmir sem stefnir á það að fara að læra eitthvað íþróttatengt. Mamma og pabbi hafa mikinn áhuga Það koma margir skólar til greina og Styrmir er að fara til Bandaríkjanna til að skoða hvað er í boði á næstu dögum. „Ég býst við því að fara út til að skoða skóla í næstu viku eða þessari viku. Svo er ég með fullt af fagaðilum í Þorlákshöfn sem hjálpa mér og þá sérstaklega mömmu og pabba. Þau hafa mikinn áhuga á þessu og hjálpa mér mjög mikið í þessum málum,“ sagði Styrmir en fær hann frí í bæjarvinnunni til að fara í þetta ferðalag? „Svo er það önnur spurning. Ætli ég þurfi ekki að ræða það við Elliða,“ sagði Styrmir og Gulli Helga tók þá upp símann og hringdi í Elliða Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Gulli Helga hringdi í bæjarstjórann í Ölfusi Elliði svaraði en viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hlusta. „Við erum að hringja í þig til að biðja um frí fyrir Styrmi Snæ sem situr hérna hjá okkur,“ sagði Gunnlaugur. Styrmir mun væntanlega fara til Hawaii í þessari ferð þar sem einn skóli þar vill fá hann. „Það er auðsótt. Ég horfði á Styrmi spila stórkostlegan leik og verða Íslandsmeistari á körfuboltavellinum. Ég fylgdist líka með honum til sex um morguninn og veit að hann þarf frí, sagði Elliði Vignisson léttur. Það má heyra þetta símtal og allt viðtalið við Styrmi hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira