Eins og fullur kakkalakki hafi hannað þetta barnalega svindl Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2021 17:01 Barnalegur svindlarinn fékk það óþvegið þegar hann knúði dyra hjá Flosa Þorgeirssyni, sem hundskammaði mannfýluna. Flosi Þorgeirsson sagnfræðingur og tónlistarmaður lét netsvikahrapp heyra það í grjóthörðu svari. „Salam Khan en heitir samt Davíð Mckey?“ svarar Flosi allöngu bréfi sem honum barst í Facebook-skilaboðum en um er að ræða augljósa svikastarfsemi; hvar gert er út á hrekklausa netverja. Flosi, sem birtir samskipti sín við Salam Khan/Davíð Mckay, segir að þó freistandi sé að hæðast að hrekklausum sálum sem falla fyrir slíku svindli og svínaríi sé vænlegra að beina fyrirlitningu sinni að illmennunum sjálfum en þeim sem vilja trúa á hið góða í náunganum. Og það sé svo að slíkir svindlarar hafi haft 70 milljónir af Íslendingum á síðasta ár. Trúr þeirri sannfæringu sinni tekur Flosi í rassinn á svikahrappnum. Bréf Khan/Mckay hefst innvirðulega: „Sæll Flosi Þorgeirsson, Ég er herra David Mckay, frá Toronto, Kanada. Ég er forseti og forstjóri KONUNGSBANKA KANADA.“ Og svo tekur við vaðall um hversu þakklátur hann sé fyrir að vegir þeirra hafi legið saman og er Salam, sem kynnir sig sem David Mckay, sannfærður um að þar hafi vilji Guðs ráðið. „Ég skrifa til þín varðandi mann / ríkisborgara frá þínu landi, herra Alex Þorgeirsson, sem var eigandi gullnámufyrirtækis hér í Kanada og einnig einn stærsti hluthafi í bannkanum okkar, KONUNGSBANKI KANADA.“ Framhaldið er kunnuglegt flestum þeim sem eru á netinu og hafa fengið slík bréf þar sem stuðst er við frumstæð þýðingaforrit, en svo virðist sem slíkt hafi verið að færast í aukana að undanförnu. Flosi birtir skjáskot af samskiptum þeirra á Facebooksíðu sinni. Flosi lætur Salam heyra það í stuttu svari. Segir ráðlegt að kynna sér siði landa þar sem ætlunin sé að hafa peninga af fólki. „Íslendingar nota ekki ættarnöfn svo þetta „Þorgeirsson“ dæmi þitt er alveg mislukkað. Ég á ekki orð yfir ykkur glæpamenn. Eruð þið ekki einu sinni með tveggja stafa IQ!? Dag eftir dag fæ ég skilaboð frá fólki sem er að reyna eitthvað barnalegt svindl, svo illa hugsað og útfært að það er eins og fullur kakkalakki hafi hannað það,“ segir Flosi. Og kveður manninn við það sama. Netglæpir Samfélagsmiðlar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Salam Khan en heitir samt Davíð Mckey?“ svarar Flosi allöngu bréfi sem honum barst í Facebook-skilaboðum en um er að ræða augljósa svikastarfsemi; hvar gert er út á hrekklausa netverja. Flosi, sem birtir samskipti sín við Salam Khan/Davíð Mckay, segir að þó freistandi sé að hæðast að hrekklausum sálum sem falla fyrir slíku svindli og svínaríi sé vænlegra að beina fyrirlitningu sinni að illmennunum sjálfum en þeim sem vilja trúa á hið góða í náunganum. Og það sé svo að slíkir svindlarar hafi haft 70 milljónir af Íslendingum á síðasta ár. Trúr þeirri sannfæringu sinni tekur Flosi í rassinn á svikahrappnum. Bréf Khan/Mckay hefst innvirðulega: „Sæll Flosi Þorgeirsson, Ég er herra David Mckay, frá Toronto, Kanada. Ég er forseti og forstjóri KONUNGSBANKA KANADA.“ Og svo tekur við vaðall um hversu þakklátur hann sé fyrir að vegir þeirra hafi legið saman og er Salam, sem kynnir sig sem David Mckay, sannfærður um að þar hafi vilji Guðs ráðið. „Ég skrifa til þín varðandi mann / ríkisborgara frá þínu landi, herra Alex Þorgeirsson, sem var eigandi gullnámufyrirtækis hér í Kanada og einnig einn stærsti hluthafi í bannkanum okkar, KONUNGSBANKI KANADA.“ Framhaldið er kunnuglegt flestum þeim sem eru á netinu og hafa fengið slík bréf þar sem stuðst er við frumstæð þýðingaforrit, en svo virðist sem slíkt hafi verið að færast í aukana að undanförnu. Flosi birtir skjáskot af samskiptum þeirra á Facebooksíðu sinni. Flosi lætur Salam heyra það í stuttu svari. Segir ráðlegt að kynna sér siði landa þar sem ætlunin sé að hafa peninga af fólki. „Íslendingar nota ekki ættarnöfn svo þetta „Þorgeirsson“ dæmi þitt er alveg mislukkað. Ég á ekki orð yfir ykkur glæpamenn. Eruð þið ekki einu sinni með tveggja stafa IQ!? Dag eftir dag fæ ég skilaboð frá fólki sem er að reyna eitthvað barnalegt svindl, svo illa hugsað og útfært að það er eins og fullur kakkalakki hafi hannað það,“ segir Flosi. Og kveður manninn við það sama.
Netglæpir Samfélagsmiðlar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira